Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.11.1979, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Qupperneq 13
13 helgarpósturinrL- Föstudag ur 30. nóvember 1979 0 Sovétmenn eru sagðir viður- kenna það i einkaviðræðum, að mikill skortur verði á hótelrými fyrir erlenda gesti á Ó lympiu- leikunum næsta sumar. Þeir gera ráð fyrir að gestirnir verði um 250 þúsund, en gistirými er aðeins fyrir 60 þúsund i Moskvu. Aætlað var að byggja hótel og gisti- heimili fyrir um 30 þúsund manns, en þær framkvæmdir eru nú langt á eftir áætlun. 1 örvæntingu sinni hafa sovésk yfirvöld ákveðið að færa próf i háskólunum til maimánaðar, en venjulega eru þau i júli, þannig að þá losna stúdentagarðar. Þá verða sove'skir gestir og gestir frá hinum sósialisku löndunum að gera sér það að góðu að fara á stúdentagarðana, en ekki á hótel eins og þeir höfðu upphaflega gert ráð fyrir. Þær sögur hafa gengið erlendis, að Sovétmenn hafi ætlað að banna börnum að vera i Moskvu á meðan á leikunum stæði. Það er ekki rétt. Þeir hafa spurt foreldra hvort börn þeirra verði i sveit um sumarið, þvi að ef svo er, þurfa yfirvöld á rúmum þeirra að halda fyrir gesti Ólympiuleikanna. • Hinn fallni einvaldur i Miðafrikulýðveldinu, Jean Bedel Bokassa, er gjaldþrota. Fyrir nokkrum árum eyddi hann um tiu milljörðum Isl. krónum I eigin krýningarathöfn. „Ég á ekki grænan túskilding”, sagði Bokassa nýverið I samtali við franska blaðið l’Aurore fyrir stuttu. „Ég tóri vegna þeirrar gestrisni sem ég nýt hér á Fila- beinsströndinni”, sagði hann, en þar hefur hann veriö landflótta siðan honum var steypt af stóli 25. september sl. Hann sagði við blaðið, að hann sé búinn að loka bankareikningi sinum i Frakk- landi, þvi hann sé tómur. Eignir hans i Frakklandi eru honum ekki mikils virði, þvl franska rikið hefur lagt hald á þær á þeim forsendum aö Bokassa hafi keypt þær fyrir peninga franskra skattborgara. Frakkland veitti stjórn Bokassas þróunarhjálp árum saman... 0 Þeir lifa ekki allir hátt og flott, stórmennin i stjórnmála- heiminum. Fyrrum utanrikisráð- herra Israel Moshe Dayan er gott dæmi um slikan. Þegar hann sagði starfi sinu lausu, fyrir skömmu lét hann eftirtalin orð falla. „Ekki veit ég hvaö ég kem til með að gera, en eitt er vist að ég tek mér ekki fri. Ég hef ekki misst dag úr vinnu á 30 ára ferli minum innan hersins og i pólitik- inni. Ég hef aldrei farið með konu mina og börn i leyfi á eitthverí hótel eða niður að sjó og mun ekki byrja á þvi núna. Mér myndi leiðast slikt aðgerðarleysi og fengi að auki móral þegar ég eyddi peningum minum i slikan óþarfa.” En hvað skyldi konan hans og börnin segja um þennan nánasarskap? Það fylgir ekki sögunni, en eitt er vist: Moshe Dayan er eflaust i vinnunni nú á þessari stundu — og verður - væntanlega næstu árin. A.m.k. er hann ekki i frii, það geta menn greinilega reitt sig á... 0 Fyrrum forsætisráðherrar geta átt von á þvi að þurfa að taka að sér alls konar störf, eins og að vera stjórnendur i samræðu- þáttum, en afsettir forsetar virðast eiga auðveldara með að finna sér störf, þar sem þeir geta haldið fyrri lifsstil sinum. James Mancham, fyrrum for- seti Seychelles eyja hefur komist að sem einhvers konar fyrirlesari á hinu glæsilega farþegaskipi Linblad Explorer, en skip þetta er nú á ferð um Micronesiu eyjarnar i Kyrrahafi. Sagt er að forsetinn fyrrverandi muni aðallega fjalla um smá eyjar I fyrirlestruin slnum, en hann er að sögn sér- fræðingur i þeim efnum... Landssmiðjan SÖLVHÓLSGÖTU-101 REYKJAVIK SÍMI 20680 TELEX 2307 /slensk hönnun ís/ensk fram/eiðs/a Ávallt fyrirliggjandi lollpressui af öllum stæráum Veggsamstæöur í miklu úrvali ásamt fjölda annarra húsgagna SENDUM UM LAND ALLT jS&F Á. GUÐMUNDSSON Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 JttlasCopco LANDSSMIDJAN annast viðgerðaþjónustu á öllum tegundum loftverkfæra og tækja. Ef óskaS er sjáum viS einnig um fyrirbyggjandi viðhald. Auglýsingasími Helgarpóstsins 8-18-66 jóLaindirbúningurinii lieikt: Eru jólin vandamál á þínu heimili? Ertu ef til vill ein þeirra, sem kappkostar að hafa heimilið hreint og fallegt, áður en jólahátíðin gengur í garð? Þá ert þú sennilega líka ein þeirra sem leggja sig alla fram við hreinsun og hreingerningar í jóla- mánuðinum og sennilega ein þeirra, sem er alveg örmagna, þegar sjálfur jólaundirbúningur- inn hefst - og svo geturður ekki notið sjálfrar jólahátíðarinnar fyrir þreytu! Við leggjum til, að þú leysir þetta vandamál með því að mála - já, mála íbúðina með björtum og fallegum Kópallitum. Með Kópal sparast ótrúlega mikið erfiði - og heimilið verður sem nýtt, þegar sjálfur jólaundirbúningurinn hefst. Jólaánægjan verðurtvöföld, þegar þú átt þess kost að njóta hennar án streytu og strengja. IMípll f C—JaO • -X -g málninghlf

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.