Helgarpósturinn - 30.11.1979, Side 28

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Side 28
—ne/garpústurínrL. Föstudagur 30. nóvember 1979 # Altalaö er í borginni um þessar mundir aö Rolf Johansen heild- sali sé búinn að selja villuna sina i Laugarásnum, þessa meö finu bogagluggunum. Kaupverðið er sagt hafa veriö 170 milljónir króna en kaupandinn er Ingólfur Guöbrandsson, feröaskrifstofu- forstjóri. Hann átti fyrir einbýlis- hús i Laugarásnum, sem metiö er á 100 milljónir... 0 Matthias A Mathiesen, fyrrum fjármálaráöherra og efsti maöur sjálfstæöismanna i Reykjanes- kjördæmi, hefur eins og fleiri frambjóðendur veriö á þeysireiö um kjördæmið og haft beint sam- band við kjósendur á vinnustöð- unum. Um daginn kom hann til dæmis i fiskvinnslustöö i Sand- gerði. Hann haföi dressað sig sér- staklega upp fyrir feröina, fengið sér köflótta skyrtu og ný stigvél til að vera sem alþýðlegastur. Svo ávarpaöi hann fólkið, hélt þrum- andi tölu um leiftursóknina og málaði ástandið i verðbólgu- og efnahagsmálum ekki björtum lit- um eftir 13 mánaða setu vinstri stjórnarinnar og sagði svo að lok- inni ræðu sinni að menn hlytu að hafa einhverjar fyrirspurnir eftir slika útlistun. En Matthias fékk aðeins eina fyrirspurn og hún var svona: „Hvar fékkstu þessi stig- vél, Matthías?...” #Annars auglýstum við eftir andófi frá sjálfstæðismönnum i siðasta blaði út af allri illkvittn- inni i þeirra garð og bröndurun- um sem voru þá á þeirra kostnað. Nú hafa sjálfstæðismenn aðeins andæft — i formi happdrættis miða. Þeir hafa gefið út happ- drættismiða i nafni vinstri stjórn- arinnar. Þar er fyrsti vinningur 81% verðbólga, 2. vinningur: At- vinnuleysi og 3. vinningur: Land- flótti 2000 manna auk aukavinn- inga, sem eru skattar af ýmsu tagi, alls að verömæti 19.900 mill- jarðar króna. Nokkuð sniðugt hjá þeim... # Þráinn Bertelsson, dag- skrárgerðarmaður hjá sjónvarp- inu og HP-skribent, stóð nýverið fyrir fyrsta almennilega banka- ráninu á Islandi. Aðferð og árangur munu birtast á skjánum á laugardaginn i næstu viku i þætti sem nefnist Leiftursókn... # Nokkrir ungkratar eru nú að undirbúa útgáfu nýs timarits um stjórnmál og menningarmál, sem hefja á göngu sina á næsta ári. Timaritið á aö vera formlega óháð Alþýðuflokknum og samtök- um innan hans en mun væntan- lega túlka kratasjónarmið fyrst og fremst. Ritstjórar timaritsins, sem ekki hefur enn hlotið nafn, eru Kjartan Ottósonog Hilmar S. Karlsson, og er ráðgert að það komi út þrisvar á ári... ®A Akureyri munu einnig nokkr- ir ungir menn, tengdir krötum vera með áform uppi að setja þar á stofn nýtt blað, sem hlotið hefur nafnið Bæjarpósturinn. Þessir aöilar hafa undanfarið rekið Al- þýöumanninn og haft af þvi nokkrar tekjur sem ætlunin er að verja til kaupa á setningar- og prenttækjum fyrir nýja blaðið, sem á að vera sjálfstætt og óháð og koma út á mánaðarfresti. Fyrsta blaðsins er aö vænta ein- hvern timann upp úr áramótum... #1 höfuðstað Norðurlands eru menn lika einna iðnastir við að kasta fram stökum i kosninga- baráttunni og hér koma tvær slik- ar sem Helgarpósturinn heyrði á dögunum. Hin fyrri er um sjálf- stæðismenn og LSD framboð þeirra: Viman ginnir valdaþyrsta, veiðast gildru slægri. Aleinn Sólness arkar fyrsta öngstræti tii hægri. Hin visan er eignuð ráðhúsverði Akureyringa, Rögnvaldi Rögn- í þessari bók fjallar Hannes Pétuxs- son um líf og list Jónasar Hallgrims- sonar. Bókin er reist á vandlegri könnun heimilda og snilldarvel rituð. „Lestur bókarinnar er skemmtun og hátíð sem heldur áfram allt kvöldið og alla nóttina...