Helgarpósturinn - 14.12.1979, Síða 16

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Síða 16
Kjúklingur Bonne Femme í potti Helgarréttinn leggur að þessu sinni til Þorgrimur Gestsson, blaðamaður. 1. stór kjúklingur salt og pipar 2 matsk. smjör 1 matskeið olia 1 stk selleri 6-8 kartöflur 4 eulrætur 1 búnt steinselja 2 púrrur 1 lárberjalauf 1 grein af timian 3-4 dl. kjötkraftur eða grænmet- issoð Fylling: Innmaturinn úr kjúklingnum 250 gr hakkað flesk 1 litill laukur 2 msk. hökkuð steinselja ný eða þurrkuð esdragon (krydd). Nuddiö salti og pipar utan á kjúklinginn. Saxiö innmatinn niður með hnif og blandið sam- an við fleskið, ásamt rifnum lauk, hakkaöri steinselju og es- dragonblöðum, eða einni tsk. esdragon. Setjið hræruna siðan i kjúklinginn, lokiö honum með grillnál og brúnið hann i smjöri og oliu. Hellið kjötsoði eða grænmetissoði i pottinn og snúiö kjúklingnum af og til meðan hann steikist. Látið grænmetið, púrrutopp, seileriblað og lár- berjalauf i pottinn um 20 minút- um áður en kjúklingurinn er fullsteiktur. Hellið vökva yfir smám saman og bætið kryddi úti eftir smekk. Heildar steikingartimi er um ein klukkustund, og uppskriftin á að nægja fyrir fjóra til fimm, Berist fram með brauði og ef til vill sinnepi. Enn eykst diskódýrbin Nú hefur Klúbburinn tekið sig á og skotið keppinautnum Holly- wood ref fyrir rass. Aö sögn Smára Valgeirssonar, blaöafull- trúa Klúbbsins hefur nefnilega iandsins stærsta og fullkomnasta ljósagólfi verið komið fyrir i hús- inu. Það sem meira er: þarna er um að ræða isienska smið að mestu. Fyrir nokkru héldu þeir Guðjón Jónsson veitingamaður og Pétur Steingrimsson hljóðtæknimaður til Bandarikjanna þar sem þeir litu á það nýjasta i diskóútbúnaöi. Þeir festu kaup á fullkomnum stereohljómflutningstækjum og ljósaorgeli. Þeir skoðuðu jafn- framt ljósagólf, en fannst það of dýrt. t staðinn keyptu þeir félagar fyrir hönd Klúbbsins stýriútbún- aö fyrir ljósin, og þegar heim kom gerðu þeir sér litið fyrir og smið- uðu þaö sem á vantaði. Enda er Guöjón ekki bara veitingamaður, heldurlika rafvirki, og Pétur er vel inni i öllu sem að hljómflutn- ingi lýtur, eins og flestum mun kunnugt. 1 samvinnu við arkitekt Klúbbsins, Jón Kaldal, var saln- um á neðstu hæð Klúbbsins breytt til að koma hinum nýju tækjum fyrir. Mest áberandi breytingin fyrir gesti hússins er sú að i kringum dansgólfið og salinn hef- ur verið komið fyrir risastórum speglum. Ljósadýrðin, sem fylgir diskótaktinum kemur þvi ekki bara að ofan og neöan, heldur glampar hún lika allt um king. Þrátt fyrir þetta fullkomna diskótek ætla þeir i Klúbbnum alls ekki að útrýma „lifandi” músikinni. Hún verður áfram á sinum stað, enda nóg pláss á hin- um fjórum hæöum veitingahúss- ins. — ÞG. VEITINGAHUSIÖ I Bo'öiOinlfo.r l'J h> SIMI 86220 *\fe'»K.rr Qhou' «»11 t'l *45 l'«lfknuin bO'Au"< rM.r hi ?0 30 Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir frá kl. 16.00 SIMI 86220 Askiljum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum boröum ' eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek í kvöld, iaugardags- og sunnudagskvöld Opið föstudags- og laugardags- • kvöld til kl. 3. Spariklæönaöur Föstudagur 14. desember 1979 he/garpásturinrL. islensk nútímabörn eru án efa rugluð í því hve margir jólasveinarnir eru. Einhversstaðar stendur að þeir séu einn og átta (sem