Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 11

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 11
187 skurðnr, hve raikill sem hann er, hafl neinar hættulegar afloið- ingar, ef allrar varúðar er gætt (sjá „Eir“ óls. 89—90). Bólusetning (vaaccination) er ein vörnin gegn bakteríu- sjúkdóraum. Englendingurinn Jenner fann hana upp 1796 gegn bólusótt (sjá: Um bólusótt og bólusetningi Júli-blaði „Eir- ar“). Tilraunir þær er Jenner geiði, vóru aðallega þessar: Mjaltastúlka hafði fengið bólu af kú. Jenner tók bóluefni úr stúlkunni og setti í dreng. 8 dögum síðar setti hann bólu- efni úr bólusjúkum manni í drenginn, en drenginn sakaði ekki. Nú hafa menn fengið vissu fyrir því, að sóttkveikjan að kúa- bólu og mannabólu er hin sama (bólu-bakteriu hafa menn þó eigi fundið enn). Það lítur þvi út fyiir, að sóttkveikjan veiklist við að vera i kúm og bíti ekki á menn, komi hún eftir á i þá, og merkilegast er það, að hin skæða mannabóla sakar menn eigi, ef þeir hafa haft hina veikluðu bólusóttkveikju í sér áður. Aðalatriði hinnar vanalegu bólusetningar eru því þessi: Bóluvessi úr kálfum er settur i monn og heflr hin skæða bólusótt þá engin háskaleg áhnf á þá, fái þeir hann á eftir, innan ákveðins tímabils. Nú hafa menn samkvæmt þessu tekið fyrir nokkrar hættulegar bakteríu-tegundir og ræktað þser á þann hátt, að þær veiklist við ræktunina. Séu þessar veikluðu bakteríur settar í menn eða skepnur, þá hafa óveiklaðar bakteríur sömu tegundar ekki hættuleg áhi if á þau, ef þau fá þær i sig. Ekki er enn fengin fulivissa fyrir, hvernig á þessu stendur. Menn eru nú á síðari árum teknir að bólusetja með góð- um árangri gegn hundaæði, hænsna-kóleru, miltisbruna og bráðasótt í sauðfé. — Blóðvatnslækningarnar (sjá „Eir“, Maí-blaðið) eru líka nokkurs konar bólusetning. Auk hinna ýmsu ráða, er nú hafa verið talin, eru enn nokkur injög mikilsverð ráð gegn árásum skaðvænna baktería yfir- leitt, ráð, sem eru í hvers manns hendi, ef hanri vill nota þau, bæði einstaklinga og heilla mannfélaga. Káðin eru: áð sjá um að híbýli manna og alidýra séu hrein, bjórt og loítgóð, og hreint i kring um þau; að neyzluvatnið sé hreint, og• að

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.