Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 2

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 2
178 Eins og þegar heflr verið tekið fram, lifa bakteríurnar annaðhvort í leifum af jurtum eða dýruin (saprofýtiskar bakt- eríur) eða í lifandi jurtum eða dýrum (parasítiskar bakteríur), og er þær því sjálfar nærri hvervetna þar að hitta, sein eitt- hvað þess konar er að finna og önnur iífsskilyrði (svo sem raki og hiti) eru: á yfirborði jarðar, í jarðveginum1 og í vatni, bæði rennandi og stöðuvötnum, einkum þa.r sem mikið er af iífrænum efnum. En frjókornin eru því nær alstaðar á yfir- borði jarðar og i ioftinu næst jörðinni, í öllu ryki, og geta þau því borist með hinum minsta gusti eða vindblæ fiá einum stað t,ii annars eða loðað í fötum manna, í hárum spendýra og skordýra eða fiðii fugla og ýmsurn vörum; má því vel skilja, að bakteríusjúkdómar geta borist niann frá manni, sveit úr sveit, eða jafnvel land úr landi, með mönnum, farangri og og vörum, jafnvel þótt beztu gætur séu á hafðar. Þar sem svo bakteríur hafa tekið sér bólfestu, koma þær til leiðar ýmsum breytingum. Þessar breytingar eru einkum rotnun, fúi eða gerð, þegar um dauða hluti er að ræða, eða í sárurn á lifandi dýrum; eða breytingar, er valda sjúkdómum í mönnum og skepnum. Sama bakteríutegundin getur ýmist lifað af leifurn dýra eða jurta eða í lifandi verum, eftir því sem á stendur ( t. d. stífkrampa-bakterian, sem vanalega lifir í moldu, en stundum i mönnum). Rotiiun (úldnun) ar einkum nefnd sú breyting, er verður í dýralikömum, þegar lífið er horflð. Hún er innifalin í sundur- liðun efnasambanda, er mikið er i af köfnunarefni. Myndast þá úr þeim einfaldari efnasambönd, svo sem aminóníak, brenni- steinsvatnsefni og fleiri þefill efni, ennfremur vatn og kolsýra. — Að rotnuninni starfa ýmsar bakteriutegundir, sem nefnast lotnunarbakteríur. Hin algengasta af þeim nefnist bacterium termo. Fvi kemur einkum fram i jurtaefnum; t. d. í við og mold- armyndun af jurtaleiíum er svipuð efnabreyting: ófullkomin sundurliðun ýmsra kolavatnsefnis sambanda, en þar myndast eigi 1 Sjá um jarðveginn í Maíblaði „Eirar", eftir G. Björnsson.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.