“ (J.S./Tíminn). „Útkoma Kvæða- fylgsna er mikill bókmenntalegur viðburður." Q.Þ.Þ./Tíminn). „Eins og vænta mátti er öll bók Hannesar hin læsilegasta enda skrifar þar skáld af umhyggju og ástúð um annað skáld.“ (H.P./Helgarpóstur- inn). „. . . ýmis erindi, bundin i erindi, öll brýn. Eg geng þeirra hér í kverinu og á þau við lesarann.“ - Þessi orð kétur Þórarinn Eldjám fylgja hinni nýju kvæðabók sinni. Þórarinn á stærri lesendahóp en flest önnur samtimaljóðskáld. Sá hópur verður ekki fyrir vonbrigðum með þennan beitta og skemmtilega kveð- skap. Thor Vilhjálmsson rURNLEIKHÚ SIÐ Þetta er heildarútgáfa á ljóðum Stefáns Harðar, eins sérkennilegasta og listfengasta skálds samtíðarinnar. Hér er hin torgæta fyrsta bók skáldsins, GLUGGINN SNÝR í NORÐUR, einnig SVARTÁLFA- DANS og HLIÐIN Á SLÉTT- UNNI. Bókin er prýdd myndum eftir Hring Jóhannesson og til útgáfúnnar vandað eftir fongum. „. . . ber vott um stolt og virðingu fyrir ljóðinu.“ (H.P. /Helgarpósturinn). Þetta er fyrsta bókin í flokki sagna um rannsóknarlögreglumanninn Margeir. Nýjung á íslenskum bóka- markaði. GATAN LEYST er spennandi saga sem gerist í Reykja- vík og á Akureyri og leikurinn berst til Spánar. Umihverfið allt kunnug- legt og greint frá atvikum sem standa okkur nami. Auður Haralds HVUNNDAGSHETJAN Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin böm Ný skáldsaga eftirThor Vilhjálms- son, einn leiknasta prósahöfúnd vor á meðal. Lesandinn er leiddur að tjaldabaki í leikhúsi áður en sýning hefst. Við erum stödd í kynlegum heimi þar sem mörk draums og vöku eru numin burt. Þetta er sýnishom af stílgaldri höfundar sem vafalaust þolir samanburð við hina fremstu meðal evrópskrar samtíðar sinnar. Haraldur Jóhannsson PÉTUR G. GUÐMUNDSSON og upphaf samtaka alþýðu Þessi bók fjallar um einn stofiienda Dagsbrúnar og helsta forustu- mann í verkalýðsbaráttu á upphafs- skeiði hennar. Markvert framlag til verkalýðssögu á Islandi. MANASILFUR Gils Guðmundsson valdi efhið Hér er að finna úrvalskafla úr íslenskum endurminningum og sjálfsævisögum og er fyrirhugað að safnið verði í nokkrum bindum. í bókinni eru fjölbreytilegar frá- sagnir eftir fólk úr ýmsum stéttum, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til núlifandi manna. Bráðskemmtileg bók og fróðlegt sýnishom íslenskrar frásagnarlistar. Jón tspólín og Éinar Bjamason SAGAFRÁ SKAGFIRÐINGUM IV. bindi Með þessu bindi lýkur útgáfu hins stórmerka heimildarrits um tíðindi, menn og aldarhátt í Skagafirði 1685-1847. Aftast er nafnaskrá yfir öll bindin sem einnig tekur til skýringagreina. Egill Egilsson SVEINDÓMUR Saga úr Reykjavík, lýsir lífi drengs á unglingsaldri, heima og í skóla. Hver em þau uppeldis- og þroska- skilyrði sem samfélagið býr honum? Áleitin og ögrandi bók, rauntrú lýsing á umhverfi okkar sem ekki verður vísað á bug. Tímabært innlegg til umræðna um kjör bama í samfélaginu. Ólafúr Jónsson LÍKALBF Úrval blaðagreina Ólafs Jónssonar um samtímabókmenntir frá árunum l%3-79. Athyglisverð heimild um viðbrögð við nýjurn bókmenntum: í þeim er LÍKA LÍF. Bók fyrir áhugasama lesendur. Óvenjuleg reynslusaga, opinská og hispurslaus enda hefur hún þegar sætt miklum tíðindum: „.. . allmikil nýlunda í íslenskum bókmenntum. . m.a. um rétt konunnar til að lifa óþvinguðu kynlífi... Auður Haralds er ágastlega ritfær höfundur.