Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 7

Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 7
167 stæðan raann og sé honum undirgefið. Ef að börnin alast upp við ,,þú skalt!“ ber það þann ávöxt hjá þeim, að þau geta sagt „ég vil!“ þegar þau eldast. Jafnframt þessu verða menn svo að haga þannig samræðum sínum við börnin, bæði í skólanum og heimahúsum, að sjóndeildarhringur þeirra stækki og þau læri að elska alt gott og fagurt. í*á verður svipað með gall- ana hjá þeim eins og með visnu blöðin á bæbihríslunni: þau lýta jurtina í byrjuninni, en séu þau eigi rifin af með valdi, verka yl- geislar sólarinnar utan að og lífsþrótturinn innan að þannig á þau, að þau fæða af sér nýjan frjóanga, er rýmir því sjálfkrafa burt, sem visið er. Að endingu skal ég svo taka það fram, að ég hvorki vil né get bent á neina sérstaka kensluaðferð, sem menn eigi að fylgja til þess að glæða ættjarðarástina og þjóðernistilfinning- una. Það eru ekki kensluaðferðirnar, sem eiga að efla þetta, heldur mennirnir — menn, sem hafa einlægan áhuga á þessu máli. Tilgangm' minn hefir að eins verið sá, að vekja athygli manna á þessari hugmynd, sem þegar er farin að hreifa sér meðal nágrannaþjóða vorra og sem alveg áreiðanlega hefir mikla þýðingu. J31j)£ðumeníun a jSorðurlöndum. 4. Island. II. Nú hefir þegar verið tekið fram hið helzta, sem gert hefir verið af löggjafarinnar hálfu til að efia alþýðumentun hér á landi. Til frekari skýringar skulu hér tilfærðar upphæðir þær, sem veittar eru af opinberu fé í þessum tilgangi fyrir yfirstandandi ár. Að vísu standa tölur þessar í fjárlögunum, og er öllum innanhandar að kynna sér þær þar; en oss finst vel viðeigandi að setja þær hér, svo að kennurunum gefist kostur á að fá glögt yfirlit yfir það, sem landið i heild sinni kostar til aiþýðu- mentunarinnar.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.