Freyja - 01.05.1910, Qupperneq 14

Freyja - 01.05.1910, Qupperneq 14
254 FREVJA XII io. þaö sein ég hefi beöið eftir.” Með þaö stóö hann upp, kross- lagði hendurnar á brjóstinui og hélt áfram: “Spyrjið hann, hvo(rt ihann hafi sent eftir mér seint um kvöld', og bolið mér fyrirgefningu ef ég vildi vitna á móti Rossi.” “Ég gjörði það ekki, en ráðlagði honum a'ð brúka enga þarflausa þvermóösku, heldur segja það sem hann vissi hik- laust, sér til bjargar og rikinu til gagns,” sagði hans háæru- verðugheit, umsjónarmaður fangelsisins. “Spyrjið 'hann, hvort ég hafi sagt eitt orð á móti Rossi,” sagði Brúnó. “Fanginn sagði samfanga sínum söguna, sem fram er lögð í kærunni,” sagði umsjónarmaðurinn. “Svo rétturinn sér þá, að í þessu kæruskjali er ekki eitt orð frá fanganum sjálfum,” greip Fuselli lögmaður fram í. Umsjónarmaður fangelsins hikaði, stamaði, en jiátaði þó að svo væri. Hann hefði álitið slkyld'u sína að gjöra það1 semi hann gjörði. “'Þessi maður gaf mér einnig brauð og vatn. Hann píndi mig í píningarklefanum eins og þeir píndu Jesúm Krist, og þegar hann var búinn að eyðileggja líkama minn og sál, las hann upp fyrir mér glæpsamlegan vitnisburð gegn bezta vini niínum, og fingur mínir skrifuðu undir meðan meðvitund mín lá í dái af kvölunum,” hrópaði Brúnó. “Talaðu ekki svcna hátt,” sagði forsetinn. “Hærra, hærra, — eins hátt og ég get og vil,” hróípaöi Brúnó og allra augu litu til hans. Og flestum fanst að engi jarðneskur máttur gæti þaggað niður í honum, meðan hann væri í þessu skapi. Næsta vitni var kallað, og kvaðst hafa verið við þegar fanginn gjörði játningu sína, og að hann hefði gjört hana ótil- neyddur. “Spyrjið hann,” hrópaði Brúnó, “hvort harnn hafi ekki neitað mér um að afturkalla játningu mína, þegar ég kom á skrifstofu hans á sunnudágskvöldiö.” “'Það er ekki satt,” sagði vitnið. “Þú lýgur!” 'hrópaði Brúnó. “Þú veizt. að það er ósa.tt. og þegar ég sagði þér að þú neyddir mig til að draga safklausan mann í gálsrann, sló étg þíg, og farið er enn þtá á enninu á þér. Þarna er Kainsmerkið eldrautt, þó hinn parturinn af andiltinu á þér sé eins hvítt og páfans.” Forsetinn var hættur að þagga niður í Brúnó:, því út úr

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.