Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 5

Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 5
XII 5. FREYJA 99 snöru undir eins vi5 aftur. hlupu aö austurgluggauum, (sem. var opinn til hálfs) cg kölluðu inn: „Hún kemur! Hún kem- ur!“ —Þau sögðu þetta á fslenzku, skýrt og snjalt. í sömu andránni gekk gömul kona og lasburða heim að húsinu, ávarpaði börnin á ensku, fór svo rakleitt inn í húsið^ og börnin á eftir. Fám augnablikum síðar kom ungleg kona, lítil vexti, útúrdyrunum. Hún var í ljósleitum lérefts kjól.með stráhatt á höfði, og hélt á dálitlum bögli. Hún leit hvorki til hœgri né vinstri, gekk rösklega út úr garðinum. stefndi svo austurgötuna og næstum hljóp við fót. Það var bersýnilegt að hún var að flýta sér. Ég þóttist nú a'iveg viss um það. að hérætti íslenzk fjöl- skylda heima, og fanst mér það samt undarlegt, því ég hafði aldrei heyrt þess getið, að Islendingar hefðu sezt að í Dart- mouth, og ég vissi ekki annað en, allar íslenzkar fjölskyldur sem sezt höfðu að þar í grendinni, vœru þegar alfarnar þaðan að undanskildum öldruðum hjónum, sem bjuggu í Halifax. Miglangaði tilað fara heim að húsinu, og grenslast eftir því, hvaða fólk þetta væri, en kom mér einhvernveginn ekki að því. Éghœtti samt við að fara norður að verksmiðjunni og fór heim á prestsetrið og spurði prestinn. hvort hann vissi tii þess að nokkrir Islendingar ættu heima þar í bænum, enhann sagðist aldrei hafa heyrt þess getið, og engan fslending hafa séð á æfi sinni nema mig. Ég ásetti mér nú tamt að saraekkiburt úr Dartmouth án þessað vita fyrir víst, hverjir heimaœttuí húsinu við lækinn. Og eftir hádegi fór ég afturút í hæinn, og gekk nokkrum sinnum fram hjá húsinu, til að vita hvort ég sæi ekki börnin á ný. en ég komaldrei auga á þau framarþann dag. Snemma á laugardags-morguninn gekk ég á ný upp með lœkuum, og var ncestum kominn að rimagirðingunni, þegar ég sá, að ungakonan, sem ég sá daginn áður, kom út úr húsinu og gekk fram ágötuna. Hún var eins búin og í fyrra skiftið, sem ég sáhana og hélt á dálitlum böggli undir hendinni, og ver auðsjáanlega að flýta sér. Ég herti upp hugann og gekk í vegfyrir hana, lyfti hattinum og bauð henni góðan morgun. Hún tók kveðju minni kurteislega, en nam ekki staðar.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.