Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 13

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 13
189 Það er flestum af oss kunnugt, að áður en þéttbýlið ógs mjög hér, vóru vatnsbólin tiltölulega fá, og um flest af þeim mátti segja, að þau lægju á afskektari stöðum; að minsta kosti lágu þau sjaldnast fast við húsvegginn. I’egar bygðin færðist út og húsunum fjölgaði, urðu sum vatnsbólin umkringd af byggingum á allar hliðar. Vatnsbrúkunin ógs lika með fólksfjöiguninni, svo að það fór að verða þörf á fleimm brunn- urn; þessir nýju brunnar vóru vanalega grafnir á þeim stað, sem næst lá húsunum, til þess að vatnssóknin yrði sem hæg ust, en ekki gætt að því, hvílík vandræði gætu af því hlotist, að . hafá þessi afargrunnu vatnsból innan um alt skolpið og óþverrann, sem frá húsunum kom. Menn eru jafnvel teknir upp á þeim ósið að grafa brunna i kjöllurunum. Ef vel er um grunn búið og réttilega er með það svæði faj ið, sem i kring um húsið liggur, þá á aldrei að geta safnast vatn fyrir í þvilíkum brunni. Auðvitað mætti grafa þessa brunna svo djúpa og búa svo um þann hlutann, sem gengur i gegn um efsta jarðlagið, að ómengað vatn mætti fá úr þeim, en þessu getur varla hér verið til að dreifa, og sjálfar byggingarnar geta aldrei haft gott af því. Vér höfum nóg af sagga og raka í byggingum vorum, þó að þetta bætist ekki við. Menn munu sjálfsagt hafa veitt því eftirtekt hér, að vatn í brunnum hefii með tímanum versnað þegar bygðin færðist nær þeim. Sérstaklega hafa menn að likindum orðið þess varir þegar rigningar ganga. Vatnið, sem i brunnana safnast, kemur aðallega frá efsta jarðlaginu og munu því allir skilja, hvaða þýðingu það hefir, að í þessu jarðlagi safnist ekki ó- hreinindi fyrir. Menn hafa orðið að leggja niður brunna hér suma vegna þess, hve vatnið í þeirn óhreinkaðist og mengað- ist, en nýja brunninn hafa menn stundum grafið á stað, sem líkt var ástatt með og fyrra staðinn. Ég hefi séð hér saur- leðju frá salernum síast niður í jörð fáa faðma frá brunnum og rétt við baðstofugluggann á nágrannakotinu. Menn þurfa að fara að taka sér fram með þetta; það þarfaðfara að kom- ast inn í meðvitund manna, hvílikt skaðræði getur hlotist af illu fyrirkomulagi í þessum greinum. Hið bezta ráð mun vera,

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.