Helgarpósturinn - 14.12.1979, Page 27
27
Hnlfjarpncrh irinn Föstudagur 14. desember 1979
Nú hafa tilraunir til aO endur-
lifga vinstri stjórn staðið i eina
viku. Ekkert hefur enn komið
fram um viðræður þrifiokkanna,
sem bendir til þess, að rikisstjórn
sé að fæðast, og raunar hafði bæst
við enn eitt ágreiningsmálið, sem
enn er óleyst, þegar þetta er
skrifað. Kjör þingforseta á þingi
þar sem enginn meirihiuti er til er
náttúrlega vandamál, en ætti
varla að vera óleysanlegt, þótt
það viröist vefjast fyrir mönnum.
,,Ef ekki verður samkomulag um
þingforseta er ég hræddur um að
„ÁHERSL UMUNUR ’ ’Á FLOKKUNUM
framhaldið verði erfitt”, sagöi
Alþýðubandalagsmaður við mig
skömmu áðuren þingflokksfundir
hófust, eftir þingsetuna á mið-
vikudaginn.
Svavar Gestsson tók enn dýpra
i árinni, þegar ég ræddi við hann,
og fullyrti að það verði ekki
mynduð stjórn á þessu ár. ,,Það
þarf ekki minna en 20-30 fundi til
að mynda þessa stjórn, ef það
tekst þá nokkuð að mynda hana”,
sagði Svavar ennfremur. A sama
tima og þessar viðræður eru i
gangi hefur þing störf sin, og nú
er skammt til jólaleyfis. Það er
þvi ekki mikill timi til stefnu,
þurfi að leysa mörg og flókin
ágreiningsefni.
Flokksbróðir Svavars fullyrti
við mig, að Alþýðuflokkurinn sé i
rauninni klofinn i afstööu sinni til
myndunar rikisstjórnar. „Sumir
vilja í stjórn með ihaldinu, en
aðrir munu aldrei gera það. En ég
er ekki viss um að ihaldiö kæri sig
um það”, sagði hann. Ég bar und-
ir Vilmund Gylfason, hvort
Alþýðuflokksmenn vildu i stjórn
með Sjálfstæðisflokknum og hann
svaraði þvi stutt og laggott: „Það
held ég ekki. Það er bara útúr-
snúningur vondra manna”. Það
litla sem mér hefur tekist að
hlera um afstöðu Sjálfstæðis-
manna til stjórnarmyndunar
bendir ekki til þess að miklir
möguleikar séu á myndun nýrrar
„viðreisnarstjórnar”. Maður sem
er kunnugur innviðum flokksins
fullyrti þó, að þar væru tveir, sem
væru til i samstarf við Alþýðu-
flokkinn.
Alþýðuflokksmennirnir voru
mjög sparir á allar yfirlýsingar,
þegar spurt var um stöðuna i
stjórnarviðræðunum. Þannig
vildi Vilmundur ekki segja annað
um það mál, en að þeir fari ekki i
stjórn nema náist samkomulag
um harðar aðgeröir gegn verö-
bólgu. En hann benti líka á, að
ágreiningsatriði Alþýðuflokksins
og Alþýðubandalagsins séu þau
sömu og þegar vinstristjórn fór
frá.
En hvert ér svo álit Steingrims
Hermannssonar, sem gaf fyrir-
heit um nýja vinstristjórn þegar i
kosningabaráttunni?
„Það hafa veriö haldnir þrir
fullsetnir fundir, og þeir hafa ver-
ið allir i áttina. Allir flokkarnir
hafa i rauninni svipaða stefnu i
efnahagsmálunum, en ágrein-
ingurinn er fyrst og fremst fólg-
inn i áhersiunni. Hann er þó ekki
það mikill, að hann ætti að ráða
úrslitum. I kjaramálunum ber til
dæmis ekki ýkja mikið i milli, en
spurningin er hvort verkalýðs-
hreyfingin fæst til samstarfs um
það sem gera þarf , Ég vil að
linurnar fari aö skýrast i næstu
viku svo ég geti sagt hvort það
séu likur á stjórnarmyndun eða
ekki”, sagði Steingrimur.
