Helgarpósturinn - 18.05.1979, Page 8
8
Föstudagur 18. maí 1979. —helgarpásturinn..
____helgar
pásturínn—
Utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjati
semer dótturfyrirtaeki Alþýðublaðsin:
en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björr
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf
steinsson
Blaðamenn: Aldis Baldvinsdóttir,
Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur
Bergmundsson, Guðmundur Arni
Stefánsson
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason
Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðardóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Dreifingarsfjóri: Sigurður Steinars-
son. Ritstjórn og auglýsingar eru að
Siðumúla lt, Reykjavik. Sími 81866.
Afgreiðsla að Hverf isgötu 8— 10. Sím-
ar: 81866, 81741, og 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr.
3000 á mánuði. Verð i lausasölu er kr.
150 eintakið.
Af hamstri
Ég er á móti hamstri.
Þótt hamstur eigi sér
langa hefð i mannkyns-
sögunni, er það ekki sá
þáttur mannlegs eðlis
sem mér þykir tilkomu-
mestur. Gyðingar
hömstruðu, söfnuðu
korni til hörðu áranna og
i islendingasögum segir
einatt frá góðum bú-
mönnum, digrum bænd-
um, sem voru auðvitað
ekkert annað en bévít-
ans hamstrarar. Snorri
karlinn Sturluson var til
dæmis i þessum hópi.
Núna I vikunni gekk enn eitt
hamsturævintýrið yfir. Þegar ég
kom í búðina mina fyrr i vikunni,
sá ég strax að verulega var af af-
reiðslukonunni dregið og i ljós
kom að yfir hana hafði dunið
skömmu áður holskefla hamstr-
ara. Þetta var i þann mund sem
mjólkurfræðingarnir voru að
hefja launað verkfall sitt, og
mjólkin hvarf eins og dögg fyrir
sólu — fyrst auðvitað nýmjólkin,
súrmjólkin ekki fyrr en siðdegis
en mysan og skyrið kláruðust
ekki fyrr en daginn eftir.
Kona sem var dálitið á undan
mér I röðinni hvarf á brott úr búð-
inni með siðustu 14 litrana af
mjólk. Við hin urðum að láta okk-
ur lynda appelsinu- og epiasafa
frá Trópikana og Flóridana.
Þegar keriing hvarf hnakkakert
út um búðardyrnar með 14 litrana
sina, datt mér i hug hið forn-
kveðna — að hinir fyrstu verða
siðastir og hinir siðustu fyrstir —
og vonaði heitt að verkfaliið
leystist daginn eftir, svo að kerl-
ing sæti upp með 14 litra af siírri
mjólk.
Mér hefur ekki orðið að von
minni. Mjólkurfræðingar eru þess
vegna ekki hátt skrifaðir hjá mér
þessa dagana — þeir á iaunum en
ég mjóikurlaus. En þá datt inn á
borðið til min dálitil visa frá ein-
hverjum ónafngreindum velunn-
ara, sem ber greinilega áþekkar
tiifinningar i brjósti og ég sjálfur
og ég læt fljóta hér með i
hefndarskyni:
j
Afar fróðlegt er að kanna
aðgerð mjólkurfræðinganna.
Þeir ætia að vinna 1 verk-
fallinu I
að viðhaidi á smjörfjailinu.
Kæra þökk. _
______ ___________ BVS j
Sömu orðin óma nú I söium
stjórnarráðs vors og i Krón-
borgarkastala forðum er Haml-
et danaprins giimdi við lifsgátu
sina, sem löngu frægt er orðið
og klassiskar heimsbókmenntir.
Að vera eða ekki, það er þessi
spurning. Hversu langiif gliman
I stjórnarráðinu verður á siðum
Islandssögunnar, eða i vitund
landsmanna, er óvitað enn, hitt
er vist, að fyrirferðarmiklar eru
frásagnirnar þessa dagana á
siðum dagblaðanna.