er níu á venjulegu máli), en í öðrum bókum segir að þeir séu 13 og að sá fyrsti komi til byggða 13 dögum fyrir jól. Nú eru aftur á móti flest börn farin að fá gjafir i skóinn frá jóla- sveininum strax fyrsta desember — þannig að þetta fer engan veginn saman. Húsnæðismál jólasveina eru lika öll mjög loðinv Þeir þykjast búa i jólasveinalandi einhvers- staðar hjá Grýlu og Leppalúða, sem aldrei sjást opinberlega i öðrum löndum, t.d. Bandarikjun- um og Bretlandi er bara einn Santaclaus,og hann er aðailega I stórverslunum. Hér á landi hafa jólasveinar aftur á móti umboðs- menn, enda mikiö að gera i skemmtiiðnaðinum fyrir jólin. Einn slikra er Pétur Guðjónsson rakari. „Þeir eru nú ékki eins margir á skrá hjá mér og i fyrra” sagði Pétur. „Þeir hafa eitthvað týnt tölunni. En ég anna alveg eftir- spurninni.” „Jú, ég reikna með að nokkuð margir vilji hafa samband beint við jólasveinana og telja að þeir fáist ódýrari fyrir bragöiö. Það er misskilningur. Jólasveinn fyrir — eða tveir og ellefu? — eða f jórir og tuttugu venjulega skemmtun kostar um 35 þúsund, og ef þeir eru tveir saman kostar það um 50 þúsund. Innifalið i þessu er söngur og sög- ur og labb i kringum jólatré með krökkunum.” „Þessi hópur sem ég er með núna eru aðallega skólafólk sem drýgir meö þessu tekjurnar. Þaö er ágætlega undirbúið og tekur sig vel út i jólasveinabúning.” Þarna kom það i ljós: Jóla- sveinarnirerugott fleiri en 13. Þá er að finna i öllum plássum um allt land, og yfirleitt marga á hverjum stað. Þeir eru næstum eins og Guð: — Ot um allt i einu. — GA Pétur rakari: umboðsmaður jólasveina. MÓDELIN ÚR UMFERÐl Körfuknattleikur og tiskusýn- ingar eiga fátt sameiginlegt, skyldi maður ætia. t blöðum að undanförnu hefur þó gefið að lita þrjá af körfuboltamönnum okkar, Þá Jón Sigurðsson og Geir Þór- steinsson úr KR og Jón Oddsson úr Val — við fyrirsætustörf. Jón Sig og Geir tóku þátt i sýn- ingu ullarframleiðenda um mán- aðamótin, og Jón Odds prýðir nýjasta hefti Lif i ýmsum stell- ingum. Helgarpósturinn hringdi I Jón Sig og fékk þær upplýsingar að hjá honum og Geir væri þetta tilfall- andi, — þeir hefðu ekki hugsað þetta sem framtíðaratvinnu. „Viö komum inni þetta fyrir það að viö Jón Sig og Geir i friðum hóp. Morgunblaðsmynd. höfum báðir unnið að gerð aug- lýsingabæklinga, ég fyrir Alafoss og Geir fyrir Sambandið”, sagði Jón. „Jú, það er gaman að þessu”, sagöi hann. „Það er alltaf gaman að vinna meö skemmtilegu fólki”. Sem kunnugt er unnu KR-ingar góðan sigur á liöi Njarövikur . um siðustu helgi og þá fengu þeir félagar óspart að heyra að fólk hafði tekið eftir þeim við fyrir- sætustörfin. „Takið Módelin úr umferð” og önnur álika slagorð hljómuðu um iþróttahúsið i Njarövik. — GA. Rjúpur biða þess að komast á diska landsmanna. Mikið af rjúpu Framboð á rjúpum er öllu meira i ár en á undanförnum ár- um, samkvæmt upplýsingum sem Helgarpósturinn fékk i nokkrum kjötverslunum. Salan er sömuleiðis „ekki minni” en i fyrra. Rjúpan kostar núna 2900 krónur, en 3200 ef hún hefur ver- ið verkuð. Yfirleitt kaupir fólk milli sex og átta rjúpur, sem gerir aö verkum að r júpumáltiö fyrir venjulega fjölskyldu kost- ar um tuttugu þúsund. Til sam- anburðar má geta þess aö annar algengur jólamatur, t.d. svina- hamborgarahryggur kostar á sjöunda þúsund kilóið. — GA.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.