Það er þvi ljóst að Steingrimur
hefur ekki enn misst þá bjartsýni
sem hann lýsti yfir áður en við-
ræðurnar hófust. En hvers eðlis
er svo þessi „áherslumunur”,
sem hann nefndi? Aðal atriðið
virðist vera, að allir þessir þrir
flokkar eru sammála um, að
draga þurfi úr veröbólgunni. En
ágreiningur virðist vera um það
hversu hratt a' að gera það.
Alþýðuflokkurinn vill „harðar að-
gerðir”, og ber skýrslu þjóðhags-
stofnunar fyrir sig i þvi.
Ég spurði Steingrim álits á
þessum hörðu aðgerðum sem
Alþýðuflokkurinn vill og það
reyndist einmitt hluti af
„áherslumuninum” vera. „Við
viljum lækka verðbólguna smám
saman, en erum hræddir við að
taka of mikla dýfu”, sagði Stein-
grimur meðal annars.
Framsóknarflokkurinn vill að
veröbætur komi á lægstu laun 1.
mars, þegar verðbótavisitalan
verður reiknuð út. Að mati Þjóð-
hagsstofnunar verður hún átta
prósent. En verði hún meiri vill
flokkurinn bæta allt að tveimur
prósentum á lægstu laun, i formi
félagslegra umbóta og fjölskyldu-
bóta. Alþýðubandalagið vili hins-
vegar að grunnkaupshækkanir
komi á lægstu laun auk verðlags-
bóta.
Vilmundur Gylfason var hins-
vegar ekki til viðræðu um
ákveðnar tölur i þessu sam-
bandi.Hann lét þó i það skina, að
Alþýðuflokkurinn sé fylgjandi
þvi, að kaupmáttur lægstu launa
sé tryggður. Þar fylgir Alþýðu-
flokkurinn stefnu Verkamanna-
sambandsins, var það eina sem
hann vildi slá föstu, en neitaði að
nefna tölur. „Við förum ekki að
negla niður neinar tölur sem
siðan yrði farið að versla með. Slá
af hér til að vinna þar”, sagði Vil-
mundur.
En hvað eru svo „lægstu laun”?
Atburðir, margir undarlegir,
verða svo ótt og titt með islömsk-
um þjóðum i Austurlöndum nær
um þessar mundir, að umheimur-
inn hefur varla við að trúa. Ólgan
sem ríkir með fólki á svæði is-
lams brýst fram i mörgum mynd-
um og sumum litt skiljanlegum
öðrum en þeim sem gagnkunnug-
ir eru jafnt gömlum hefðum og
tiskubylgjum dagsins á þessu
flæmi.
Samtvinnun pólitiskra og trú-
arlegra viðhorfa i óaðskiljanlega
heild meö islömskum þjóðum er
máske það fyrirbæri sem
Evrópumönnum gengur einna
lakast að gera sér grein fyrir af
þeim áhrifavöldum sem móta
UNDUR ÚR AUSTURLÖNDUM
framvinduna á svæði sem nær frá
Atlantshafi eftir endilangri suð-
urströnd Miðjarðarhafs og siðan
eftir vestar- og sunnanverðri Asiu
og allt til eyrikjanna sunnan
Kinahafs. Þar á ofan greinist
islam frá fornu fari i mismunandi
trúflokka, þar sem hver hefur til
að bera sin sérkenni.
Innrás þúsund herskárra
mahdista i bygginguna umhverfis
helgasta blett á veldi islam,
Moskuna miklu i Mekka, einmitt
þegar þar var mest þröng pila-
grima á hæstu hátið ársins, er nú
smátt og smátt að skýrast, eftir
þvi sem yfirvöld i Saudi Arabiu
láta frá sér upplýsingar i smá-
skömmtum. Ljóst er að innrásar-
menn lýstu einn úr sinum hópi, 27
ára gamlan t.rúfræðinema aö
nafni Múhameð Abdulla, mahdi
eöa guömenni það sem trúað er
að birtist á hinum efstu dögum og
verði siöast i röö spámannanna.
