Helgarpósturinn - 02.05.1980, Page 1

Helgarpósturinn - 02.05.1980, Page 1
Niels-Henning Örsted-Pedersen i Helgarpóstsvidtali Bslendingar lappa upp á útlitið: Á 3JA ÞÚSUND GANGAST UND- IR FEGRUNARAÐGERDIR Á ÁRI Samkvæmt lauslegri athugun má ætia aö hátt á þriðja þásund Islendingar leiti á ári hverju til svokallaðra lýtalækna til að láta lagfæra á sér útlitið og f jarlægja ýmis lfkamslýti. Verkefni lýtalækna eru hin fjölbreytilegustu. Stundum eru lagfærð andlitslýti á borð við klofnar varir eöa klofna góma en I öðrum tilfellum er um að ræða hreinar fegrunaraðgerðir, svo sem andlitsstrekkingu til aö fjarlægja hrukkur og minnkun eða stækkun brjósta. Lýtalækningar hafa farið mjög I vöxt um heim allan og t.d. i Bandaríkjunum er andlits- lyfting að verða hklfgert tisku- fyrirbrigði. Þar eru slikar aö- gerðir dýrar og vart á færi nema auðugs fólks að gangast undir þær. Hér hins vegar greiða sjúkrasamlögin að lang- mestu leyti allan kostnað við aðgerðir af þessu tagi, og læknar hér eru sammála um að af þeim ástæðum sé ek'.ci unnt að greina neina stétu-- skiptingu meðal þess fólks sem leitar sér slikrar lækningar. ÞRÁTEFUÐ í TEHERAN ^jEftir misheppnaða tilraun Bandarikjamanna á dögunum til að frelsa gislana I Teheran er orðið ljóst að samningaleiðina verður að reyna á ný, þótt ekki sé hUn vænleg eftir siðustu at- burði. En einmitt þá segir reyndasti og færasti samninga- maður Bandarikjanna, Cyrus Vance utanrikisráðherra starfi sinu lausu. Astæðan til brott- farar hans Ur rikisstjórn Cart- ers er að ákvörðunin að reyna að leysa glslana Ur prlsund meö herleiðangri var tekin gegn hans ráðum, og þess vegna afréö hann að hverfa Ur embætti hvernig sem tilrauninni reiddi af,” segir MagnUs Torfi Ólafs- son I Erlendri yfirsýn Helsta vonin um að fá glslana leysta viröist nU vera svj að sýna þolinmæöi og vinna áð þvl að hófsamari öfl 1 Teheran, sem vilja leysa glslamálið, geti fengið þeim vilja sínum framgengt. FLUGLEKMR í FRUMSKÓGINUM Margir óttast, að Flugleiðir séu á barmi gjaldþrots. A aöal- fundifélagsins, sem var haldinn fyrir skömmu, voru gerðar opinberar geigvænlegar tölur yfir tap þess, sérstaklega á Norður-Atlantshafsleiðunum, þar sem frumskógarlögmáliö gildir nU og kemur fram I hömlulausri samkeppni. NU er spurningin sU, hvort þessi hömlulausa samkeppni veldur þvl, að Flugleiðum takist að ná aftur fótfestu á Atlants- hafsleiöunum, eða það veröi meðal þeirra flugfélaga, sem verða samkeppninni að bráð. Er kannski skynsamlegast fyrir Flugleiðir að hætta Atlantshafs- fluginu og einbeita sér að þvi að tryggja rekstur innanlands- flugsins og flugs til næstu nágrannalanda I staöinn? Um þetta fjallar Innlend yfirsýn I dag. FORYSTULEYSISTJÓRNAR- INNAR í KJARAMÁLUM - hákart Suðurheímskautsfarinn Nordenskjöld og Karen Berg: ASTARÆVINTYRIÐ UPP- HÓFSTI óYRAFIRDI Þjóðminjasafn Islands hefur varðveitt þessa mynd frá Dýrafirði þar sem sjást Berg-hjónin ásamt ungu barni skammt frá hvalveiðistöðinni (Höfðaodda. Fyrir 80 árum gerði sænski landkönnuöurinn Nils Otto Gustav Nordenskjöld stuttan stans hjá norska hvalveiðifor- stjóranum Lauritz Jakob Berg, að Höfða I Dýrafiröi. Þá var Nordenskjöld ungur og óþekkt- ur, nýkominn úr ieiðangri til Austur-Grnlands með danska landkönnuðinum C.G. Amdrup. Þessi dvöl hans á islandi leiddi til þess, að fimm árum seinna gekk hann i hjónaband með yngstu dóttur Berg, Karen. Aður en hann bar upp bónorðið stjórnaði hann vis- indaleiðangri til Suðurheims- skautslandsins. Þar var hann, ásamt mönnum slnum I 22 mán- uði og leiöangurinn löngu talinn af, þegar áhöfn argentinska skipsins Uruguay kom þeim til bjargar. Nordenskjöld lést áriö 1928 en ekkja hans, Karen Nordenskjöld lifir enn, 98 ára gömul, og býr I Svlþjóð, Hún hefur aila tlö hald- iö tryggð við Island, var I bréfasambandi við uppeldis-. bróður sinn, Jón Jónsson skreð- ara I tsafirði sem ólst upp á Höfða við Dýrafjörð, þar til hannféllfrái haust, 91 árs gamall.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.