Kikisstjórnin sem enginn sá
fram á i kosningabaráttunni i
fyrrasumar, og sú, sem enginn
raunverulega vildi taka þátt i
þegar til kom, brýtur nú heiiann
um það sama og Hamlet I fyrnd-
inni. Og valið er vissulega erfitt
sé sólarhæðin tekin með hinum
pólistiska spekúla ntssexta nti.
Hamlet sagði: „Mun drengi-
legraaðþola iilrarauðnu, grjót-
fiug ogörvar, eða taka vopn sin
i móti hafsjó hörmunganna og
gjöra svo enda á þeim með
valdi? Deyja, — sofa, — aiit bú-
ið”.
Þessi sömu orð leggjum vér I
munn ráðherranna eins og átta
og bætum við: „Og láta ihaldið
hirða af okkur verkalýðs-
hreyfinguna, hreinan meiri-
hluta á þingi, ráða öliu, alit bú-
ið”.
Hamlet: ,,.... og vita að værð-
in endar allt sálarstrfð og ótal
þúsund þrautir.sem holdiðá og
erfir, þvilik afdrif er vert að
biðja um af hrærðu hjarta. Að
deyja, — sofa — sofa— dreyma
kannske? Hér kemur hængur”.
Ráðherrarnir: ,,Já, dreyma.
Dreyma kannske. Dreyma
hlýðna og auðtrúa alþýðu þessa
TO BE OR NOT TO BE
lands: Hafnarkarlana I nan-
kinsbuxum, fiatningskerl-
ingarnar með hvitu s vunturnar,
einstæðu mæðurnar I dag-
heimilisleit, eða rikisstarfs-
mennina með glansandi buxna-
rass og trosnaðan flibba: Fólkið
sem trúði á rauða rós og kreppt-
na hnefa, slagorðin um
samningana I gildi, blóðrennslið
úr burgeisunum, afhjúpun
neðanjarðarsvikamyllunnar og
frið á jörðu. Dreyma striðs-
hrjáða hjörð launamanna, sem
eftir langvarandi styrjöld við
óvinveitt ríkisvald tók baráttu-
glöðu rauðliðunum opnum örm-
um og fylkti sér undir merki
þeirra gegn kaupránsflokkun-
um og bar sigur úr bitum.”
Vist er vistin hörð I stjórnar-
búðunum núna. Kikisstjórnin,
sem aldrei átti að verða, en
varð, getur nú hvorki verið, né
verið ekki. óttinn viö óverð-
skuldaða sigurgöngu ráðþrota
og duglausrar stjórnarand-
stöðu, sem auk þess veifar
hákarl
sverði kapitalismans og otar
kuta hans af meira lauslæti en
áður, nagar og nistir, en
"kannskeer óttinn hver við ann-
an verstur. — Hver hefur fleiri
gylliboð á hendi. Hver biður bet-
ur I siðdegispressunni. Hver er
fimastur að hanna launaþök og
hver strýkur boga gigju sinnar
fegurst á þakskegginu.
Og enn ein spurningin : Hven-
ær hætta nankins karlar nir,
hvitsvunturnar og þeir með
trosnuðu flibbana að trúa á
kraftaverkið, hvenær hrynur
ekki bara þakið yfir oss, heldur
einnig kornhlaðan sjálf, hvaðan
ausa átti af gnægtabrunni til
hinna soltnu að loknum kosning-
um.
Kona i Sviþjóð hefur nýlega
gefið út bók, þar sem hún færir
rök aðþvi að lygi sé stjórnmála-
mönnum eðlileg, þeir ljúgi bæði
sjálfrátt og ósjálfrátt. Ekki get-
um vér vænt okkar menn um
slikt. Hamlet sagði: „Samvisk-
an gerir gungur úr oss öllum, og
áræðisins hrausti heilsulitur
smábreytist svo I fölleitt
hugar-hik og athöfn hver, sem
heimtar móð og merg, nær eigi
framrás fyrir þeirri viðsjá, en
missir framkvæmd”.
