Kennarablaðið - 01.08.1900, Side 5

Kennarablaðið - 01.08.1900, Side 5
165 að, þarf kennarinn að vera góðum liæfileikum gæddur. Sögu- kensla, sem miðar að því að vekja þjóðina, er ekki eins oglit- laus Ijósmynd; hún verður að vera á sinn hátt eins og mál- verkið, þar sem sál listamannsins speglar sig, svo að andagift hans og eldlegt fjör grípur áhorfandann. Svo er það landafræðin — fræðslan um ættlandið. Börnin eiga að þekkja staðina, þar sem mikilmenni þjóðarinnar hafa átt heima, starfað, barist og liðið á liðnum tímum. Einkum er áríðandi að þau læi i um átthaga sína. Þau verða að fá að vita alt, sem þar hefir við borið, bæði það sem óijós mtmnmæli segja og fullsannaða sögulega viðburði. Þegar barnið heyrir alt þetta, finnur það, að það stendur á söguríkum stað og ímynd- ar sér svo, að hann sé bygður fornaldarhetjum, riddurum mið- aldanna, risum og dvergum, og innan um þetta fléttar svo ást- in á átthögunum hið þúsundþætta net sitt, er tengir oss svo fast við heimkynnið, að vér getum sagt eins og Nabot,: Dvott- inn forði mér frá að gefa burt arf minna feðra. í>á er enn fremur náttúrusagan. Sérhvert land hefir sína sérstöku náttúru, og það er einkar áríðandi að opna augu barnsins fyrir þessari náttúru og einkennum hennar. Dýr og jurtir, hamrar og dalir, fjöll og sléttur — alt stuðlar að því að gefa landinu sérkennilegan blæ, jafnvel brimhljóðið, lækjar- niðurinn og vindgnýrinn verða til þess. Það er eins og þetta alt.saman myndi sál náttúrunnar, og samræmið milli hennar og sálna sjálfra vor kemur bezt í ljós í þjóðsöngvunum, þar sem bæði orð og tónar fela í sér þessa einu hugsun: Ætt- landið mitt er inndælt, hvort sem það er land bækitrjánna eða birkisins, hvort sem það er land greniþakinna fjalla eða „þús- und vatna landið“. Svo er þess að gæta, að kristilegur biær hvíli yfir skólan- um, og þessi kristilegi blær verður ekki ákveðinn eftir stunda- fjöldanum, sem ætiaður er til trúarbragðafræðslu. Sé kristi- iegur andi ríkjandi í skólanum, mun hann áreiðanlega setja sinn sérstaka biæ á alt starfið, hversu lítiil tími sem ætlaður er til kristindómsfræðslu. Og þessi andi verður að vera sam- fara allri heimþrá, allri ættjarðarást og þjóðernistilfinningu.

x

Kennarablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.