Helgarpósturinn - 14.12.1979, Síða 6

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Síða 6
Föstudagur 14. desember 1979 „Skynsamlegt sambúðarform” Stórfjölskyldan. sem áður fyrr og allt fram á þessa öld. var helsta sambýlisform á tslandi. hcfur nú að mestu vikið fyrir hinni svonefndu kjarnafjölskyldu. Þar sem áður voru þrir eða jafn- vel fjórir ættliðir undir sama þaki.eru nú aðeins tveir; foreldr- ar og börn. A sjöunda áratugnum þegar ungt fólk fór að endurskoða og gera uppreisn gegn gildismati og lifsviðhorfum foreldra sinna og undangenginna kynslóða, kom slikt meðal annars fram i mótun nýrra sambýlisforma, þar sem einstaklingar og/eða fjölskyldur tóku saman á leigu húsnæði. Þessum fjölbýlum eða kommún- um fylgdi oft einhver einangrun frá samfélaginu, einkum ef íbú- arnir voru sjálfum sér nógir með fæðuframleiðslu, eða lögðu stund á einhvers konar heimi'isiðnað, sem gat framfært þau En eiga gamla stórfjölskyldan og nútima kommúnur eitthvað sameiginlegt? Við leituðum álits Arna Björnssonar þjóðháttafræð- ings á þvi. ,,Ég held það nú varla”, sagði hann, þvi að i þessum nútíma- kommúnum væri samankomið alveg óskylt fólk, en áður fyrr var þetta fyrst og fremst fjölskylda, ásamt vinnufólki. Þá væri fólk i kommúnum meira á svipuðum aldri en i stórfjölskyldunni. Það sem væri helst likt með þessum tveim einingum væri fjöldinn, og einnig verkaskiptingin og sam- hjálpin. Eins og annarsstaðar á vestur- löndum, hafa risið upp kommún- ur hér á landi, en fáar hafa lik- lega reynst langlifar. Ein fyrsta, ef ekki súfyrsta,kommúnan,sem komið var á fót hér i Reykjavik, var kölluð Sara og var til húsa á Laugaveginum,frá hausti 1969 og fram á vor 1970. Helgarpósturinn hafði tal af einum fyrrverandi ibúa Söru til þess að forvitnast um þennan brautryðjanda i kommUnum á tslandi. Hann sagði, að það hefði kannski ekki verið ætlunin i upp- hafi að þetta yrði að kommUnu, en hefði siðan þróast Ut i það, en fyrst og fremst hefði þetta verið ákveðin lausn fyrir tiltölulega heimilislitla unglinga. Einn Ur ho’pnum hefði i upphafi ætlað sér að búa þarna einn og hafa opið hús,ensiðan hafi fleiri komið inn imyndina. Þegarmest var, munu um 20 manns hafa búið á Söru, en gjarna 10-15 manns og allt niður i sex til átta. Viðmælandi okkar sagði, að reynt hefði verið að setja ákveðn- ar reglur ogskipta niður heimilis- verkunum, en ekki hefðu verið nema tveir eða þrir sem lögðu eitthvert fé að marki ti' heimilis- ins. Þetta hafi i raumnni verið óttaleg mistakasaga, ekki séð fyrir húsaleigunni nema með höppum og glöppum. Sara lognaðist út af eftir 7-8 mánuði og taldi viðmælandi okk- ar, að helstu ástæðurnar fyrir þvi hafi verið ákveðin togstreita, sem komið hefði upp á milli ibúanna; þarna hefðu verið komnir óh’kir persónuleikar og ágreiningur hefði verið um stefnu. Ýmsir hefðu viljað hafa allt miklu ag- aðra, en aðrir voru meiri hippar og létu hlutina reka á reiðanum. Þvi hefði þessi kommúna ekki átt framtið fyrir sér. Hins vegar teldi hann, að kommúnur ættu rétt á sér sem sambýlisform og ættu mikla framtið fyrir sér, en megin atrið- ið væri að þar rikti pólitiskur og persónulegur agi, en þaö netoi skort á i kommúnum á Vestur- löndum. Megin mistökin væru skipulagsleysi og snikjulif ann- arra, en að þeim vandamálum leystum væri kommúna skyn- samlegt sambúðarform, hvort sem þar væru hjón eða einstak- lingar. Fyrir sig persónulega, sagði viðmælandi okkar,að þetta hefði verið alveg skaðlaus reynsla og hann þyrfti ekki að sjá eftir þvi á neinn hátt. Hann væri reynslunni rikari og hefði séð, að þetta væri ekki svo auðvelt i framkvæmd. En þetta var fyrir tiu árum og sfðan hafa risið upp aðrar kommUnur og lognast út af. Við Miklubrautina búa saman