Helgarpósturinn - 14.12.1979, Side 22
22
Föstudagur 14. desember 1979. _helgarpásfurinn.
HÆÐIR OG
Nýtt og gamalt
Sinfóníutónleikarnir 6. des.
hófust með prófverkefni Karó-
linu Eiriksdóttur (f. 19511 frá
Michigan, Notes. Það er sjálf-
sagt fásinna fyrir mina lika að
segja nokkuö um verk af þessu
tagi, sem við þurfum ugglaust
aö heyra margsinnis til að finna
botn i, ef hann er þá ekki suður i
Borgarfirði. Engu að siður virt-
ist það ekki vera botnlaust,
heldur einmitt kunnáttulega
samið án lausra enda. Hinsveg-
ar heyrðist innihaldið fremur
fátæklegt. hvort sem þar er um
að kenna andlegu fátæki höf-
undar eða hlustara.
A eftir kom svo heldur en ekki
gamall kunningi. pianókonsert
Mozarts KV 466. (KV er
LÆGÐIR
skammstöfun fyrir Köchel-Ver-
zeichnis, þ.e. skrá um verk Mo-
zarts, sem Ludwig Köchel gaf út
1862). Þetta verk svikur auövit-
að engan, en af einhverjum á-
stæðum var ég ekki nógu á-
nægður með þennan flutning.
Jörg Demusi sr að visu afargóð
ur Mozart-spilari með einkar
mjúkan áslátt, en eitthvað
skorti þó á leiftriö i sókninni.
Sömuleiðis var hljómsveitin
heldur slöpp.
Breytiþróun
sinfóníunnar
Um miðbik 19. aldar töldu
margir, að Beethoven hefði
nánast tæmt möguleika sinfóni-
unnar, lengra yrði ekki komist i
þvi formi. Þaö tiltæki hans að
Bruckner á stjórnpallinum.
kalla mannsröddina til i siöustu
hljómkviðu sinni, væri og bend-
ing i þá átt. Mendelsohn og
Schumann fóru og litt út fyrir
þennan ramma. Helst var það
Frakkinn Berlioz (1803-169),
sem hélt áfram sinfóniskum til-
raunum.
En seint á 19. öld komu fram i
Austurriki tveir nýir meistarar,
sveitamaðurinn Anton Bruckn-
er (1824-96) og Hamborgarinn
Johannes Brahms (1833-97).
Hvorugur lagði þó i að láta frá
sér sinfóniu, fyrr en þeir voru
komnir yfir fertugt. A sama
aldri hafði Beethoven samiö sex
til sjö.
Þótt þessum tveim svipaði i
mörgu saman, fóru þeir óllkar
leiðir. Brahms hélt sér við eldri
fyrirmyndir og skammaðist sin
ekkert fyrir, þótt 1. sinfónia
hans væri kölluð Beethovens 10.
Bruckner var hinsvegar aðdá-
andi Wagners og það svo mjög,
að þegar hann fékk að hitta
Hann Sjálfan i Bayruth 1873, féll
hann á kné og kyssti hönd
Wagners svo mælandi: „Meist-
ari, ég tilbið yður.”
Þegar Bruckner fluttist frá
Linz til Vinarborgar sem
músikprófessor 1868, var
Brahms þar fyrir. Og þessi
kaupalegi trúmaður varð einn
helsti skotspónninn i þeim und-
arlega illvigu flokkadráttum
þeirra, sem héldu með Brahms
gegn Wagner. „Allir með
Brahms, allir með Brahms,
enginn meö Bruckner” mátti
heita að kvæöi viö I Vin og
sinfóniurnar hans voru kallað-
ar „ormarnir löngu”. Menn
voru sem löngum þeirrar skoð-
unar, aö allar breytingar væru
til bölvunar. Helst var, að upp-
hefð hans kæmi að utan fyrst i
stað, ekki sist fyrir frábæran
organleik. Þetta átti þó eftir að
breytast nokkuð, og á efri árum
hlotnaðist honum sæmileg við-
urkenning heimafyrir. En enn i
dag er hann samt naumast met-
inn að verðleikum.
Það var nefnilega hann, sem
öðrum fremur endurnýjaði,
vikkaði og dýpkaði hið sinfón-
iska form næst á eftir Beethov-
en. Hann notfærði sér t.d. nýj-
ungarWagners við gerö marg-
ræðra og djarfra hljómasam-
banda, þótt hann væri gjörólik-
ur honum að skapferli. Hann
var undirdánugur maður i öllu
sinu atferli, nema hvað hann gat
verið ótrúlega stoltur og sjálf-
umviss fyrir hönd tónverka
sinna gagnvart hinum marg-
frægari samtiðarmanni sinum,
Brahms.
