Helgarpósturinn - 14.12.1979, Side 8
8
Föstudagur 14. desember 1979
pósturinrL_
útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaösgjafi
sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs-
ins. en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf-
steinsson.
Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Arni Stefánsson og Þorgrimur
Gestsson.
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.
Auglýsingar: Elin Harðardóttir.
Gjaldkerí: Halldórá Jónsdóttir
Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu-
múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr.
4.000.- á mánuði. Verð i lausasölu er
kr. 200.- eintakið.
Eitt epli
á dag —
samvisk
an í lag
Nemendur og kennarar Mela-
skólans i Reykjavik hafa komið
sér saman um að gefa þær 45
þúsundir (wow!) sem ella færu i
jólaepli á litlu jóiunum til hungr-
uðu barnanna i heiminum. Þetta
er fallega hugsað framtak og ekki
ástæða til aö gera litið úr.
Væntanlega munu krakkarnir
segja frá þessu heima hjá sér,
e.t.v. við matarborðið á meðan
þau skófla upp i sig því sem er á
boðstólunum. Eftir matinn, þegar
pabbi er búinn með kaffið og
mamma hefur hent leifunum út i
tunnu handa rottunum, fer
kannske fjölskyldan i innkaupa-
leiðangur saman i anda barna-
ársins fá krakkarnir auðvitað að
vera með. Það er keyptur matur
hvurs umbúðir einar kosta meira
en samanlagt framlag heils skóla
(eða svona næstum þvi!) E.t.v.
kaupir fjölskyldan lika jólakortin
i þessari ferð og til aö vera virki-
lega fyrirhyggjusöm er bezt aö fá
sér lfka jólapappirinn sem fer
utan um gjafirnar, og böndin og
spjöldin... Allt þetta fer að sjálf-
sögðu lika beint i tunnuna nóttina
helgu.
Að innkaupaleiðangrinum
loknum heldur f jölskyldan heim á
leið, borðar ofurlitið meira, horfir
á hryllingsmynd frá Austur-Asiu
fyrir háttinn og sefur siðan svefni
hinna réttlátu til morguns. Nei,
fyrst þarf aö láta eitthvaö i jóla-
skóinn. Svo sém einn konfekt-
poka, eða eitt stykki af Prins
Póló. Ekki má eyðileggja
morgundaginn fyrir börnunum.
Þvi á morgun fara börnin aftur
I skólann og fyrstu friminúturnar
fara í að bera saman hver fékk
mest og bezt i skóinn.
Ms
Nú er að standa
sig Steingrímur
Ýmsum finnstaðhægt gangi i
stjórnarmyndunarviðræðunum
milli mið- og vinstri flokkanna
þriggja, sem nú reyna að
mynda vinstri stjórn undir
forystu Steingrims Hermanns-
sonar, formanns Framsóknar-
flokksins. Þessir flokkar hafa
nú verið að i viku og virðist litill
árangur enn hafa orðið af
viðræðum þeirra.Fólki finnst þó
að þeir ættu að þekkja nokkuð
vel til sjónarmiða hvers annars,
þvi þetta eru mest sömu menn-
irnir sem nú reyna að mynda
stjórn, og voru i stjórn saman i
13 mánuði. A þessum 13
mánuðum urðu margar
koDsteypur og flokkarnir þrir
voru alltaf að stiila hver
öðrum upp við vegg og setja
fram ýmis skilyrði. Loksins
þegar mönnum fannst farið að
hilla yndir venjulegt stjórnar-
samstarf ákváðu kratar að
standa ekki lengur að stjórnar-
samstarfinu og við tók stutt og
hörð kosningabarátta. Eftir
aUar þessar umræður, fyrst i
hverri kollsteypunni á fætur
annarri i rikisstjórninni og
siðan fyrir kosningar héit allt
venjulegt fólk að flokkarnir
færu nokkuð nærri um skoðanir
hvers annars, ensvo virðist ekki
vera.
