Helgarpósturinn - 04.05.1979, Side 13

Helgarpósturinn - 04.05.1979, Side 13
13 he/garpásturinn.. Föstudagur 4. maí 1979 Alltaf verið heppinn „Ég var i sjö ár umboösmaöur Lúdó, og þau ár renna öll i einn graut. En Ludó-strákarnir voru góöir vinir minir, og ég var eigin- lega einn af hljómsveitinni. Ég var oröinn sölumaöur þá, fyrst hjá Rolf i eitt og hálft ár, og svo vorum viö bróöir minn saman meö fyrirtæki. Þaö, er löng saga aö segja frá þvi hvernig Karna- bær byrjaöi, og alltof löng til aö segja frá hér. Ég ætlaöi i upphafi ekki aö fara út i verslunarrekst- ur. Ég var heildsali. En röö af til- viljunum og mikil heppni uröu til þess aö Karnabær fór af staö. Ég hef alltaf veriö óskaplega heppinn maöur. Bæöi i persónu- legu lifi og viöskiptalifi. Ég hef náttúrulega átt min „ups and downs” eins og aðrir, en ég tel mig heppinn.” Viðskipti eins og íþróttir , ,Ég tek viðskipti eins og I- þróttakappleik. Þar eru vissar leikreglur og ég reyni aö fara eftir þeim. En ég leik eins hart og ég get. Til aö skora mörkin verð- ur maður aö ryðjast i gegnum varnir. En velgengnj i bisniss er ekkert annað en vinna og aftur vinna og vinna. Þaö er margra alda áróöur sem hefur gert þaö aö verkum að hér er litið á kaupmenn, og þá sem stunda frjálsa verslun i landinu, eins og einhverja glæpamenn. Það á eflaust rætur aö rekja til dönsku kaupmannana og þýs þeirra. Og siöan hafa vinstri menn ófrægt okkur. Það hljóta samt allir aö sjá aö eitt af aöalat- riöunum i hverju þjóöfélagi er verslun. Vinstri menn virö- ást vera aö reyna aö koma þvi að, aö verslun sé næst- um óþarft fyrirbrigöi. Óheiö- arleiki i verslun er ekk- ert meiri en I öörum atvinnu- greinum. Svigrúm okkar er hins- vegar nánast ekki neitt. Menn eru aö redda sér á handahlaupum, og við eigum heldur ekki neina for- svarsmenn nema okkur sjálfa. ÖJig langar til að fást viö allt sem er jákvætt. t gegnum árin hef ég látiö ýmislegt sitja á hakan- um, sem ég hefði átt að gefa betri gaum að. Eitt af þvi er ég sjálfur. Ég hef ákveðið að gefa mér tima i þessu lffi til aö leita aö sjálfum mér. Ég vona bara að ég veröi ekki of seinn. Ég verö sennilega að miða viö meöalaldur..” Að þekkja sjálfan sig „Þaö ætti í raun og veru aö vera stærsta markmiö allra manna að læra aö þekkja sjálfan sig. Ali, frændi Múhameös spámanns spruöi einhverntima Múhameð aö þvi hvað hann gæti gert verðugast viö lifiö. Og Múhameö svaraöi: Læröu aö þekkja sjálfan þig. Þaö er ég viss um aö er rétt. En þar stoppa allir. Þaö dæma allir aöra, en þegar þeir lita inn i sjálfa sig sjá þeir bara tóm. Menn þekkja ekki sjálfa sig. Strax frá barnsaldri setja menn upp grimu, sem villir jafnvel þeim sjálfum sýn. Hvað gerist ef maöur tekur sér stöðu fyrir fram- an spegil, litur i augun á sér, og spyr sjálfan sig: Hver er ég? Hvað er þarna inni? Menn veröa aö lita sér nær og finna jákvæöa kraftinn i sjálfum sér.” „Þaö er kannski von þú spyrjir um hvernig þetta samræmist minni atvinnu, aö selja tiskuvöru. Hégóminn er að mörgu leyti þarft fyrirbrigöi, en ég yröi sjálfsagt kjörinn verst klæddi maður á íslandi, færi slik kosning fram. Þaö er ekki af áhuga á fötum sem ég er i þessu. Ég er fyrst og fremst sölumaöur.” „Eg vil aö þaö komi skýrt fram að ég er KR-ingur. Og þaö er eina félagið sem ég er i. Ég hef ekki komið nálægt neinum af þessum félögum, Lions, Kiwanis, Odd- fellow eöa Frimúrurum. Með allri viröingu fyrir þessum ágætu félagssköpum. Aö vera KR-ingur, þaö er mér nóg. > Jú, ég keppti i handbolta hérna áður fyrr. Nei, ég held aö ég hafi nú ekki talist neitt góöur hand- boltamaður. Agætur varnarmaö- ur þó. Ég var i handbolta sem strákur, en hætti i þriöjaflokki, og spilaöi ekkert frá fimmtán til tuttugu og tveggja ára aldurs. Þá var ég i dansinum. Við getum komiö aö þvi á eftir. Svo þegar ég byrjaöi aftur i handboltanum, fór ég eðlilega aö hugsa um hvar maöur ætti séns. Þá nenntu fáir aö vera varnar- menn, allir vildu vera skyttur, þannig aö ég haslaöi mér völl sem held ég hafi veriö ágætur varnar- maöur, og keppti i þrettán ár, alltaf i KR náttúrulega.” Tjúttipúkk iim sjálfan ...Hvaöværi til i þviaö égsvæfi hjá öllum stúlkunum áöur en ég réöi þær...”. „.. Og svo mættist óskapnaöurinn á miöju blaöinu ...” „. fór meö níu bænir á hverju kvöldi, þar til ég var 15 ára...” „... tii aö skora mörkin veröur maður aö ryöjast i gegnum varnir Viðtal: Guðjón Amgrímsson Myndir: Friðþjófur Helgason

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.