Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 10

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 10
186 hita og varna öðrura að komast að síðar, er nefnt bakteríueyð- ing (sterilisering). Þannig er faiið með baðmull og bindi, sem höfð eru í sáraumbúðir, og öll niðursuða á matvæl- um byggist á hinu sama. Þegar t. d. ket er soðið niður, eru bakteiíurnar drepnar með suðu, áður en loft.inu er hleyft úr dósinni. En þegar gatinu, sem loftinu er hleyft út um, er lokað, komast engar bakteríur að ketinu og rotnun heldur ekki. Þannig má geyma ketið óskemt árum saman. En só dósin opnuð, byijar rotnunin fljótt. Nýlega er farið að hita vín, öl og mjólk upp í 60—65° 0. til þess að þau geymist betur (súrni ekki). Þessi aðferð er nefnd pasteurisering, eftir Pasteur (sjá síðaij. Alt frain yfir þessa öld miðja áttu læknar við mikla erflðleika að stríða, þegar gera þurfti stóra skurði, einkum holskurði innan úr lifhimnunni, því ávalt var hætt við, að sárin vildu ekki gróa, en að spilling hlypi í þau, sem gat, leitt sjúklinginn til bana. En rannsóknir Louis Pasteur’s (frb. Lúi Pastör) i Paris á rotnuninni (eftir 1860) leiddu til þess, að menn gengu úr skugga um, að vandkvæðin við sáragræðsl- una og spillingin i þeim stöfuðu frá rotnunar-bakterium, ígerðar- baktei ium, sem komast í sárin. Englendingurinn Joseph Lister fann þá (um 1870) upp nýjar vaniðarreglur við lækninga- skurði og græðslu þeirra. Uppfundning Listers er sú, að við- hafa efni, er drepa igerðar-bakteríurnar, rotvarnarmeðul (anti- septisk meðul), t. d. karbólvatn og súblímatvatn, meðan verið er að gera skurðina og á eftir i umbúðum sáranna. Þessi meðferð á sárum er nefnd rotvarnarmeðferð (antiseptisk meðferð). En vegna þess að rotvarnar-meðulin eru skaðieg fyrir lifandi hold, hafa menn á siðari árum farið að brúka bakteríulaus efni, t. d. bakteriulaust vatn, ti) þess að þvo sárin með, og bakteríulausar umbúðir. Þetta er nefnd aseptisk aðferð. fessar nýju aðferðir hafa gert algerða breyting á hand- lækningalistinni, og síðan þær voru teknar upp, heflr hún unnið eitt afreksverkið öðru meira i baráttunni við mein- Semdir maunanna. pvi nú má naumast heita, að nokkur hol-

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.