Forsetinn
hafði lög að mæla
Það kom þægilega á óvart að
forseti Islands doktor Kristján
Eldjárn skyldi nota tækifærið
við þingsetninguna og tala
nokkur vel valin orð af hdifu
þjóðarinnar til 60 menninganna
um leið og þeir mættu i spari-
fótunum til starfa. Liklegast er
hann eins og svo margir aðrir
hér á landi orðinn dauðleiður á
eilifu karpi stjórnmálamanna
um hver skuli nú verða forseti
sameinaðs alþingis, hver eigi að
hafa gert þetta og hver eigi ekki
að hafa gert hitt. A meðan
stjórnmálamenn eru, i augum
almennings, að karpa um
einskisverða hluti, er landið
stjórnlaust og allt rekur á
reiðanum. Endæmiðum forseta
sameinaðs alþingis er ekki eins
auðvelt og það sýnist utan af
Austurvelli. Um leið og sjálf-
stæðismaður yrði forseti sam-
einaðs þings og þar með
húsbóndi i Alþingishúsinu væri
hugsanleg vinstri stjórn þegar
búin að tapa i hendur á and-
stæðingunum einu af
s t j ó r n t æ k j un u m , sem
meirihlutastjórn er nauðsyn-
legt. Það fer nefniiega mikiö
eftir geðþótta forseta samein-
aös þings hvernig þingstörf
ganga. Hann hefur það i hendi
sér hvenær atkvæðagreiðsla fer
til dæmis fram og hvenær mál
eru tekin fyrir.
Forseti íslands hefur aldrei i
forsetatið sinni tekið svo mikiö
upp I sig gagnvart alþingis-
mönnum og við þingsetninguna.
Hvort þar býr eingöngu að baki
leiði á eilifu stjórnmálaþjarki,
eða eitthvaö annað, er erfitt að
færa nokkrar sönnur á. Hitt er
vist að hann sér fyrir sér, að
landið verður með þessu
áframhaldi stjórnlaust fram i
miðjan janúar, að minnsta
kosti, ef ekki lengur. Margir
hafa gert þvi skóna að forseti
myndi nota tækifærið i ávarpi
sinu á nýdrsdag og tiikynna
hvort hann myndi gefa kost á
sér áfram til embættis forseta
tslands. Hvort sem hann gefur
kost á sér áfram, sem margir
vona nú i lengstu lög að hann
geri, eða tiikynni að hann muni
hætta, veldur það vissri spennu i
þjóðli'finu. Ef hann ákveður að
hætta hefst mikil leit að mót-
frambjóðanda á móti Albert, og
hákarl
ef hann ákveður að halda
áfram, þá fara bæði stuðnings-
menn hans og Alberts af stað til
að undirbúa forseta kosningarn-
ar. Undir sli'kum kringum-
stæðum vill Kristján Eldjárn
hafa sæmilega kyrrt á stjórn-
málasviðinu, enda ekki bætandi
á upplausnina, sem rlkir þar
viða.
Yfirlýsing Steingrims
Steingrimur Hermannsson
var vigreifur mjög yfir kosn-
ingasigri Framsóknarflokksins
og mátti líka vera það. En ef
honum tekst ekki að berja
eitthvað varðandi stjórnar-
myndun út Ur Alþýðubandalag-
inu og Alþýðuflokknum nú um
helgina þá ætti hann að hugsa
alvarlega um að ganga á fund
forseta og tilkynna að ekki sé
grundvöllur fyrir myndun
meirihlutastjórnar þessara
þriggja flokka. Þetta stjórnar-
mynstur á hvort eð er ekki
langa framtið fyrir sér, og alls
ekki ef Alþýðubandalagið
verður áfram eins og vængbrot-
ið, með LUðvik Jósepsson
formann flokksins utanborðs.
