Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 11

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Qupperneq 11
1 helgarpásti irinn F6studa9ur u- desember 197? „Þú átt að spyrja að því hvernig ég fari að því að drepast ekki” — Rætt við Jón Þorleifsson, sem í tólf ár hefur verið meira og minna atvinnulaus, vegna deilna við for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar Jón: „Og ætla ég ekki að taka við vinnu sem ölmusu úr þinni hendi.” Þrjóska býr I öllum aö ein- hverju marki. Jón Þorleifsson verkamaður á sjötugasta aldursári er áreiðanlega með þrjóskustu mönnum. Hann hef- ur I tólf ár háð sitt einkastlð, og gengið á ýmsu enda hefur „óvinurinn” tekið á sig margar myndir. Þjóðfélagsker fið margumtalaða virðist ekki falla allskostar að Jóni og hann hefur staðið utan við stefnur og strauma sem þar ráða rlkjum. En fyrir tólf árum 1967 byrj- aði ballið: „Það er upphaf þessa máls” segir Jón i kveri sem hann hefur gefiö út um pfslarvættisgöngu sina, ,,að seint i nóvember 1967 voru öll verkefni þrotin, þar sem ég hafði unnið um lengri tima. Fór ég þá beint til at- vinnuleysisskráningar á Ráðn- ingarstofu Reykjavikur, og gat þess um leið, aö vegna lönunar ogfleirióþæginda eftir slys gæti ég ekki unnið hvaða vinnu sem byðist”. „Nokkrum dögum seinna er hringt frá ráðningarstofunni og sagt að ég geti fengið vinnu i Gatnagerð Reykjavikur. Ég vildi fá upplýsingar um hvers- konar vinna væri i boði, þvi að hér gæti verið um aö ræöa loft- pressuvinnueða aðra vinnu sem ég þoldi ekki. Mér var neitað um allar upplýsingar og sagt aö ég yrði að byrja strax. Ég sagði að mér væri ekki fært aö taka þessu boði, þvi aö ég hefði áður lentivinnusemégþoldiekki, og það kostaði mig marga mánuði frá vinnu” segir Jón. Draugur á vegi minum „Næst þegar ég kom á ráðningarskrifstofuna, var mér sagt aö ég hefði ekki neitt þang- aðað gera meir, þvi að ég hefði neitað vinnu sem bauðst”. Þannig var upphafið: Jón varð ósáttur við Ráðningastof- una. Að eigin sögn var Jón efsti maður á atvinnuleysingjaskrá i eina þrjá mánuöi og þar sem aðrir höfðu fengið vinnu á þvi timabili, „gat ég ekki skilið það á annan veg, en að ég ætti ekki kost á vinnu þar meðan annar væri i boði” segir hann. Jón lagði þá leið sina til Guð- mundar J. Guömundssonar varaformanns verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og krafð- ist þess að starfsemi ráöningar- stofunnar yrði tekin til athugun- ar. „Hálfum öðrum mánuði siðar” segir Jón „spurði ég Guðmund J. Guðmundsson hvað hann hefði gert i þvi máli. Þá svarar hann: „Þvi ert þú alltaf að elta þessa helvitis ráðningar- stofu, þvi leitar þú þér ekki heldur að atvinnu?” Mér komu þessi svör á óvart. Jón skýrði þá Guðmundi frá hvernig komiö væri og Guö- mundur sagði að það væri nóg vinna. „Sagði hann við mig” segir Jón. „Faröu að vinna hjá Breiðholti h.f. á morgun”. Þessu svaraði ég á þessa leiö: „Aldrei datt mér i hug að þú yrðir draugur á vegi minum i atvinnuleit og ætla ég ekki að taka vinnu sem ölmusu úr þinni hendi,eftir að hafa gengið'vikur og mánuði