Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 25

Freyja - 01.12.1909, Blaðsíða 25
XIT 5. EREYJA 121 á Englandi. Lesendur blaðanna hafa nolckra hugmynd ura hvað á heflr gengið, og þó inikið sé ýkt, er meira en nóg eftir. í fangelsi var Mrs. Pankhurst sett fyrir að vera foringi nefnd- ar sem samanstóð af 13 konum og send var á fund forsætisráðherra, til að fá svar upp á jafnréttiskröfur kvenna. Þetta var 1-;?. febr. 1308. I fanelsinu var iiún í 6 vikur við sama kost og versta glæpafólk. í okt. s. ár var iiún aftursett inn ásamt dóttur sinni, Christa- bel og Flora Druinmond í fangelsi, fyrir að orsaka upphlaup. Samt unnu þær ekki annað til saka en senda út um borgina prentaða á- skorun til kvenfólks um að mæta á vissunj stað og tima til að mars- era með þeim t,il þinghússins og hjálpa þeim til að ná áheyrn af forsætisráögjafanum. Um 50,000 konur mættu árla morguns til tekinn dag og tíina samkvæmt áskoruninni án nokkurra fundar- halda eða hugmynd um hverjarþar yrðu, að undanteknum þeim. sem ritað höfðu nöfn sín undir áskorunina. Stjórnin var ákveðin í að fara svo með leiðtogana að þetta yrði ekki oftar reynt, enda hrædd við samtökin og alvöruna sem sýndi síg í þessu. Þær voru kærðar og Christabel, sem þá var ný-útskrifaður lögfræðingur, þó hún samkvæmt engelskum lögum ekki mætti stunda lög. varði mál þeirra. Það stóð vfir í 8 daga, og kallaði hún til vitnis þá ffladstone 0g Churchill og vafði þeim um flngur sér, Mrs. Pankhurst hélt og varnarræðu í máli þeirra sem lengi mun i minnum höfð, sökutn á- gætrar rökfærslu og málsnildar. Samt voru þær dæmdarlSja mán. fangelsi, en sleptnokkrum viktun fyr. Flora Drummond var látln laus eftir nokkra daga og bar stjórnin heilsuleysi hennar fyrir, þó hún sjálf neitaði því. En brezka stjórnin heflr æfinlega kunnað að fara í manngreinarálit. í -íja sinn var Mrs. Pankhurst dæmd í mánaðar fangelsi fyrir að vera leiðtogi nefndar þelrrar sem send var á fund forsætisráð- herrans 29. júní s. 1, eins og áður hefir getið verið í Freyju og /ikr. Og þó sannað væri að þá vorn engin lög brotin. var hún dæmd, þó fullnæging dómsins væri frestað þar til hærri réttur hefði getið álit sitt á því. Falli þaðdómsálit á móti henni fer hún í fangelsi þegar hún kemur úr Ameríkuferð sinni, því málinu var eðlilega skotið til hærri réttar. Einlægni sína hefir Mrs. Pankhurst bezt sýnt með því að selja allar eignir sínar og gefa arðinn til kvenröttindabaráttunnar og leggja síðan alta sína hæfileika og vinnukrafta til sama málefnis. —The Womans Journal.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.