Yfirlýsing Steingrims um að
hann myndi skýra forseta frá
gangi viðræðna rétt fyrir
áramót var ekki heppileg, þótt
hún hafi eflaust verið sannleik-
anum samkvæm eins og
Steingri'mur mat stöðuna eftir
fystu viðbrögð flokkanna. Þá er
yfirlýsingin um að „allt sé betra
en ihaldið” umdeilanleg d þess-
um ti'mum þegar óvist var um
myndun vinstri stjórnar, en
vissulega er hún sterk fyrir
Fram sóknarf lokki nn , og
kannski Steingrimur hugsi
meira sem flokksformaður en
sem verðandi forsætisráðherra.
Fyrrverandi skrifstofustjóri
forsætisráðuneytisins og riltis-
ráðsritari^núverandi blaða-
maður á Morgunblaðinu, Björn
Bjarnason (Benediktssonar),
skrifaði pistil undir nafni i
Morgunblaðið I vikunni. Þar
setti þessi NATO og Bukovsky
aðdáandi fram þá hugmynd að
nú væri ti'mi til að Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubandalag (já
Alþýðubandalag) tækjuhöndum
saman viðstjórn landsins.Þessir
tveir flokkar hafa 32 þingmenn
samtals á Alþingi og þar með
þingmeirihluta, en nauman þó.
Liklegast bætist nU Sjálfstæðis-
flokknum 22. maðurinn þegar
Eggert Haukdal skriður i sæng-
ina hjá þingflokknum og þá er
kominn góður meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðubanda-
langs á Alþingi. Þessi hugmynd
er einskonar mótvægi við
afneitun Steingri'ms Hermanns-
sonar gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum og snjöll til þess að
Sjálfstæðismenn geti verið inni
myndinni varðandi vangaveltur
um myndun meirihlutastjórnar,
Þvi er ekki að neita að þessi
hugmynd hefur verið til um-
ræðu manna á meðal nú um
nokkurt skeið, og ef vel væri frá
öllu gengið i'upphafi er ekki vist
að slik stjórn gengi verr
en þriggja flokka vinstri stjórn.
Þaðfer auðvitað mikið eftir þvi
hverjir skipuðu stjórnina og
hverjir styddu þetta mynstur
innan flokkanna sjálfra.
Verður aftur hringt
i Jóhannes?
Eftir orð Kristjáns Eldjárn á
Alþingi i vikunni rifjaðist upp
fyrir mönnum að það eru ekki
nema tveir mánuðir siðan
hringt var i Jóhannes Nordal til
Lundúnaoghann spurður að þvi
hvor t h ann v æri tilbúin n a ð taka
að sér myndun þjóðstjórnar.
Kunnugir telja að þetta sé sú
svipa sem forsetinn sveiflar yfir
höfhum þeirra pólitikusa, sem
hafa með stjórnarmyndun að
gera. Kannski væri þetta besti
kosturinn eins og ástandið er.
Jón Sigurðsson forstjóri
Þjóðhagsstofnunar og Jónas
Haralz voru lika nefndir I
sambandi við þjóðstjórnina.
Þeir yrðu þar einskonar sendi-
herrar Sjálfstæðisflokksins
(Jónas) og Alþýðuflokksins
(Jón). Framsóknarflokkur og
Alþýðubandalagþyrftulika sína
„fulltrúa” i þjóðstjórninni. Hér
áður fyrr sóttu Framsóknar-
menn gjarnan ráöherra sina i
Sambandið. Forstjórinn sjálfur
Erlendur Einarsson eöa þá oli'u-
kóngur samvinnuhreyfingar-
innar Vilhjálmur Jónsson
koma þá óneitanlega upp i
hugann. Nú hjá Alþýðubanda-
laginu hefur Ingi R. Helgason
brugðið séri allskonar hlutverk.
Við skulumsjá hvað setur.
hákarl.
