Helgarpósturinn - 14.12.1979, Síða 24
24
VI Ð MÆL UM MEÐ
Föstudagur 14. desember 1979
Ji e/garpásturínn
Það er úr vöndu að cáða þegar taka skal
nokkrar bækur út úr öllu þvi flóði bóka,
sem hellist yfir landsmenn þessa dagana.
Engu að siður höfum við hætt á það, að
velja fáeinar bækur úr i ljósi umsagna
bókmenntagagnrýnenda Helgarpóstsins
þeirra Heimis Pálssonar, Gunnlaugs Ást-
geirssonar og Helga Skúla Kjartanssonar,
auk þess sem Arni Björnsson kemur einn-
ig litillega viðsögu. Þá vekjum við athygli
á nokkrum þýddum bókum og reyfurum,
sem ýmist hafa ekki borist okkur þegar
þetta er tekið saman eða ekki gefist tóm
til að fjalla um.
/s/ensk
ská/dverk
Auönuleysingi og tötrughypjaeftir Mál-
friði Einarsdóttur. Skáldsaga. útgefandi
Ljóðhús. Höfundur á niræðisaldri eys yfir
okkur genialiteti i formi einhvers konar
tilraunaskáldsögu. Ein þeirra bóka sem
auðga mannlifið og skemmta lesendum.
Sjá umsögn.
Hauströkkrið yfir mér eftir Snorra
Hjartarson. Ljóð. útgefandi Mál og
menning. A áttræðisaldri bætir Snorri við
einni perlunni eftir 13 ára þögn. Sæla má
sú þjóð prisa sig, sem er þess virði að fá
svo fallega kveðju frá fagurkera sinum.
Sjá umsögn.
Hvunndagshetjan eftir Auði Haralds.
Reynslusaga, Útgefandi: Iðunn. Þessi
bók er allmikil nýlunda i islenskum bók-
menntum, þvi að það er reynsla konunnar
sem þarna verður söguefni. Skrifuð af
mikilli kaldhæðni sem stundum er bæði
styrkur og veikleiki þessarar bókar.
Saga af manni sem fékk flugu i höfuðið
eftir Guðberg Bergsson. Skáldsaga. Út-
gefandi: Helgafell. Fabúla, dæmisaga
eða eitthvað svoleiðis. Tvimælalaust ein
merkasta bók ársins. Sjá umsögn.
Undir kalstjörnu — uppvaxtarsaga eftir
Sigurð A. Magnússon. útgefandi: Mál og
menning. Skáldsaga sem byggir i öllum
efnisatriðum á endurminningum höfund-
ar. Átakanleg bók en gott búsilag islensk-
um bókmenntum og umtalsveröur sigur
fyrir höfundinn.
Æviminningar
Fyrir sunnan eftir Tryggva Emilsson.
Útgefandi Mál og menning. Tryggvi lýkur
með þessari bók ritun endurminninga
sinna. Bækur Tryggva eru merkilegt
hetjuljóö um baráttuna og gildi barátt-
unnar fyrir betra og fagúrra mannlífi.
Með lffið I lúkunum. Rögnvaldur Sigur-
jónsson I gamni og alvöru. Guðrún Egil-
son skráði. Útgefandi Almenna bókafé-
lagið. Opinskáar, hraðar og lifandi mynd-
ir sem birta litinn og skemmtilega geira
af lifi tónlistarmanna.
Misjöfn er mannsævin. Hernámsárin.
Eftir GeirHansson (dulnefni). Útgefandi:
Orn og örlygur. Þessi saga er mikill feng-
ur, ekki aðeins fyrir þá sem vilja njóta
góðra bókmennta heldur einnig fyrir hina,
sem fyrst og fremst langar til að skilja
mannlifið i öllum sinum myndum.
Tryggva saga, ÁsgeirJakobssonskráði.
Útgefandi: Skuggsjá. Þetta er starfsaga
Tryggva Öfeigssonar og náma af fróðleik
um islenskan sjávarútveg, einkum um
togaraútgerð, togaralif og togaramenn.
Þeir vita það fyrir vestan eftir Guð-
mund G. Hagalin. Útgefandi:
Alrhenna bókafélagið. Siðasta bindi ævi-
sögu Hagalins og lýsir árunum hans á ísa-
firði. Hér er Hagalin á fullu, duglegur, ó-
vilinn, skemmtilegur.
Þýddar
bókmenntir
Að venju kemur fyrir þessi jól út mikill
fjöldi þýddra bóka. Meirihlutinn er af-
þreyingarlesning af ýmsu tagi, — hasar-
sögur og ástarsögur svokallaðar. Rétt er
að vekja sérstaka athygli á eftirfarandi
þýddum bókum á jólamarkaðnum núna:
Töframaðurinn frá Lublin eftir Nóbels-
höfundinn Isaac Bashevis Singer. Singer
er i senn afar frjór og fyndinn höfundur.
t morgunkulinu. Færeyski meistarinn
William Heinesen i afbragðsþýðingu Þor-
geirs Þorgeirssonar.
