Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 15

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 15
191 hvert einstakt tækifæri, þau ráð og þær bendingar, sem vís- indagrein þeii-ra hefir komist að raun um að séu heppilegastar og notabeztar. J’eir fara nú á tímum miklu lengra. f’eir eru farnir að leggja sig alla fram til þess að uppfræða menn um, hvernig menn eiga að haga lífi sínu og lifnaðarháttum, svo að þessi margbreytta vél. líkami vor, geti endst sem bezt, geti sem lengst starfað á þann hátt, sem reynslan sýni réttastan og beztan. Samfara því mun svo að öllum líkindum afsjálfu sér leiða ánægja við lífið. Menn eru uppfræddir um, hvað þeir eigi a.ð éta og drokka, hvers konar lofti þeir eigi að anda að sér, hvernig þeii' eigi að klæða sig, hvernig haga bústöðum sinum og húsakynnum, og hvernig menn eigi að liirða líkama sinn, svo þessum tiigangi verði náð. Hjá öðrum þjóðum er gefinn út fjöldi timarita til þess að fræða menn um alt þetta. Yér íslendingar höfum á þessu ári, sem nú er að liða, haft því láni að fagna að hafa mánaðarrit, er fer sömu leiðir. Það er útgefið að tilhlutun lækna vorra og hefir þegar gefið mönnum allmargar bendingar i þessa átt. Menn munu nú máske sogja, að vér, þrátt fyrir alt þetta og þótt vér fylgdum öllum þessum ráðuin, munum seint losast við alla þá sjúkdóma, sem einatt kippa mönnum burt á bezta aldursskeiði, og má það vel vera að svo sé; en hitt vitum vér, því reynsla manna, sérstaklega á þeirri öld, sem nú er að líða, sýnir það, að alstaðar þar, sem spor hafa verið stigin í þá átt, sem fyr getur, um alla tilhögun á lifinu, þar hefir þessum sjúkdómum furðanlega fækkað og á stundum stungið hreint í stúf. Ég mun síðar skýra frekara frá þessu og nefna nokkur dæmi, er sýna þetta í einstökum atriðum. Alþýða manna verður að fara að iáta sér skiijast það, hve starfsvið læknanna er orðið stórt og viðfangsmikið. Þeir hafa á síðari tímum stækkað og fært út starfsvið sitt, ekki til þess að auka tekjur sínar, heldur af kærleika til meðbræðra sinna, því ölluin mun skiljast það, að þessi aðferð þeirra, að kenna mönnum, hvernig þeir eigi að haga sér, til þess að kom- ast sem mest hjá sjúkdómum, miðar einmitt til þess með tím- anum að rýra tekjur þeirra.

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.