fimm ungmenni i stórri ibUð. Þau eru Jóhanna Þórhallsdóttir, Guð- björg Vilhjálmsdótlir, Torfi TUlinius, Völundur Öskarsson og Jón Ólafur Skarphéðinsson. Helgarpósturinn leit við hjá þeim eitt kvöld i siðustu viku til að spjalla um þetta sambýli þeirra. „Okkur finnst við ekki vera nein kommúna i fyllsta skilningi þessa orðs, heldur litum við á þetta sem ósköp venjulegt sam- býli hjá stúdentum”, sögðu þau og bættu því við, að þegar fólk heyrði orðið kommúna, dytti þvi strax i hug hippar, eiturlyf, frjálsar ástir, lið sem vill droppa út úr þessu borgaralega þjóðfé- lagi. Fyrir þau væri þetta hentugt og ökónómiskt sambýlisform og þau hefðu kýlt á það af fjárhagslegum og félagslegum ástæðum. Þá sögðu þau, að það væri ekki hægt að búa með hverjum sem væri, þegar búið væri i svona sambýli. Þetta væri eitthvað svipaö þvi þegar kona véldi sér mann, eða maður konu. Um mismuninn á þeirra sam- býli og þeim kommUnum, sem fram komu á 7. áratugnum, sögðu þau, að þau væri einungis neyslu- eining, en þeir sem voru braut- ryðjendur voru lika framleiðslu- einingar og mjög einangraðir frá þjóðfélaginu. Það væru þau hins vegar ekki. Þau væru öll i skóla og hefðu mikiö að gera. Þetta væristaður þar sem þau svæfu og borðuðu. Einnig væri þetta spurning um einbýli eða ekki ein- býli. Hugmyndin að þessu sambýli kom fyrst fram i sumar, en þá voru þau Jóhanna, Guðbjörg og Torfi áð leita sér að sameiginlegu húsnæði. Fljótlega hefði svo þessi ibúð sem þau búa i núna komið inn i myndina, en þangað fluttu þau siðan i haust. Aðspurð sögðu þau, að þau væri með nokkrar reglur til að fara eftir. Hver maður borgaði sex þúsund krónur i sameiginleg- an matarsjóð i upphafi viku hverrar. Þá skiptast þau á að elda og þarf hver og einn að búa til matinn einu sinni til tvisvar i viku, en losnar þá jafnframt við uppvaskið. „Það hafa ekki komið upp nein vandamál i þessu sam- bandi og við höfum forðast að setja of stffar reglur, þvi þær eru bara brotnar”, sögðu þau; „hver hefur sitt herbergi, þar sem hann getur ruslað eins og hann vill, en við höfum reynt að halda sam- eiginlegu hUsnæði hreinu.” Þetta væri bara eins og á hverju öðru heimili, nema hvað að þarna væri það ekki bara ein kona sem vaskaði upp og byggi til matinn. Þau voru öll sammála um það, að hingað til hefðu ekki komið upp nein vandamál i sambUðinni. Það einasem þeim dytti kannski i hug væri eitthvað í sambandi við um- gengni hinna, en væru menn i til- tekíarstuði, væri ekki annað en að taka tii. Það væri i rauninni auðveldara aðbUa svona mörg saman heldur en bara tveir einstaklingar, eða alvegeinn. Þegar um marga væri að ræða, væru kröfurnar á milli þeirra ailra, en ekki tveggja eins og i tveggja manna sambUð. Þettagerði öll mannleg samskipti auðveldari og það væri hægt að fara i fýlu i friði, sem ekki væri hægt ef um tvo einstaklinga væri að ræða. Flest ef ekki öll þeirra hafa haft einhverja reynslu af svona sam- býli áður, og eru sammála um að þetta sé mjög jákvæð reynsla. Þarna læri maður að taka tillit til annarra. Þarna bUi maður með fóiki, sem hefur svipaðan lifsstil og manns eiginr og einnig taki maður fólkið sem manneskjuren ekki sem föður, móður, bróður eða systur. Fimmmenningarnir munu missa húsnæðið eftir áramótin, enerustaðráðin i að halda áfram, svo fremi sem þau fái eins gott húsnæði. „Við vorum ekkert ákveðin þegar við byrjuðum, þetta var eins konar prufu- keyrsla, en við viljum hiklaust halda áfram, sérstaklega eftir þessa reynslu”, sögðu þau. eftir Gudlaug Bergmundsson myndir Friöþjófur \ npppjf rfi ÆII ■ - . Þarna var Sara sáluga uppi i risi. Torfi, Jón ólafur, Jóhanna, Guðbjörg: „Hentugt og ökonómiskt sambýlisform”.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.