1. sinfónian var frumflutt 1865
i þáverandi smábæ, Linz i Norð-
ur-Austurriki, þar sem Bruckn-
er var dómorganisti. Hún vakti
þá nær enga athygli. Gat nokkuð
gott komið frá Linz? Þetta er
hinsvegar mjög heilsteypt verk
og bráðskemmtilegt, ekki sist
þriðji þátturinn, skersóið. Og nú
var hljómsveitin okkar i essinu
sinu, svo að Berlinarbarnið
Reinhard Scwartz fór héðan
ekki án þess að hafa komið
henni rækilega til.
Inf'ibiHn' SifW&witai'
SljMAH V1Ð K/ViNN
í JONAS JÖNASSON
m > SluUhtlu
Jonas
Sjálfstnrisaga
Fnímgufxellir
ttwúiid rnál
margsi i \oii>
MANJSUF
| litiwt* IVfunmiti »k
«»»»ttt fNeoami
ÖKAFORL A6S BIEKII
Oddný Guómundsdóttir:
SÍÐASTA BAÐSTOFAN
I þessari raunsönnu sveitalffsfrá-
sögn fylgist lesandinn af brennandi
áhuga meö þeim Disu og Eyvindi,
söguhetjunum, meö ástum þeirra og
tilhugalffi, meö fátækt þeirra og bú-
hokri á afdalakoti, frá kreppuárum til
allsnægta velferðarþjóöfélags eftir-
stríösáranna. Hér kynnumst viö heilu
héraöi og fbúum þess um hálfrar
aldar skeiö - og okkur fer aö þykja
vænt um þetta fólk, sem við þekkjum
svo vel aö sögulokum. Viö gleymum
þvf ekki.
Verö kr. 9.760.
Frank G. Slaughter:
DYR DAUÐANS
Nýjasta læknaskáldsagan eftir hinn
vinsæla skáldsagnahöfund Frank G.
Slaughter. Þessi nýja bók er þrungin
dulrænni spennu og blossar af heit-
um ástrfðum. Skáldsögur Slaughters
hafa komiö út í meira en 50 mllljónum
elntaka.
Verö kr. 9.760.
Jónas Jónasson frá Hofdölum:
HOFDALA-JÓNAS
Þessi glæsilega bók skiptist í þrjá
meginþætti: Sjálfsævisögu Jónasar,
frásöguþætti og bundið mál. Sjálfs-
ævisagan og frásöguþættirnir eru
meö því bezta sem ritaó hefur veriö f
þeirri greln. Sýnishorniö af Ijóöagerö
Jónasar er staöfesting á þeim vitnis-
buröi, aö hann væri einn snjallasti
Ijóöasmiður f Skagafirði um sfna
daga.
Hannes Pétursson skáld og Krist-
mundur Bjarnason fræöimaóur á
Sjávarborg hafa búiö bókina undir
prentun.
Verð kr. 16.960.
Friðrik Hallgrfmsson:
MARGSLUNGIÐ MANNLÍF
Sjálfsævisaga skagfirzka bóndans
Friöriks Hallgrímssonar á Sunnu-
hvoli sýnir glögglega aö enn er f
Skagafiröi margslungiö mannlíf.
Verö kr. 9.760.
Ken Follett:
NÁLARAUGA
Æsispennandi njósnasaga úr síö-
ustu heimsstyrjöld. Margföld met-
sölubók bæöi austan hafs og vestan.
Sagan hefur þegar veriö kvikmynd-
uö.
Verð kr. 9.760.
Sidney Sheldon:
BLÓÐBÖND
Þetta er nýjasta skáldsagan eftir
höfund metsölubókanna „Frarn yfir
miönætti" og „Andlit í speglinum".
Hér er allt í senn: Ástarsaga, saka-
málasaga og leynilögreglusaga. Ein
skemmtilegasta og mest spennandl
skáldsaga Sheldons. Sagan hefur
veriö kvikmynduð.
Verö kr. 9.760.
Ingibjörg Siguröardóttir:
SUMAR VIÐ SÆINN
Ný hugljúf ástarsaga eftir Ingibjörgu
Siguröardóttur. Sögur Ingibjargar
njóta hylli almennings á (slandi.
Verö kr. 8.540.
Björn Haraldsson:
LÍFSFLETIR
Ævi.aga Arna Björn.ionar tónakálda
Hér er saga glæsileika og gáfna,
mótlætis og hryggöar, baráttu og
sigra. Þessi bók færir oss enn einu
sinni heim sanninn um þaö, aö
hvergi veröur manneskjan stærri og
sannari en einmitt í veikleika og
mótlæti.
Verð kr. 9.760.
BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR ■ AKUREYRI
SVANASÖNGUR
Snorri Hjartarson: Hauströkkr-
ið yfir mér. Ljóð.
Mál og menning. Rvik 1979, 74
bls.
Kápa: Jón Reykdal.