Kastaniugöngin. Falleg saga eftir Dea
Trier Mörch, höfund Vetrarbarna.
Skræpótti fuglinn. Fyrsta bókin sem
þýdd er á islensku eftir einn af fremstu
rithöfundum Bandarikjanna, Jerzy
Kosinski.
Glerhúsin. Tragikómiskur danskur
húmor frá Finn Söeborg.
Reyfarar
íslenskir lesendur hafa tekiö miklu ást-
fóstri við ýmsa erlenda reyfarahöfunda
sem eru orðnir fastir gestir á jólabóka-
markaðnum. Meðal þeirra sem nú eru
meö bækur eru Alistair MacLean (Ég
sprengi kl. 10), Sidney Sheldon (Blóð-
bönd), Hammond Innes (Filaspor), Des-
mond Bagley (Fjallvirkið), Sven Hazel
(Guði gleymdir og Monte Casino), Brian
Callison (Arás i dögun), Gavin Lyall (I
greipum dauðans), Francis Clifford
(Nauðlending, Flug 204 svarar ekki) og
fleiri.
Sérstök ástæöa er til aö vekja athygli á
reyfurum með ótvirætt bókmenntagildi,
þar sem eru lögreglusögur Maj Sjöwallog
Per Wahlöö.en sú nýjasta er Löggan sem
hló I þýðingu ölafs Jónssonar. Og ekki má
gleyma endurútgáfu á meistara Sherlock
Holmes eftir Arthur Conan Doyle.
Og á þessum jólabókamarkaði er sú ný-
lunda, að Islenskar lögreglusögur viröast
vera að fæðast sem gild bókmenntagrein,
þar sem eru Gátan leyst, Margeir, eftir
Gunnar Gunnarsson, og Vitnið sem hvarf
eftir Jón Birgi Pétursson. Báðir eru þeir
fyrrum blaðamenn og skrifa reyfara sina
út frá reynslu sinni af islenskum veru-
leika.
Ymislegt
Kvæðafylgsni. Um skáldskap eftir Jón-
as Hallgrimsson eftir Hannes Pétursson.
Vilji menn kanna og skilja kveðskap Jón-
asar munu þeir eftirleiðis ekki geta leitt
hjá sér Kvæðafylgsni.
Mikill fjöldi bóka og hljómplatna eru á-
markaðnum við hæfi barna og unglinga.
Við viljum til dæmis vekja athygli á eftir-
farandi bókum: Agnarögn.barnabók eftir
PálH. Jónsson (sjá umsögn), Lyklabarn,
verðlaunabók Andrésar Indriðasonar,
Sjáðu sætan naflann minn, kunn dönsk
unglingabók eftir Hans Hansen, Gvendur
bóndi á Svinafelli eftir enska ævintýra-
meistarann J.R.R. Tolkien, og hinar si-
gildu Dæmisögur Esóps i nýrri útgáfu.
Meðal eigulegra innlendra hljómplatna
fyrir börn: Hattur og Fattur komnir á
kreik.lög og textar ölafs Hauks Simonar-
sonar, Glámur og Skrámur, með textum
Andrésar Indriðasonar, og plata með
ungri söngkonu, Kötlu Mariu.
Sígild tón/ist
Hér er ekki ætlunin að mæla með
plötum fyrir sérstaka kunnáttumenn eða
fagurkera. Þeirsjá um sig. Þessar ábend-
ingareru fremur miðaðar við þá, sem eru
nýlega farnir að hafa gaman af klassiskri
músik, en eru óvanir að kaupa hana fyrir
sjálfa sig eða til gjafa. Allar plöturnar
fást annaöhvort i Fálkanum eða Hljóð-
færahúsinu. — ÁBj.
lslenzk þjóðlög. Guðrún Tómasdóttir og
Ólafur V. Albertsson. Þessi plata hefur
þrjá kosti: 1) Hún er góð af sjálfri sér
fyrír hvern sem er. 2) Hún er tilvalin að
senda erlendum kunningjum, sem langar
i ómenguð Islensk þjóðlög einsog þau
koma af skepnunni. Maður hefur oft lent I
vandræöum með að benda á slikt. 3) Hún
er hentug til samanburðar við þær til-
raunir, sem nú eru gerðar við að útfæra
þjóðlögin á ýmsan hátt og sumar merki-
legar, t.d. hjá Þursaflokknum. Útgefandi
Fálkinn.
Ef einhver veður enn i þeirri villu, að
klassisk músik sé endilega „þung”, mætti
hann byrja á að hlusta á þessa plötu með
ungverskum dönsum eftir Brahms og
slavneskum dönsum eftir Dvorsjak,
Berlinar Filharmóniunni og Herbert von
Karajan. Deutsche Gramophone.
Schubert — Dieskau — Moore. Ef menn
hafa heldur yndi af ljóðasönglist, þá er
hér ágætt sýnishorn, þar sem þrir snill-
ingar leggja saman. Flestir munu a.m.k.
kannast við Heiöarósina og Silunginn, en
hin lögin eru ekki lakari. Angel/EMI.
