Helgarpósturinn - 30.11.1979, Side 6
6
Föstudagur 30. nóvember 1979 -helgarpásturinn-
Að eiga pabba í pólitík
Hinar svokölluðu ,/Opin-
beru persónur" hvers
lands, stjórnmálamenn
einkum og sér í lagi, eiga
við það að búa, að fólk
gleymir að þeir eru ekki
bara stjórnmálaverur,
heldur líka menn. Alveg
eins og „venjulega" fólkið.
Og alveg eins og venjulega
fólkið bera stjórnmála-
menn eflaust alveg eins
mikla umhygg ju fyrir
heimili sínu og því sem þar
gerist, eins og atvinnunni.
Jafnvel þó verðbólgan sé
mikil.
Helgarpósturinn ræddi
við börn fjögurra stjórn-
málamanna, eins úr hverj-
um flokki náttúrlega, um
viðhorf þeirra til atvinnu
og áhugamála feðranna,
því nú fara í hönd tvennar
hátíðir, — annars vegar
barnanna, þ.e. jólin og hins
vegar stjórnmálamann-
anna, þ.e. kosningar. Og ef
einhver skyldi hafa verið á
öðrum hnetti, þá er líka
barnaár, sem senn rennur
sitt skeið.
Rúnar Stanley: „Minnstur.”
„Hef ekki hug-
mynd um það7’
— segir Rúnar
Stanley
Sighvatsson
„Éghefekkihugmynd um það”
svaraði Rúnar Stanley Sighvats-
son snaggaralega þegar hann var
spurður hvernig það væri að vera
sonur stjórnmálamanns. Sjö ára
syni Sighvats Björgvinssonar
virðist hafa verið kennt að af-
greiða blaðamenn.
Hann játaði þó að eiga fjögur
systkini. „Minnstur” var svo
svarið þegar hann var spurður
hvar hann væri i röðinni. Hin
systkinin eru 16, 12 og 11 ára.
Rúnar Stanley var einn heima að
leika sér þegar Helgarpósturinn
ónáðaði hann, og likaði augljós-
iega illa að vera truflaður.
— Hvað finnst þér skemmtiieg-
ast að gera?
„Leika mér”
— Ferðu einhverntima i stjörn-
málaleik?
„Nei, aldrei.”
— Langar þig að verða stjórn-
málamaður þegar þú verður
stór?
„Kannski.”
— Langar þig að verða eitthvað
annað en stjórnmálamaöur?
„Ég veit það ekki.”
— Hefur þér verið strítt vegna
þess að pabbi þinn er oft I sjón-
varpinu?
„Nei”
— Hvar er pabbi þinn núna?
„Ég veit þaö ekki. HELGA!
HVAR ER PABBI? Systir mln
var að koma heim. Isafirði held
ég. ISAFIRÐI? Já, Isafirði.”
Helga: „Mig langar eiginlega
ekkert að fylgjast með þessum
stjórnmálaumræðum”
„Engan áhuga á
stjórnmálum”
- segir Helga
Arnalds
„Ég held það sé bara venju-
legt” sagðiHelga Arnalds, 12 ára
dóttir Ragnars Arnalds, við
spurnmgunni hvernig það sé að
vera dóttir stjórnmálamanns.
Hún sagðist litið fylgjast með
stjórnmálum, hefði eiginlega
engan áhuga á þeim. „Ég veit
ekki hvort ég mundi kjósa, eða
hvað ég mundi kjósa, ef ég hefði
kosningarétt” sagði hún. „Lik-
lega mundi ég þó kjósa Alþýðu-
bandalagið, en það væri þá bara
vegna þess að pabbi minn er i
þvi.”
HUn sagðist stundum sjá pabba
sinn i sjónvarpinu, en vildi litið
gefa Utá frammistöðuna. „Mig
langar eiginlega ekkert til að
fylgjast meö þessum stjórnmála-
umræðum” sagði hún. „Égvil oft
gera eitthvað annað.”
Helga sagðist ekkert hafa orðið
vör við áreitni fé'aganna vegna
þess að pabbi hennar væri frægur
maður. „Mínir íélagar myndu
ekki láta þannig” sagði hún.
Þegar hún var að lokum spurð
hvort pabbi hennar væri ekki litið
heima svaraði hún játandi —
hann væri aldrei heima þessa
dagana. Ástæðan væri aðallega
fundarhöld af ýmsu tagi, og svo
væri hann úti á landi núna.
Arna: „Af því pabbi er í honum.”
„Hann er bara
aldrei heima”
- segir Arna
Schram
Jón Garðar: „Framsóknar-
flokkinn, alveg örugglega.”
„Hef aldrei séð
hann
skammaðan”
- segir Jón Garðar
Guðmundsson
Arna Schram, eliefu ára dóttir
Ellerts Schram var ekki I vafa
um hvað hún myndi kjósa hefði
hún kosningarétt. Hún var spurð
hvort hún héldi með Sjálfstæðis-
flokknum, og svarið var skýrt og
skorinort: „Já”.
HUn sagði það annars ágætt að
vera dóttir stjórnmálamanns.
„Hann er bara aldrei heima”
sagði hUn hinsvegar þegar hún
var spurð hvort hann væri ekki
mikið Uti.
HUn var sammála hinum
krökkunum sem hér er rætt við,
að félagarnir striddu ekki þótt
pabbi hennar væri oft i sjónvarp-
inu oghinum fjölmiðlunum. „Mér
finnst hann stundum skemmtileg-
ur” sagði hún þegar hún var
spurð um frammistöðu pabbans i
sjónvarpi.
— Heldurðu að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni kosningarnar?
„Vonandi”
— Af hverju?
„Bara...” sagði Arna, en bætti'
svo viö: ,',Af þvi pabbi er i hon-
um.”
„Það er ágætt” svaraði Jón
Garðar Guömöndsson, ellefu ára
gamall sonur Guðmundar G.
Þórarinssonar, þegar Helgar-
pósturinn spurði hann hvernig
það væri að eiga stjórnmálamann
fyrir pabba.
Jón Garðar sem á tvö eldri
systkini og eitt yngra, kvartaði þó
ekki yfir þvi að pabbi hans væri
mikið að heiman. „Ég sé alveg
nóg af honum” sagði hann. NUna
uppá siðkastið sagði hann þó að
mikið hefði verið að gera.
„Það hlýtur aö fara að
minnka” bætti hann við, „nema
hann verði þingmaður”. Og það
þurfti varla að spyrja Jón Garðar
að þvi hvort hann vildi að pabbi
hans kæmist á þing. „Auövitað vil
ég helst að hann komist á þing”
sagði hann.
Hann sagðist ennfremur vera
farinn að venjast þvi að sjá pabba
sinn stöðugt i blöðunum og sjón-
varpi. „Þegar þetta byrjaði var
ég svo litill aö ég áttaöi mig ekk-
ertá þvi” sagöihann, „en núna er
þetta allt i lagi.” Þegar hann var
spurður hvort honum fyndist ekki
leiöinlegt þegar veriö væri að rif-
ast og skammast i pabba hans í
sjónvarpi svaraði hann stutt og
laggott: „Ég hef aldrei séð hann
skammaðan.”
Stjórnmálaskoðunin var lika
alveg á hreinu. Hann var ekki i
vafa hvaða flokk hann mundi
kjósa ef hann hefði kosningarétt:
„Framsóknarflokkinn, alveg
örugglega” sagði Jón Garðar.
eftir Guðjón Arngrímsson myndir: Friðþjófur