Mahdistarnir vörðust á þriðju
viku I kjallarahvelfingum Mosk-
unnar miklu, hundruð þeirra
félluii viðureigninni við her og
þjóðvaröliö og tugir biða dóms,
sem ekki er að efa að veröur
grimmilegur.
Stjórn Saudi Arabiu heldur þvi
enn statt og stöðugt fram, aö á-
hlaupiö á Moskuna hafi veriö
verk ærðra trúvillinga en eigi sér
enga pólitiska þýðingu. Slikt er
ekki sennilegt, þegar islömsk
trúarhreyfing á i hlut, enda benda
þær fréttir sem siast út úr landinu
og ekki hafa gehgið um greipar
yfirvalda til alls annars. Það er
ljóst að I mahdistahópnum voru
ekki bara Saudi-Arabar, þótt þeir
væru fjölmennastir, heldur var
þar einnig að finna fólk ættað frá
Jemen, Egyptalandi, Kuwait,
Pakistan og fleiri löndum, sem sé
fulltrúa þeirra mörgu þjóðerna
hins islamska heims, sem leitaö
hafa úr fátæktinni heimafyrir i
oliuuppgripin i Saudi Arabiu.
Þetta aðkomufólk slagar að tölu
hátt upp i heimamenn, og mikill
hluti þess er af trúflokki shiita, en
Saudiarabar eru langflestir
súnniar.
A oliusvæðunum viö Persaflóa
er mest mergð aðflutts starfsliös i
atvinnulifi og opinberri þjónustu
Saudi Arabiu. t borgum á þess-
ums slóðum kom um siðustu
mánaðamót til uppþota, og þurfti
að sögn 20.000 manna herlið til aö
skakka leikinn.Stjórnvöld Saudi
Arabiu verjast enn allra frétta af
þessum atburðum. Eftir þvi sem
næst veröur komist voru þaö að-
fluttir shiitar frá Kuwait, Irak og
Iran sem aö óspektunum stóðu og
kröfðust þess að stjórn Saudi Ara-
biu gerði að sinum málstað Kho-
meini erkiklerks og styddi Iran i
átökunum við Bandarikin út af
gislatökunni i bandariska sendí-
ráðinu i Teheran.
Þá hefur skotið upp i Beirut,
höfuðborg Libanons, stjórnmála-
hreyfingu sem kveöst hafa staðið
að áhlaupinu i Moskuna miklu i
Mekka. Kallar hreyfingin sig
Bandalag þjóða Arabiuskaga og
kveðststefna að þvi að binda endi
á yfirráð Saudi-ættarinnar yfir
meginhluta skagans.
Minnihlutahópar sem ekki er
vært í öörum Arabarikjum leita
enn hælis I skjóli frjálslegra
stjórnarhátta i Libanon, þótt land-
iö sé flakandi i sárum eftir borg-
Svavar Gestsson fullyrti, að þau
laun sem yrðu að hækka væru þau
laun sem Alþýðusambandiö
ákvað 1976 að væru hundraö þús-
und. Framreiknað á verðlagið
eins og það er nú yrðu þessi laun
um 300 þúsund krónur. „Við
leggjum ofurkapp á að pina þessi
laun upp i væntanlegri stjórn, ef
af henni verður”, sagöi Svavar.
Ekki virðast þó allir i Alþýöu-
bandlaginu vera sammála um
hvar þetta láglaunaþak á að vera.
Einn Alþýöubandalagsmaöur
sem ég ræddi viö, sagðist vera þvi
fylgjandi að fara sem allra hæst
með þetta þak. Hann benti enn-
fremur á það, aö til væru þeir inn-
an þingflokksins, sem teldu sig
bundna af launastefnu BSRB,
sem samþykkti fyrir skömmu, að
viö næstu samninga verði krafist
17-36 prósent kauphækkana.
