Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 3
179
eins þefill efni og við hina eiginlegti rotnun. Þó er eigi anð-
velt að aðgreina þessar ýmsu breytingar að fullu og má cinnig
nefna þær allar rotnun í rýmri merkingu. — Smjörsýru-bakt-
eriur starfa mjög að sundurliðun jurtaleifa og auk þess hj;ilpa
ýmsar lágar sveppategundir mjög til. [Jetta starf bakterianna
og sveppanna er ákaflega mikils vert, því væri það ekki unnið,
mundi jorðin smám saman verða hulin hræjum dýra og dauðuin
jurtum, sem ekki gætu rotnað, og svo mikið myndi safnast
fyrir af lifrænum efnum, að öllu lifi á jörðunni yrði háski hú-
inn af því, að þessi efni gætu ekki liðast i sundur og komist aftur
inn í hina miklu hringferð frumefnanna, þar sem þau án afláts
sameinast til þess, að mynda lífræn efni, og liðast. aftur sund-
til þess að verða á ný að ólífrænum efnasambönduni. Þvi
stöðvaðist þessi hringíerð, yrði brátt skortur á ýmsum efnum,
sem eru nauðsynlegt skilyrði fyrir öllu lifi.
Gerð er nú nefnd breyting á lífrænum efnum, er orsakast
af svo nefndum gerðkveikjum (ferment). Gerðkveikjur eru tvenns
konar, liflausar og lifandi. Lifandi gerðkveikjur eru einkum
sveppar og svo nokkrar bakteriutegundir, en hinar dauðu gerð-
kveikjur (enzým) eru lífræn efnasambönd. Gerðin er ófullkom-
in sundurliðun ýmsra lífrænna efna, einkum kolavatnsefuis saiu-
banda, og því skyld fúa og moldarmyndun, og það er einkenni-
legt, að lítið af gerðkveikju getur hleypt gerð í eins mikið og
vera skal af efnum, er gerð getur komið í. Snmar lifandi goi ð-
kveikjur vekja óbeinlinis gerð með því, að gefa frá sér gerð-
vekjandi efni (líflausar gerðkveikjur), en aðrar vekja beinlinis
gerð í efni þvi sem þær koma í, um leið og þær taka næringu
úr því. Hin merkasta gerð, vínandagerðin, orsakast af gerð-
arsveppum (saccharomycetes) og er einkum í því fólgin, að syk-
urupplausn liðast í sundur í vínanda og kolsýru. Hún er
undirstaða undir tilbúningi allra áfengia drykkja; en það á ekki
við að tala hér frekara um hana.
Nokkrar bakteriur valda einnig gerð og skal ég nefna hér
hinar helztu.
Edikssýru-bakterían (hacterium aceti). Hún er nauð-
synleg við ediksgerðina, því hún sýrir þyntan vínanda þannig,
i