Hitt er svo Ijóst, og hefur opin-
berast oss öllum lýðnum á sið-
ustu vikum, að til er maður sem
þorir og hefur kraft sinn að of-
an. Við ráðherrana segjum vér
þvi: Hættið að trúa d mátt
pulsunnar og fylkið yður meö
oss um hann. Þvi Jesús sagði
við Pétur: Gæt þú lamba
minna, hirð þú sauði mfna. Og
nú er hann kominn og rödd hans
ómarum landsbyggðalla morg-
un hvern, ýmist á langbylgju
eða miðbylgju, já og llka á
últrabylgju. Af náðarbrunni
visku sinnar eys hann sann-
leikanum i blaðsíðnavis i mál-
gagni höfuðóvinarins dag
hvern. Bráðum verður kannske
gefið út aukablað með þessari
heQögu ritningu af hinu heilaga
striði. Þegar neyðin er stærst,
þá er hjálpin næst, og nú er hún
Pétur.
Hákarl.
JU, SANNARLEGA ER
FÁTÆKT í REYKJAVÍK
segir Guðrún Helgadóttir í samtali við Helgarpóstinn um greinina í síðasta blaði
t siðasta tölublaði Helgarpósts-
ins var þeirri spurningu varpað
fram, hvort fátækt fyrirfyndist I
Reykjavik. Talað var við ýmsa
opinbera starfsmenn, sem annast
félagslega aðstoð og bar þeim öll-
um saman um, að miklu meiri fá-
tækt væri I höfuðborginni en
menn almennt gerðu sér grein
fyrir, jafnt efnahagsleg sem
menningarleg, svo aö vel mætti
greina stéttamun meðal barna á
dagvistunarstofnunum. Helgar-
pósturinn sneri sér til Guörúnar
lielgadóttur, deildarstjóra I
Tryggingastofnun rikisins, og
spurði hana álits á þessu.
— Já, svo sannarlega er
fátækt i Reykjavík. Fátækl-
ingar skiptast i tvo greinilega
hópa: Þá sem ekkert eiga og
liða umtalsverðan skort, og
hina sem halda að þeir eigi
ýmislegt en skulda það allt sam-
an. Hvað litiö, sem fyrir kemur i
hinum siðarnefnda hópnum,
veltir gjörsamlega allri velmeg-
uninni á örskömmum tima.
Þjóðartekjurnar eru allar i vös-
um fámenns hóps auðmanna, hin-
ir, sem teknanna öfluðu, eiga ekki
neitt. Og eignist þeir eitthvaö, er
séð um að verðbólgan gleypi það.
Þetta gerist ekki, þaö er gert vis-
vitandi. Það skyldu rnenn gera
sér alveg ljóst.
— Og nú kemur eitthvaö fyrir.
Hvaða bætur greiðir þjóöfélagið,
þegar menn þurfa á opinberri for-
sjá að halda?
— Almannatryggingalöggjöfin
tryggir mönnum fébætur, þegar
sjúkdóma, elli eða dauðsföll ber
að höndum, og sá réttur skyldi
ævinlega kannaður fyrst. Fram-
kvæmd hennar annast
Tryggingastofnun rikisins og um-
boð hennar. Félagsleg ráðgjöf,
lausn á húsnæðismálum og öðrum
félagslegum vandamálum er
veitt á vegum bæjar- og sveitar-
félaga. Hér i Reykjavik annast
félagsmálastofnun þá afgreiðslu,
og slikar stofnanir eru i stærstu
bæjarfélögunum, en þar sem þær
eru ekki, ber fólki að snúa sér til
skrifstofu sveitarfélags sins.
Atvinnuleysisbætur greiðast úr
Atvinnuleysistryggingasjóði, sem
verkalýðsfélögin hafa umráð yfir.
— Eru möguleikar á aö fólk
sem á rétt á bótum úr trygginga-
kerfinu geti lent utan við kerfið af
einhverjum ástæðum?
— Já, vissulega. Þó vonum við
að með útgáfu upplýsingabækl-
inga og kennslu á vegum stofn-
unarinnar hafi veriö gert nokkurt
átak i að kynna fólki rétt sinn, en
um allar bætur almanna-
trygginga verður að sækja, og
það er vel hugsanlegt, að