Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 8

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 8
184 Það er oft, mjög miklum erflðleikum bundið, að rekja lífs- feril og kynnast lífsskilyrðum hinna ýmsu bakteríutegunda og enn heflr það að eins tekist með fremur fáar. Erfiðleikamir eru einkum fólgnir í þvi, að sama tegundin getur tekið á sig svo ólíkar myndir, að ætla mætti, að um ólíkar tegundir væri að ræða. Eins geta lifnaðarhættirnir verið mjög ólíkir hjá sömu tegund og enn fremur eru oft margar tegundir samfara og eifltt að greina þær sundur. En að geta rakið lífsferil og kynt sér lífsskilyrði skaðlegrar tegundar, er mjög áríðandi, ef flnna á heppileg ráð til að útrýma henni. Bezta aðferðin til að fá nokkru ágengt í þessa átt er, að rœkta þá bakteríutegund, sem um er að ræða, út af fyrir sig, án þess að aðrar tegundir nái að blandast saman við hana (hreinræktun, Renkultur). Til næringar fyrir bakteríur eru þá hafðir vökvar, t. d. seyði af kjöti og heyi eða hlaup (gelatine). í þessu næringarefni er fyrst eytt öllum bakteríum (með suðu) og svo er um að gera, að fá dreift sem fæstum frjókornum eða bak'terium af þeirri tegund, sem rannsaka á, í næringar- efnið. Hafl tekist að fá óblandaða tegund, er áríðandi, að frjókorn annara nái ekki að berast að með loftinu. Það verður þvi að búa svo um, að bakteríulaust loft að eins komist að, t. d. með því að hafa næringarefnið í glasi með tappa í úr bakteríulausri (steriliséraðri) baðmull. Aðvífandi bakteríu- frjókorn loða þá í baðmullinni. Bakteríurnar tímgast fljótt og má svo gera ýmsar tilraunir með þær. Stundum er næringarefninu dreift á glerplötu, sem leggja má undir smásjána. Varnir móti bakteríum. Þótt bakteríurnar séu erflðar við- fangs, þegar um varnir móti þeim er að ræða, og baki þjóðunum margar hverjar stórtjón á lífl, heilsu og eignum, þá er mikil bót í máli, að menn þekkja nú ýmis ráð til að hafa hemil á sumum þeiira og draga úr skaðsemi þeirra. Sum af þessum ráðum eru ævagömul ráð, sem reynslan heflr kent mönnum, löngu áður en menn vissu hið minsta um, að þessar verur væru til. En á síðari hluta þessarar aldar hafa menn einnig fundið ný ráð, bygð á þekkingu þeirri, er rannsóknir hafa afl- að oss á þessum verum.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.