Helgarpósturinn - 15.06.1979, Síða 3
—he/garpástúrihn._ Föstudagur 15. júní 1979
3
„Bjarna var skylt að
skýra frá greiðslunum”
„Ég tel mig hafa réttar
almennar hugmyndir um fjár-
reiður Alþýðuflokksins, en ég hef
enga þekkingu á smáatriðum,”
sagði Vilmundur Gylfason,
alþingismaður.
Munt þti beita þér fyrir því, að
farið veröi f saumana á fjár-
greiðslum Keflavlkurverktaka til
Alþýðuflokksins?
,,Já.”
Og hann bætti við :
,,Ég hef orðið var við að margir
kratar hafa sakað Bjarna P.
Magnússon, formann
Framkvæmdastjórnar flokksins,
um flokksleg óheilindi með þvi að
skýra frá greiðslum Keflavlkur-
verktaka. Ég tel hins vegar, að
Bjarni hafi ekki einasta gert rétt,
heldur hafi honum beinlínis verið
skylt að skýra frá þessu.”
Um það hvort honum væri
kunnugt um, að Alþýðuflokknum
hefðu borizt peningagreiðslur frá
öðrum fyrirtækjum sagði
Vilmundur-:
„Eina reynsla min i þessum
efnum er sú, að ég tel mig kunna
skil á smáatriðum i kosningafjár-
málum Alþýðuflokksins fyrir
slöustu Alþingiskosningar. Náinn
samverkamaður minn, Jóhannes
Guðmundsson, var fjármálastjóri
kosni ngabaráttunnar. Ég
fullyröi, að þar var allt hreint og
klárt.”
En hver er almenn afstaöa þln
til þess, að fyrirtæki styrki
stjórnmálaflokka?
„Það, aö fyrirtæki styrki
stjórnmálaflokka, þarf út af fyrir
sig ekki að vera óeðlilegt. En
tryggingin fyrir þvi að ekki sé
verið að gera i staðinn subbu-
greiða á bak við tjöldin er sú, að
öll slik starfsemi, I þessu tilfelli
fjármunatilfærslur, fari fram
fyrir opnum tjöldum. Þannig á
alluralmenningur, þar meðtaldir
blaðamenn, að geta gert sínar
kannanir og dregið sinar ályktan-
ir, ef ástæða er til að spyrja um
eitthvað. Og þá er ég að tala um
að spyrja i jákvæðum skilningi
vegna þess að það að spyrja um
eitthvað jafngildir ekki yfirlýs-
ingu um glæpastarfsemi, sem er
þvi miður Framsóknarskilningur
alltof margra.”
Vilmundur kvað já við, þegar
Helgarpósturinn spuröi hann
hvort gera ætti stjórnmála-
flokkana bókhaldsskylda.
SteingrímurHermannssoMormaðurFramsóknarflokksins:
„Alltaf blankheit
og vandræði...”
' „Ég tei út af fyrir síg ekki
rangt, að fyrirtæki eöa ein-
staklingar leggi fé til stjórnmála-
flokka. Það á þá að vera opinbert
og alveg Ijóst. Eigendur fyrir-
tækja hljóta að gera það upp við
sig hvort þeir vilja gera það. En
það á þá ekkert að vera að fela
það þá.”
Við spurðum Steingrim hvort
Framsóknarflokknum bærust
peningar frá fyrirtækjum.
„Nei, ekki nema þá, að þeir
kaupi happdrættismiða og þess
konar hluti.”
„Nei, ekki svo ég viti. Ég fylgist
ekki með þvi. Ég veit bara, að það
eru alltaf blankheit og vandræði
og við getum aldrei haft það
starfslið, sem viö þurfum að hafa'í
Um það hvort hann væri
hlynntur þvi, að settar yrðu
reglur um fjármái flokkanna og
þeir gerðir bókhaldsskyldir, sagði
Steingrímur:
„Já, ég er hlynntur þvi.”
eftir Halldór Halldórsson
stiúrnarrAdsmenn
MISSA ÚDVRA VÍNID
Eins og Dagblaðið hefur skýrt
frá að undanförnu njóta starfs-
menn I Stjórnarráðinu sérstakra
áfengisfrlðinda, sem felast í þvi,
að hver starfsmaður getur keypt
einu sinni á ári tvær flöskur af
áfengi á spottpris, 3000 krónur
samtals að þessu sinni.
Tómas Arnason, fjármálaráö-
herra, staðfesti það I samtali við
Helgarpóstinn, að þessi áratuga
gamla hefð verði iögð niður.
„Ég hef tekið ákvörðun um, aö
þetta verður lagt niður og þvi
verður ekki breýtt nema með
ákvörðun nýs ráðherra” sagði
Tómas.
Þessi sérréttindi stjórnarráðs-
manna, um 300 talsins hafa þótt
óeðlileg og verið gagnrýnd á
undanförnum árum.
Helgarpósturinn spurði Tómas
hvort hann hefði nýtt sér þessi
kostakjör á áfengi i kjallara
Arnarhvols og sagði hann svo
ekki vera.
Forsaga þessara áfengissér-
réttinda er sú, að hér á árum áður
fóru stjórnarráðsmenn i sumar-
leyfisferðir, sem stjórnarráðið
kostaði og með i pakkanum
fylgdu tvær ódýrar áfengisflösk-
ur.
Ferðirnar voru siðar lagöar
niður, en „nestinu” fengu starfs-
menn stjórnarráösins hins vegar
að halda.
— HH.