Steingrimur Hermannsson-
sagði, að enn hafi ekki verið rætt I
alvöru hvar setja skuli launaþak-
ið. Sjálfur taldi hann að það ætti
að vera einhversstaðar á bilinu 3-
400þúsund krónur. A laun upp að
þessu marki kvaöst hannálita aö
verðbætur eigi að koma. „Við
erum hlynntir þvi, að á þessi
lægstu laun eigi að koma grunn-
kaupshækkanir, en það er ekki
svigrúm til þess”, sagði Stein-
grimur og bætti þvi við, að sam-
kvæmt þessu mundu hærri laun
að sjálfsögðu rýrna að kaup-
mætti.
Þótt mér hafi verið tiðrætt hér
um kjaramálin eru þau að sjálf-
sögðu ekki eina máiið sem
flokkarnir þurfa að koma sér
saman um áður en unnt veröur að
mynda rikisstjórn. Þau eru hins-
vegar þaö verkefni sem brýnast
er að leysa. Þar er ákaflega
skammur timi til stefnu. Annaö
stórmál,sem ágreiningur er um,
eru erlendar lántökur. Bæöi
Alþýöubandalagið og Framsókn-
arflokkurinn vilja að ráðist
veröi i virkjanaframkvæmdir á
næstunni, en Alþýöuflokkurinn
telur brýnt að stöðva allar lántök-
ur erlendis frá og byrja að greiða
niður skuldir. Framsóknar-
flokkurinn hefur skýrt afstöðu
sina á þann veg, að það sé nauð-
synlegt að framleiða isienska
orku, og spari það gjaldeyri eða
afli gjaldeyris, sé sjálfsagt að
taka erlend lán til slikra
framkvæmda. Alþýðubandlagið
leggur megin áherslu á að virkja
til aö efla innlendan iðnaö.
Hvorttveggja er að sjálfsögöu
góðra gjalda vert, en á hitt ber að
lita að I þessu máli hefur Alþýðu-
flokkurinn haft gallharða afstöðu
og telur erlenda skuldasöfnun
einn helsta verðbólguvaldinn. En
á það má benda i þessu sam-
bandi, að oliuvinnsla Norðmanna
var nær öll fjármögnuð með
erlendum lánum. Um nokkurt
skeið báru Norðmenn þyngri
skuldabagga á hvert mannsbarn i
landinu en aðrar þjóðir Norður-
Evrópu, en nú er árangurinn að
koma i ljós
Hermálin hafa ekki verið mikið
til umræðu til þessa i viðræðum
þriflokkanna. Málið var reifað á
fyrsta fundinum og að sögn Al-
þýðubandalagsmanna fékk krafa
þeirra um brottför hersins litinn
hljómgrunn. Alþýðuflokkurinn
hefur ákveðna afstöðu þar og
Framsóknarmenn eru ekki til
vibræðu um þetta heldur. „En við
viljum heldur ekki status quo til
eilifðar” sagði Steingrimur Her-
mannsson um þetta mál, og kvað
það sina eigin skoðun, að Is-
lendingar eigi að fá meira
ákvörðunarvald um eigin varnir.
Þá er enn ótalið það sem litur út
fyrir að vera ein helsta hindrunin
i vegi nýrrar vinstristjórnar.
„Heift krata út i Alþýðubanda-
lagið er mikill ásteytingarsteinn
og hún þarf að hverfa. Þeir vilja
helst ekki mynda stjórn með Al-
þýðubandalaginu” sagði Alþýðu-
bandalagsmaðurinn sem ég
ræddi viö óformlega. Steingrimur
tók undir þetta og sagöi, að ósam-
komulag Alþýöuflokks og Alþýöu-
bandalags sé slæmt. Frá sjónar-
hóli Alþýðuflokksins stafar þessi
„heift” fyrst og fremst af þvi, að
Alþýöubandalagið hefur ekki sett
fram raunhæfar hugmyndir i
efnahagsmálunum að þeirra áliti.
yfirsýn
(iðtpOí-ýLrílGdJ
arastyrjöld og ihlutun Sýrlend-
inga og Palestinumanna i deilur
Libana. A fundi Arababandalags-
ins i Túnis fyrir skömmu var eitt
aðalmálið krafa Libanons-
stjórnar um að bandalagiö beitti
sér fyrir þvi að stjórnin i Beirut
næði á ný yfirráðum yfir
suðurhéruðum landsins. Nú
skiptast þau i yfirráðasvæði PLO
Frelsissamtaka Palestinumanna,
annarsvegar og hersveita
kristinna Libana hins vegar„ og
hafa hinir siðarnefndu samvinnu
við tsraelsmenn um að halda
Palestinumönnum i skefjum.