Jielgarpásturínn___j_
Sverrir Hermannsson,
alþingismaður Sjálfstæðisflokks-
ins ræðst á unga Sjálfstæðismenn
og misnotar hugtökin frjálslyndi
og ihaldssemi i viðtali I siðasta
Helgarpósti. Hann gefur mér
þannig tilefni til þess að verja
unga Sjálfstæðismenn og fara um
þessi hugtök örfáum orðum, en
Sverrir er sióur en svo einn um
misnotkun þeirra.
Um hugtökin friálslyndi
og ihaldssemi
Hvað merkir orðið „frjáls-
lyndi”? Jón Þorláksson, forsætis-
ráðherra og fyrsti formaður
Sjálfstæðisflokksins, svaraði
þeirri spurningu svo i ritgerð i
Eimreiðinni 1926, að það merkti:
vöntun á tilhneigingu til þess að
gerast forráðamaður annarra. Sú
merking orðsins er upphafleg,
eðlileg og álgeng. Andstæða
frelsis er ofbeldi, og með siðuðum
nútimamönnum eru rikisstjórnir
einu hóparnir, sem hóta eða
beita ofbeldi, hafa lögreglu- og
hervald. Frjálslyndur maður er
samkvæmt þessu sá, sem er á
móti öðrum rfkisafskiptum en
þeim, sem eru nauðsynleg til þess
að tryggja frelsið. Hann reynir
ekki að nota rikisvaldið tíl þess að
velja fyrir aðra um kosti tilver-
unnar, um vörur og hugmyndir,
heldur leyfir þeim sjálfum að
veija fyrir sig. Andstæðingur
hans er stjórnlyndur, eins og Jón
benti á I ritgerð sinni.
Um orðið „frelsi” leikur ljómi
mikillar sögu, svo að sumir hafa
reynt að hnupla þvi. Og orðið
„frjálslyndi” hefur verið notað i
annarri merkingu siðustu áratug-
ina en hinni upphaflegu. Hún er:
það að fara frjálslega með al-
mannafé, gera mörg góðverk á
kostnað skattborgaranna. Við
blasir, að þessi merking orðsins
er andstæða hinnar upphaflegu.
Almannafé er fengið með þvi að
hóta eða beita ofbeldi. Það er það
fé, sem einstaklingarnir fá ekki
að fara með sjálfir, heldur fer
rikisstjórnin með þáð fyrir þá.
Einstaklingarnir hafa þvi þrengri
fjárráð sem rlkisstjórn (og emb-
ættismenn hennar) hafa þau
rýmri. Með öðrum or
um er frelsi einstaklinganna til
þess að fara með eigið fé tekið af
þeim. Að sjálfsögðu nefna rikis-
stjórn, embættismenn hennar og
talsmenn, þetta fallegum nöfn-
um, „félagslegar umbætur” og
„almannaheill’ en það breytir
engu.
Hvað merkir orðið „Ihalds-
semi”? íhaldssemi getur ekki
verið sjálfstæðishugsjón eins og
frelsishugsjónin. Það getur varla
verið takmark i sjálfu sér að
halda i' eitthvað nema það sé ein-
hvers virði af annarri ástæðu en
þeirri einni, að það sé til. Máli
skiptir i hvað er haldið. íhalds-
maður i alræðisriki er alræðis-
Athugasemd
Sverrir Hermannsson alþingis-
maður hafði samband við
Helgarpóstinn og bað fyrir
athugasemd vegna Yfirheyrsl-
unnar i siðasta blaði, en þar sat
hann (Sverrir) fyrir svörum.
Sagði Sverrir, að það hefði ekki
verið sin ætlun aö gefa i skyn að
fólk hefði taliö Geir Hallgrimsson
flokksformann fara halloka i
lokarökræðum flokksforingjanna
i sjónvarpssal rétt fyrir kosn-
ingar. Þvert á móti hefði Geir
fyllilega verið jafnoki hinna — og
vel það.
Þessari athugasemd er hér með
komið á framfæri.