Helgarpósturinn - 14.12.1979, Page 5

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Page 5
5 Jielgarpósturínn. Föstudag ur 14. desember 1979 Steinbítsroð í skó og töskur: Er það framtíðin? Það hefur löngum þótt fint að eiga skó eða töskur úr krókó- óflsskinni eða slönguskinni. Lit- ið liefur verið á slika hluti sem stöðutákn. En nií eru margar af þeim tegundum skriðdýra, sem notaðar hafa verið til að prýða hefðarkonur, i hættu komnar vegna ofveiðiog mörglönd, þar á meðal Indland, hafa hannað Utflutning á skinnum þeirra. Þá eru góð ráð dýr, þvi finna I verður eitthvað i staðinn. Sú | dýrategund, sem menn binda vonir sinar við um þessar mundir, er enginn annar en steinbiturinn. ttalir hafa fundið aðferð til þess að vinna roð fisksins þannig að úr þvi verði sterkt leður. ttalir sjá einungis um forvinnslu roðsins, sem þeir kaupa frá Danmörku, en senda þaðsiðan til Englands, þar sem það er full unnið. Bretar hafa breytt nafni fisks- ins til þess að fæla fólk ekki frá, og kalla hann nú Sæúlf, eftir latnesku heiti hans. Um leið og fólk heyrir að þetta er roð af fiski, þefar það af þvi, en lyktin er eins og af venjulegu leðri. Fyrstu vörurnar úr steinbits- roði eru væntanlegar á markað i Bretlandi fyrir þessi jól. Stóra spurningin er hvernig neytend- ur munu taka þessari nýjung. Framleiðendur hafa tekið þessu misjafnlega. Flestir kunna vel að meta útlitið, en það heillar ekki eins og skinn hættulegri dýrategunda. tslendingar munu ekki vera með öllu ókunnugir notkun fisk- roðs til skógerðar, þvi það tiðk- aðist hér fyrr á öldum, en ekki mun skófatnaðurinn sá hafa verið mjög endingargóður. I ljósi þess að tslendingar veiða á bilinu 10-15 þúsund tonn af steinbi'ti, sem mun gera um það bil fimm milljónir fiska, höfðum við samband við Björn Dagbjartsson aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra, og spurðum hann hvort fslensk yfirvöld vissu af þessum notk- unarmöguleikum steinbitsroðs- ins. Hannsagði,að þeirhefðu ekki ingarbylting, — að fólk sé að hverfa frá viski og bjórfyllirium og þeim groddaskap sem þvi fylg- ir, yfir i fágaðri drykkjusiði... heyrt getið um þessa notkun roðsins, en hins vegar hefði hann séðlampaskerma gerða úr steinbitsroði i Noregi. Þá sagði hann, að til væru i Noregi gaml- ar verksmiðjur, sem fram- leiddu lim úr roði, en taldi að varla borgaði að setja slikt upp nú. Hann sagði að það skaðaði ekki að skjóta fram svona hug- myndum, en hann hefði ekki minnstu hugmynd um hvort slikt svaraði kostnaði, ,,en það getur sjálfsagt allt komið til greina”, sagði Björn Dagbjart- sson. Ef tilraunir þær sem fram- kvæmdar eru i Bretlandi með steinbitsroðið gefa góða raun, ætti þarná að vera kominn enn einn möguleiki á útflutningi islenskra sjávarafurða. Nemá tslendingar setji sjálfir upp slikar verksmiðjur, gerist þeir stórhuga og nýti sitt hráefni einu sinni að fidlu sjálfir. Hver veit nema að eftir nokkur ár, verði islenskar hefðarkonur farnar að ganga i skóm og með veski úr alislensku steinbits- roði. —GB. FELDMUHLE Ijósritunarpappírinn fyrir spritt-, blek- og offsetfjölritun og Ijós- ritun á venjulegan pappír eykur gæði verksins og skilar betri árangri. Stæröir A-4 og A-3. Leitiö upplýsinga. Liosritun Höfum ávallt fyrirliggjandi Ijósritunar- pappír í flestar geröir Ijósritunarvéla. Ljósritum einnig skjöl, bækur o.fl., á venjulegan pappír og glærur meöan þér bíöiö. HVERFISGATA SKRiFSTQFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 ~ Simi 20560 'ISGATA I I # „Okkur er alvara með tilboði okkar til Varsjárbandalags- rikjanna um afvopnunar- viðræður, og það má ekki skoðast sem yfirvarp”, sagöi Bernard W. Rogers yfirhershöfðingi Nató- herjanna i Evrópu, á blaða- mannafundi fyrir skömmu. En hershöföinginn bætti við: „En Nató-löndin mega ekki hefja viðræðurnar fyrr en búið er að taka ákvörðun um aö endurnýja kjarnorkuvopnabúriö i Evrópu. Fyrst þá höfum viö nægan styrk til aö semja.” Þegar Nató-ríkin hafa öðlast nægan styrk til þess að hefja viöræöur sjá Varsjár- bandalagsrfkin, að þau veröa að auka sinn styrk áður en viöræöur geta hafist, en þá sjá Nató-rikin að þau eru á eftir i undirbúningi undir viðræðurna, og... #Osló-búar hafa nú eignast nýtt diskótek, Number One. Þar inni er tónlistin hátt stillt, fjjllt af fólki á dansgólfinu, og fólk talar sam- an og reykir. Fyrir framan það á borðunum eru glös, en nota bene i þeim er ekki brennivin, heldur einungis ropvatn. Þetta er sum sé staður fyrir ungdóminn 16-19 ára og á barnum eru seldar pulsur og is. Loksins heilbrigt diskótek. #Mikil vinbylgja gengur nú yfir Bandarikin. Sala á léttu vini, eins og Islendingar kalla vin, hefur aukist gifurlega á siðustu fimm árum. Eru menn ekki á eitt sáttir hvað veldur, en flestir telja þó að tvennt komi til. 1 fyrsta lagi að ferðalög til Evrópu hafi aukist mikið, og i' öðru lagi — og i fram- haldi af hinu — þá sé að eiga sér stað nokkurskonar Mini-menn- Áttuvoná gestum? Ómissandi matreiðslubók i þessari nýju matreiðslubók er fjöldi uppskrifta að völdum réttum sem mat- reiddir eru þegar eitthvað stendur til, t.d. þegar von er á gestum, eða búa skal til sérrétti handa fjölskyldunni. Vinstra megin á hverri opnu inni í bókinni er stór litmynd af réttinum til- búnum, en á hægri blaðsíðu eru upp- skriftirnar ásamt litmyndum sem sýna handtökin við undirbúning og gerð réttanna — sem sagt augljós og greinargóS lýsing. i bókinni eru 360 stórar og smáar lit- myndir og sem sýnishorn af réttum má nefna: Fiskrétti — kjúklinga, — svinakjöt — piparsteik — súpur — brauð og eftirrétti. Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hús- mæðrakennari þýddi bókina, stað- færði og sannprófaði réttina. Bók, sem á heima í eldhúsi hvers heimiiis. SETBERG V

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.