Kennarablaðið - 01.08.1900, Side 3

Kennarablaðið - 01.08.1900, Side 3
163 En ef baráttan fyrir lifandi þjóðernistilflnningu og ættjarð- arást á að verða alþjóðarmál, þá verða; bæði barnaskólarnir og lýðháskóiarnir að skilja það, að þetta er starf, sem þeir oiga að hjálpa til að leysa af hendi. Lýðháskólarnir vita þetta, því að það er einmitt aðaltakmarlc þeirra; en barnaskólarnir ,eiga líka að vita það. Petta er eimnitt sú hugmynd, sem Pesta- lozzi barðist fyrir, að barnaskólinn ætti að vera, til þess að uppala þjóðina, og þessi hugmynd .kemst fyrst til framkvæmda, þegar barnaskólamir taka þátt í starfi þjóðarinnar, því starfi, sem gerir hana að samhuga og þróttmikilli þjóð, sem tekur framförum og gerir skyldu sína bæði í andlegum og verklegum efnum. Á hvern hátt eiga nú barnaskólarnir að ieysa þetta lilut- verk af hendi? Hvað er það, sem vór einkum eigum að hag- nýta oss til þess að vekja þjóðarandann og fá hann til að streyma út meðal þjóðarinnar og bera hana áfram til framfara og fullkomnunar? Fyrst og fremst móðurmálið. Móðurmálið er forðabúr, þar sem skáld þjóðarinnar: hafa falið ógrynni dýrra málma. Barnakennararnir og iýðháskólakenn- ararnir eiga að taka málmana lir forðabúrinu og siá úr þeim pen- inga, sem gjaldgengir eru meðal alþýðunnar — smápeninga handa smælingjunum. Það eru skáldin, sem allra manna bezt geta taiað við þjóðirnar og vakið þær. Oehlenschlæger,. Inge- mann, Grundtvig, Tegnér o. fl. hafa vakið ekki að eins sínar eigin þjóðir, Dani og Svía, heldur og allar Norðurlandaþjóðir. Eða Runeberg? Var það ekki hann,sem vakti Finna með „Fánrik Stáls Sagner“, sýndi þeim, hvað þeir gátu, einmitt þegar neyðin þrengdi að og þeir þurftu mest á því að halaa? Skóli þjóðarinnar á fyrst og fremst að vera skóli móður- málsins. Móðurmálið á að vera aðalkjarninn í allri fræðslunni þar. Og ég álít, að það hafl stórmikla þýðingu, að ýms kvæði þjóðskáldanna, kvæði, sem fela í sér innilegustu þrár og óskir þjóðarinnar, sem lýsa æðstu og göfugustu tilfinningunum og hugmyndunum, er hún á til í eigu sinni —, að þessi kvæði sóu ekki einungis lesin, heldur lika iærð.

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.