atvinnulaus fyrir þinar sakir.” Dræpist ekki Siðan þetta átti sér stað, fyrir 12 árum, hefur Jón verið meira og minna atvinnulaus — og lifað af stoltinu. „Þú átt ekki að spyrja mig á hverju ég hafi lif- að” segir Jón viö Helgarpóst- inn, „Þú átt að spyrja hvernig ég drapst ekki.” Annað slagiö hefur Jón gripið i vinnu sem boðist hefur, en hann fær ekki atvinnuleysis- styrk. ,,Jafnvel ellin min er ekki viðurkennd, frekar en annað” segir Jónsem ekki fær ellistyrk. Jón kærði aðförina að sér til félagsmálaráðuneytisins 1970, og fékk stutt svör og til dóms- málaráðuneytisins 1973‘og ekk- ert kom útúr þvi heldur. Jón vill ekki fara f vinnu gegnum ráöningarskrifstofúna, eftir það sem á undan hefur gengið og hann vill ekki heldur þiggja vinnu frá forsvarsmönn- um verkalýðshreyfingarinnar, sem að, hans mati reka óopin- bera vinnumiðlun til margra at- vinnurekenda á félagssvæði Dagsbrúnar. Ekki vill Jón þó fara i mál við Guðmund J. Hann segir að þá væri eins gott aö fara i mál viö alla hina sem að hans mati hafa lagst á eitt um að gera honum erfittfyrir—og þannig afgreiðir hann það. „Ég vil fá sannleik- ann i dagsljósið” segir hann. „Ég vil fá aö mæta þessum mönnum einhversstaöar þar sem báðir aðilar hafa jöf n tadci- færi og ef einhver misskilningur hefur verið eða ef ég hef logið, þá erég maöurtilaðmæta þvi.” Neyðist til að skrifa Sannleikurinn er afstæöur og vist er að Jón hefur leitað til fjölda mætra mannameðvanda sinn og allir hafa litiö hann öðr- um augum. Meöal þeirra sem Jón hefur bankaö uppá hjá eru Ölafur Jóhannesson, Svavar Gestsson, Magnús Torfi Ólafs- son, Styrmir Gunnarsson, Björn Jónsson, Adda Bára Sigfúsdótt- ir, Eðvarö Sigurösson, Baldur Möller, Ólafur R. Einarsson, Hjalti Kristgeirsson, Þórarinn Þórarinsson, Eggert Þorsteins- son, Magnús Kjartansson og fleiri og fleiri. Pislarvættis- gangan er orðin býsna löng. 1 atvinnuleysinu hefur Jón leiðst úti að skrifa, þó skóla- göngunni sé ekki fyrir að fara. „Maður bara neyðist til þess” segir hann. „Einhvernveginn verður maöur að koma sinum málum á framfæri”. Eftirhann hafa komið út fjór- ar bækur: Sú fyrsta um at- vinnuleysismálið og sfðan þrjár aðrar — ljóðabók, skáldsaga og yfirlit um stjórnmáiaflokka landsins. Tólf ár erulangur timi, en það þýðir ekki að minnast á þaö við Jón að hann gleymi þessu og gefi baráttu sina uppá bátinn. Hann er ennþá eldhressog hefur ekki I hyggju aö láta deigan siga. eftir Guðjón Arngrímsson en tvennt sameiginlegt: Þær eru spennandi skemmtilegar Úrvalsþýðingar Snjólaugar Bragadóttur og Lofts Guðmundssonar Verð aðeins ENDURFUNDIR eftir Maripn Naismith Snjólaug íslenskaöi ÞRlR DAGAR - . , . eftir Joseph Hayes Loftur islenskaðt ÓSÁTTIR ERFINGJAR eftir Essie Summers Snjólaug íslenskaði ÁSTIR I ÖRÆFUM V eftir Dorothy Cork Snjóíaug íslenskaði SMYGLARINN HENNAR eftir Alice Chetyvynd Ley Snjólaug íslenskaði ÁSTIR LÆKNA ; , eftir Eiizabeth Seifert Snjóíaug íslenskaði BÓKASAFtM FJÖtSKYLDUNNAR ■■■■jÉÉmMÉ ’ ; Arnsrtonga 70 Simi 91 66293 Mostellssveit

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.