Chopin.Margir lipurputtar leika hver sitt
verkið. Sumir geta haft gaman af að vera
þá saman, þótt i litlu sé. Hér eru mörg
eftirlætisnúmer, en platan hefst á etýð-
unni, sem MA-kvartettinn söng: Kom
vornótt og syng þitt barn i blund.
Deutsche Gramophone.
Haydn. Sinfóniur 94 (Trumbuslagið) og
101 (Klukkan). Séu menn óvanir
sinfónium, er ágætt að byrja á „föður”
þeirra, hann er svo aðgengilegur. Nr. 94
er m.a. þekkt fyrir óvæntan óhemju
gauragang i miðjum undurmildum
strengjaklið. Haydn sagðist hafa sett
þetta inn til að vekja áheyrendur og yfir-
gnæfa hroturnar. Deutsche Gramophon.
Mozart. Konsertar fyrir flautu og óbó.
Sumir elska hið göfuga hljóðfæri, flaut-
una, aðrir óbóið. Hér er dýrindis dæmi um
hvort tveggja og Mozart uppá sitt ljúf-
asta, og er þá mikið sagt. EMI.
Beethoven: Keisarakonsertinn. Wilhelm
Backhaus. Vinar Filharmónian. Plötur
eru mjög misdýrar eða frá uþb. 2.500 —
15.000 kr. Fer það sumpart eftir aldri,
kostnaði við upptöku, skattheimtu og öðru
miður skiljanlegu. En ending þeirra og
gæði eru ekki eins misjöfn og ætla mætti
af verðinu. Hér er eitt hinna miklu meist-
araverka með afbragðs flytjendum á
aðeins 5.000 kr. Decca.
Sibelius. Sinfónia nr. 2. Séu menn á
annað borð komnir á sinfóniubragðið,
ættu þeir ekki að láta lengi hjá liða að
kynnast Sibeliusi, Það er óþarft að hanga
alltaf i Beethoven, þótt bestur sé. Þessi -
sinfónia er mjög fljótnumin, einkum 1. og
4. þátturinn. Henni er stjórnað af ungum
landa hans, Okko Kamu, sem hlaut 1.
verðlaun i Karajan hljómsveitarstjóra-
keppninni i Berlin 1969. Deutsche Gramo-
phon.
Það er mjög gaman að forleikjum, bæði i
ástinni og músikinni. Hér eru allir músik-
forleikir Beethovens samankomnir á
tveim plötum, og það er ekkert slor.
Berlinar filharmonian undir stjórn
Karajan. Deutsche Gramophon.
Bach.Vilji menn komast i hátiðaskap þá
er fátt haganlegra en setja þessa orgel-
plötu með Helmut Walcha á fóninn,
einkum fyrri siðuna með Tokkötu og fúgu
i d-moll. Archiv.
Vilji menn fremur hátiðasöng, þá er óhætt
að mæla með Sálumessu Verdis, sem
tekin var upp i Róm 1939 með Mariu
Caniglia, Ebe Stignani, Beniamino Gigli
og Ezio Pinza. Einsog við má búast af
óperuskáldinu, eru óvenjumörg falleg lög
i þessu erfiljóði. An þess ég sé að hvetja
fólk til að byrja inni á miðjum plötum, þá
hygg ég, að seinni hlutinn á 2. siðu (Lacri-
mosa) og miðjan á þeirri 3. (Sanctus)
gangi einna fyrst til hjartans.
Seraphin/EMI..
En láti menn sér nægja lofsöngva i
smærri skömmtun, þá hlýt ég að benda á
minningarplötuna um Róbert A. Ottósson,
sem Söngsveitin Filharmonía gefur út
með þáttum úr Sálumessu Brahms og
Messiasi eftir Handel.
Popp
Agæti lesandi! Við höfum verið beðnir
um að taka saman yfirlit um þær hljóm-
plötur sem viðmælum með i jólapakkana.
Auðvitað er sllkt yfirlit takmarkað, vegna
hins mikla fjölda góðra platna sem eru á
markaðnum i dag. En helst reynum við að
taka fyrir nýjar plötur, og þær plötur sem
við teljum skara frammúr á hinum ýmsu
sviðum. Sú flokkun er meira til leið-
beiningar, en að hún sé algild, þvi einsog
allt poppáhugafólk veit, er erfitt að skipa
þessari tónlist á ákveðna bása. Allt um
það, þá vonum við að þetta yfirlit megi
verða þérhjálp I jólainnkaupunum. Gleði-
leg jól!
—GRG/PP
1 i' Plata ársins: Stevie Wonder
Journey Through the Secret Life of Plants
kr. 15.900,-
...inniheldur aö mestu tónlist sem Stevie
Wonder samdi fyrir samnefnda kvik-
mynd. Þyngri en fyrri plötur hans, og
örugglega metnaðarfyllsta tónsmið hans
til þessa....