Kennarablaðið - 01.08.1900, Síða 12

Kennarablaðið - 01.08.1900, Síða 12
172 þessarav, því að þessi maður heflr getað haft óvenjulega góða keanarahæfileika." Öll ræðan og öll framkoma þingmanns- ins miðar í þá áttina að hnekkja aukinni kennarafræðslu. En hvað hann heflr ætlað sér að sanna með þessum orðum, er oss eigi fyllilega ljóst. Hitt er víst, að þetta er ágætt dæmi upp á alíslenzka röksemdafærslu. Björn Sigfússon, 1. þingm. Húnvetninga: „Það eitt getur ekki orðið næg trygging fyrir góðum barna- kennurum, að veita þeim sem á kennaraskóia hafa gengið for- róttindi. Þvert á móti. — Ég er hræddur um, að ýmsir, sem hafa litla eða enga kennarahæfileika, mundu einmitt fara að ganga á kennaraskóla, ef þeir fyrir fram vita, að þeir eftir á verði einir um hituna, hvernig sem þeir reynast. Margir kennarar, sem ekki hafa notið kennarafræðslu, hafa hingað til reynst. vel, en hvötin hjá þeirn mundi fljótt falla burt, þegar þeir vissu, að þeir yrðu að lúta i lægra haldi . . . Ég álít ekki holt, að auka aðsókn að skólanum með því, að veita lærisveinunum þessi forréttindi; en þeir munu sjálflr ryðja sér tii lúms, ef þeir reynast vel.“ í öllum þessum og svipuðum ummælum kemur auðsjáan- lega fram sú hugsun, að sérstök kennaramentun sé með öllu óþörf, að mest og nærfelt alt só undir því komið, að kennar- inn kunni það sem hann á að kenna í hinum einstöku náms- greinum. Éessi hugsun er ráðandi hjá meiri hluta þingsins og vafalaust einnig hjá rneiri hluta þjóðarinnar. (Niðurl.) Xi.e0lrQrIiiinnál{Q o 18. öld m. II. Lestrarkensla er ekki almenn fyr en eftir það, að baina- ferming er leidd í lög hér á landi. Pað var árið 1744. Ekk- ert barn, sem óbrjálaða skynsemi hafði, mátti prestur ferma, nema það væri lesandi. Lestrarkunnáttan gekk á undan krist- indómsnáminu, því nú áttu börn að læra „kver“ auk fræða Lúters, og ríkt var gengið eftir, að á hverju heimili væri ein- hver húsiestrarfær maður,

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.