Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 6

Eir - 01.12.1899, Blaðsíða 6
182 Miltisbruna-bakterían1 (bacillus anthracis). Hún veldur hinum svo nefnda miltisbruna, einkum hjá ýmsum grasbítum: nautpeningi, sauðfé og hestum, en er einnig hættuleg fleiri skepnum, og eins mönnum. Hún er keflislöguð, en oft sameinast inargar og mynda langa, beina eða bogna þræði. Hún getur hvorki hreyft sig né verið án súrefnis og berst einkum í skepn- urnar gegn um þarmana, eða gegn um sár útvortis. Þogar hún er komin í blóðið, tímgast hún fljótt og sýkir bæði með því að gefa frá sér megnt eitur og með því að taka súrefnið úr blóðinu. En eins og áður er getið, lifir hún vanalega ekki í lifandi skepnum og myndar engin frjókorn, meðan hún er i þeim. Kói eru-bakterían (kommubacil, spirillum cholerae asiaticae) veldur eflaust aust.urienzkri kóleru. Hún hreyfir sig mjög líf- lega, lítur út líkt og stuttur bogi, lifir í þörmum sjúklingsins og gefur frá sér mjög sterkt eitur. Heimkynni kólerunnar er í liinum votlendu landeyjum Gangesfljótsins og ílytst hún þaðan við og við vestur um lönd, alla leið til Vestur-Evrópu. Til íslands hefir hún þó aldrei komið. Holdsveikis-bakterían (bacillus leprae) veldur holdsveiki. Hún líkist berklabakteríunni mjög að útliti. Ekki vita menn til að hún iifi annarstaðar en í mönnum. Að minsta kosti verður ekki vart við sýkina hjá öðrum skepnum. Bráðasóttar-bakterían (bacillus yastromycosis ovis) er nú orðin kunn. Hún er eggmynduð, og oft eru 2 og 2 áfastar á endunum; þarfnast ekki súrefnis. í vinstrinni og nýrunum er hún tiðust, en getur einnig verið víðar í líkama hinnar sjúku skepnu. Eins og alkunnugt er, veldur hún bráðasótt i sauðfé; en getur einnig sýkt svín, mýs, dúfur og hæns, en óreynt, hvort hún sýkir stórgripi. Auk þeirra baktería, sem hér eru taidar, eru einnig fleiri skaðvænar bakteríur, sem víst er að valdi sjúkdómum þeim, er þær eru kendar við, t. d. taugaveiki, lungnabólga, kveísótt, svartadauða, barnaveiki, heimakomu, barnsfarasótt og spiilingu í sárum. 1 Sjá Búuaðarrit, 12. ár, þls. 106,

x

Eir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eir
https://timarit.is/publication/36

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.