Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 7
XII 5.
FREYJA
103
svo mikið til að vita svo margt um hagi þessarar konu og barn-
anna hennar, en vildi þó fara varlega og spyrja sem allra minst.
Eg fékk samt strax að vita að hún bét Bergljót, en ekki man ég
hvers dóttir hún sagðist vera, og ekki mun ðg liafa spurt hana
hvaðan af íslandi hún væri ættuð. Eg gat nú betur virt hana fyrir
mér en daginn áður, því þá skygði hatturinn á andlit hennar.
H(m var fremur lítil véxti, eins og ég hefi áður tekið fram. I
andliti var hún föl, ekki verulega fríð sínum. Hárið var hrafnsvart
og mikið, augun dökk og skær og benti útlit hennar alt á keltnesk-
an uppruna fremure.n norrænann. En það var eitthvað við fram-
komu hennar, svip og limaburð, sem vakti hjá manni aðdáun og
kom manni ósjálfrátt til að bera djúpa virðingu fyrir henni. Mér
fanst samt að hún myndi vera ákaflega geðrík, hún inyridi elska
heitt og lengi, ef hún elskaði á anaað borð, og hata ógurlega ef hún
hataði. Og mér fanst endilega að hún myndi vona og treysta og
þrá heitara en alment á'sér stað. Ekki vissi ég af hverju ég dró
þetta, því ég var þá unglingut'á sextánda ári, en ðg var alveg
sannfærður um, að ég hefði rétt fyrir mér í þessu.
Meðan hún var að liita kaffið, spurði hún mig að ýmsu, sem
mest laut að hinni fyrirhuguðu vesturför minni og þóttist ég á
orðum hennar skilja að hana langaði vestur í Rauðárdalinn. Börn-
in hlustuðu á okkur siðprúð og itlióð, og var auðséð að þeim þótti
nýstárlegt að sjá gest, sem mælti á íslenzka tungu.
Þegar við Bergljót vorum farin að drekka kafíið, fór ég með
hægð að ieggja fram eina ogeina spurningu á stangli, því enn var
ég engu nær um hagi hennar.
,,Er maðurinn þinn fjarverandi?" sagði ég.
,,Maðurinn minn?“ sagði hún og leit á mig stórum augum.
,,Eg á engan mann."
,,Er hann dáinn?" sagði ég hálf hikandi.
,,Eg hefí aldrei átt neinn manti—hefí aldrei verið gift,“ sagði
hún hálf önug. ,,En af hverju spyrðu að því?"
Eg roðnaði víst ofurlítið, og svaraði ekki, en leit ósjálfrátt tii
barnanna.
,,0, eru það börn: n?" sagði hún eftir iitla þögn og brosti.
,,Já," sagði ég. ,,Eða átt þú ekki þessi börn?" En ég fann
samt að mig varðaði ekkert um að vita það.
„Já, þetta eru börnin mín. Ég er mamma þeirra, en ekki
m 6 ð i r ," sagði hún.
„Er móðir þeirra dáin?"