Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 3
XIT 5
EREYJA
99
t x g 110 f ♦
Eftir J. Magnús Bjarnason.
í vikunni fyrir hvítasunnu, voriö 1882, kvaddi ég fyrir
fult og alt hina hrjóstrugu en skógauSgu Mooslands-hálsa
í Nýja Skotlandi, og lagSi af staS áleiðis til Winnipeg.
Nokkrum dögum áSur hafSi íarangur okkar móSur minnar ver-
iS fluttur til Stewiacke, sem var næsta járnbrautarslöS viðísl.
nýlenduna. ÆtluSu þœr, móSir min ogsystiraS vera komnar
þangaS á annan í hvítasunnu og bíða þar meSan ég færi til
Halifax til að kaupa farbréf.
A leiðinni til borgarinnar þurfti ég aS koma við í Dart-
mouth, sem er all stór bær aS austanverSu viS Halifax-fjörð-
inn. Erindi mitt þangaS var aS finna ungan mann, Daníel
Cambeli að nafni, sem þar átti heima. Faðir hans hafSi veriS
nágranni okkar um nokkur ár, og hafði aS síSustu keypt flest
af því, sem við höfSum til að selja. Skuldaðihann okkur enn
nokkra dali, og átti ég aS taka þá hjá Daníel, sem nú var
vinnumaður á prestsetri skamt fyrir austan Dartmouth.
ÞaS var seint á fimtudagskvöldið fyrir hvítasunnu, aö
ég kom heim á prestsetriS í Dartmouth, og hitti ég þá svo á
aS Daníelvar ekki heima. HafSi hann einmitt þenna sama
dag veriS sendur noröur til Tróró, og var ekki vœntanlegur
heim aftur fyr en í fyrstalagi á laugardagskvöldið. Þótti mér
mjög slærnt aS hann skyldi vera í burtu, ogætlaðiég aS halda
áfram og ná til Halifax um kvöldiS og koma svo aftur á laug-
ardaginn og vita hvort Daníel yrSi þá ekki heima. En þegar
presturinn og kona hans vissu erindi mitt, og aS ég var langt
aS kominn, tóku þau mér meS opnum örmum gestrisninnar, og
buðu mér aS vera þar um kyrt, þangaö til Daníel kœmi heim,
og varð þaS úr á endanum, að ég ásetti mér að bíða til mánu-
dags,
Þrátt fyrir hinur góSu viStökur, sem ég mætti á prestsetr-
inu, fann ég strax aS mér myndi leiðast, ef ég biöi þar til
lengdar, því bæði var það, aS þar var enginn unglingur á mínu