Sarkis forseta Libanons varð það
eitt ágengt á fundinum i Túnis, að
Yasser Arafat, leiötogi PLO, hét
þvi að menn hans skyldu láta af
árásum á Israel frá stöövum i
Suður-Libanon, svo landiö lægi
ekki lengur undir gagnárásum
tsraelsmanna.
Komið er á daginn að Quadhafi
valdhafi i Libyu er ævareiður for-
ustu PLO og telur að með loforö-
inu við Libanonstjórn um aö láta
af árásum á tsrael hafi Arafat
svikið málstað Palestinumanna.
Hefur Quadhafi nú einsett sér að
nota þetta tilefni til að seilast til
áhrifa i röðum Palestinumanna
og steypa Arafat og samstarfs-
mönnum hans af stóli. Telur hann
þá visa til að gera sætt viö tsrael,
ef árangur verður af viöleitni
Egypta og Bandarikjamanna til
að telja tsraelsstjórn á að fallast
á raunveruleg sjálfstjórnarrétt-
indi Palestinumanna á hernumd-
um svæðum.
Reynslan sýnir aö Quadhafi
lætur sér fátt fyrir brjósti brenna,
og hefur hann sett á laggirnar
sveitir úr hópi 40.000 landflótta
Palestinumanna, sem búsettir
eru í Libyu. Þetta lið lét hann
setjast um skrifstofur PLO i Tri-
poli og Benghazi, svo fulltrúum
Arafats var þar ekki vært lengur.
Eftir
Magnús
Torfa
Ólafsson
Stjórn PLO svaraði atlögu
Quadhafi með hótun um að ráðast
á libysk sendiráö, ef hann léti
ekki stöðvar Palestinumanna i
friði. Þá hafa fréttir borist af þvi,
aö PLO-menn geri sig liklega til
aö ljóstra upp atvikum við hvarf
leiötoga shiita i Libanon, sem
týndist i Libyu fyrir ári og ekkert
hefur spurst til siðan. Leikur orð
á að Quadhafi hafi manninn i
haldi, þó engin skýring sé á hvað
honum ætti að ganga til mann-
ránsins. Shiitar I tran með Kho-
meini erkiklerk i broddi fylkingar
hafa krafið Quadhafi skýringar á
hvarfi trúbróöur sins en ekki
fengið önnur svör en vifilengjur.
Enn hafa mál flóknaö viö aö
klerkur einn i Iran, Montazari að
nafni, hefur tekið sig til og safnað
1000 manna liöi, sem hann ætlar
aö fara meö til Libanon og herja
þaðan á ísrael. Hvorki Libanon-
stjórn né Arafat vilja heyra þessa
irönsku hersveit né sjá, og hefur
Libanon lokað lofthelgi sinni fyrir
irönskum flugvélum, siðan tiltæki
Montazaris spurðist.
Þegar siðast fréttist sátu 500
striðsmenn Montazari i flugstöö-
inni i Teheran og heimtuðu flug-
vél til að komast til Libanon að
berjast, en 300 úr hópnum lögðu
undir sig utanrikisráðuneyti
Irans til að knýja stjómvöld til
aðgerða.
Segja má að hver þessara at-
burða um sig hafi ekki meirihátt-
ar þýðingu, en saman bera þeir
vott um ólguna með islömskum
þjóðum, einkum aröbum, sem
enn getur sett óþægilegt strik f
reikninga um alla heimsbyggð-
ina, sem háð er oliuútflutningi af
.þessum slóðum.