Þriðja ljóðabók Snorra
Hjartarsonar, Lauf og stjörnur
kom út árið 1966, þegar höfund-
ur stóð á sextugu. Hann hafði
þegar með fyrstu bók sinni lagt
ljóðaunnendur að fótum sér og
verið lofsunginn siðan sem ein-
hver mestur fagurkeri nútima-
ljóðalistar á Islandi — og jafn-
vel þótt viðar væri leitað. Varla
munu margir hafa vænst þess
aö nú, þrettán árum siðar, á
áttræðisaldri, bætti hann einni
perlunni enn á þann streng sem
mjúka nýa, / allt er nýtt og ungt
/ á sliku kvöldi, / ekkert rauna-
þungt — nema sporin burt / frá
bernskri jurt.” (Vorkvöld).
1 fyrri bókum Snorra hefur
ddeila á nútimann með vél-
menningu sinni og tilfinninga-
leysi verið áberandi. Nú er eins
og hann hafi fremur ort sig i sátt
við hlutina: Meö einhvers konar
islenskri heimspeki þar sem
rauði þráöurinn er örlagatrú
tekst honum að bera harm sinn i
hljóði:
„Langt af fjöllum hrislast
lækirnir / og laða þig margir til
fylgdar, — En vegurinn er einn,
vegurinn / velur þig, hvert spor
þitt er stigið. — Og frá upphafi
ljóðabækur hans mynduðu — og
kær.ii unnendum sinum enn á
óvart. Þetta gerist þó með
ljóðabókinni Hauströkkrið yfir
mér.
Það eru engin undur þótt
haustið sé nálægt og áleitið i
ljóðum skálds sem telur veg
sinn senn genginn á enda. Hitt
kemur mér miklu meira á óvart
i þessari bók hvernig skáldið
syngur sig meö svanasöng i sátt
við tilveruna, ekki bjartsýna
sátt heldur fremur angurværa
saknaðarsátt. Ekki hefur allt
veriö gott og hreint ekki gengið
að óskum, en fegurö augnablik-
anna nægir þó til að skyggja á
hremmingarnar og ljótleikann.
Enn geta lika komiö þær stundir,
að næstum allt sé gott:
„Hniga vörn / af himinfjöllum
skýa, / hjúfurregn / i grasið
allra vega / fór enginn þá leið
nema þú” (Langt af fjöllum).
Ég minnist þess ekki að hafa
lesið þessa islensku heimspeki i
jafn samanþjappaöri mynd og
þessari.
Hugleiðingar um trú og trúar-
traust skipa umtalsvert rúm i
Hauströkkrinu. Þar er ekkert
afgreitt með einföldum slagorð-
um né yfirlýsingum, miklu
fremur rætt um vanda þess sem
langar að geta trúaö en veit ekki
hverju. Kannski er lausnin fólg-
in I afturhvarfi til Þórsnesinga,
sem óbeint er vitnaö til i ljóöinu.
Og trúöu þeir. Niðurlagiö er
þetta:
„1 hug mér skln hamrafjallið /
sem horfði á mig barn i túni, /
að slokknaðri sól vildi ég sofna i
það, /sofa þar — vakna?” Þessi
spurn er einkennandi fyrir efa-
/ GLERHÚS/
Finn Söeborg: Glerhúsin,
Halldór S. Stefánsson þýddi.
Útg. Ljósbrá.
Finn Söeborg er fyrir lör.gu
orðinn vinsæll höfundur i
heimalandi sinu og reyndar viö-
ar þvi mjög margir Islendingar
hafa skemmt sér við lestur hans
grátbroslegu sagna.
1 þessum sögum segir venju-
lega frá fólki sem á einhvern
hátt verður fyrir baröinu á nú-
tima þjóðfélagi. Er þá oftum að
ræðaeinfalt fólk, sérvitringa og
sakleysingja sem búið hafa i
friði og ró á jöðrum hins
borgaralega samfélags i hinum
einkennilegustu húsakynnum.
Stundum ber tæknivæddur og
stressaður nútiminn að dyrum
og umtrunar öllu.
1 Glerhúsinu segir frá Alex-
ander Mikkaelsen sem býr einn
iafskekktu timburhúsi og lifir á
vöxtum smáupphæðar sem
móðir hans skildi eftir. Hann
vinnur ekki annað en að mála
málverk sem hann geymir i
skúrnum og vonar að þau finnist
eftir hans dag og þá veröi hann
frægur.
En hann fær ekki að vera i
friði. Skyndilega er landið þar
sem hjallurinn hans stendur
orðið verömætt og kaupahéðnar
véla það af honum fyrir eitt af
glerhúsunum sem þarna eiga aö
risa.
Siðan lýsir samskiptum hans
við nýja umhverfiö. Honum er i
fyrstu meinilla við allt þetta fólk
og umstang. En smám saman
fer hann að kynnast þvi og hefur
gaman af nýjum vinum. En vin-
áttan er reist á sandi þvi fólk
hélt hann vera sérvitran miljón-
era. Þaö notfærir sér trúgirni
hans og falsleysi. Hann tekur á
sig alls kyns sakir en fær aöeins
vanþakklæti fyrir. Að lokum er
hann orðinn einn og þráir aftur
friðsældina i gamla timburhús-
inu sinu. Hann er fórnarlamb
óprúttni og tillitsleysis, er bæði