“ (H.P./ Helgarpósturinn). „Ég spái að bók þessi veki verðskuldaða athygli." (E.J./Mbl.) valdssyni og þar segir frá Þor- steini Jósafatssyni, fyrrum höfuðpaur Samtakamanna nyðra en sem nú hefur lýst fylgi viö Framsókn, þó að hann léti það fylgja með að honum væri ósárt um þótt einhverjir flokksbræður hans færu yfirá Alþýöubandalag. En visan er svona: Ennþá rokka atkvæðin, ýms þó nokkuö loðin, meöan flokkaflakkarinn fer i kokteilboðin. ® ólafur Jóhannesson hefur nú á lokaspretti kosningabaráttunnar lent I hálfgerðum ógöngum út af ummælum sinum — annars vegar þess efnis að hann taki hugmynd- um um forsetaframboð ekki viös- fjarri og hins vegar um hitaveitu- mál Reykvikinga. Andstæðing- arnir notfæra sér þetta óspart. Nú er t.d. sagt aö framsóknarmenn séu svo ánægðir með hvernig þeim hafi gengið að selja Ólaf inn á reykviska kjósendur, aö þeir séu staðráðnir i þvi að selja hann islensku þjóöinni einnig — sem forseta. Þegar sé búið aö setja á laggirnar undirbúningsnefnd til að safna meðmælendum, sem nefndin sé nú byrjuð aö dreifa og þar sé efstur á blaði... ja, hver haldiðþið — auðvitað Guðmundur G. Þórarinsson... # Dla er komið fyrir fjárhag ÞjóðleikhUssins um þessar mundir, enda tók fjárveitinga- valdið að venju litið tiUit til óska stjórnar leikhússins um fjáryeit- ingar á þessu ári. Nú mun svo komið að hugsanlega þurfi aö loka leikhúsinu þvi ekki eru til peningar til launagreiðsla um þessi mánaöamót. Ekki er ljóst hvort til sliks örþrifaráðs þarf að gripa i þessari helstu menningar- stofnun þjóðarinnar, eða hvort núverandi bráðabirgðastjórnvöld bjarga málinu i horn með ein- hverjum hætti, en samskonar ástand hefur skapast a.m.k. tvi- vegis áður. Ella verður Þjóðleik- húsið væntanlega lokað i næstu viku.... # Enn berast fregnir af upp- sögnum blaðamanna á dag- blaðinu Visi, en þær fara að nálg- ast tuginn á þessu ári. I haust hafa tveir af reyndari Blaða- mönnum Vísis, Óli Tynes og Kjartan Stefánsson sagt upp störfum til að veröa ritstjórar hjá Frjálsu framtaki, og nú hefur sá þriðji, Sigurveig Jónsdóttir, sem unnið hefur á blaðinu um árabil og m.a. stjórnað skoðana- könnunum þess, sagt upp frá og með 1. febrúar. Hún mun hyggja á „free-lance” störf i faginu... #Að siðustu fáeinar athuga- semdir við smáfréttirnar i siðasta blaði. Það var rangt að þotu Air Bahama hefi verið lagt vegna vanskila við japanskt félag þaðan sem vélin var fengin á kaupleigu- samningi. Vélin var i klössun... Guðrún Jónsdóttirforstöðumaður Þróunarstofnunar neitar þvi að krafa um hugmyndasamkeppni um skipulag Grjótaþorps hafi nokkru sinni komið upp meðan hún var i forsvari Arkitekta- félagsins... Og Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi hringdi og kvað þaö ekki koma heim og saman við liðlega 20 ára prest- skap hans i Keflavik og Kefla- vikurflugvelli að flestar stúlkur sem giftust Bandarikjamönnum væru af Suðurnesjum.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.