Helgarpósturinn - 02.05.1980, Page 3
-helgarpásturinn. Föstudagur 2. maí 1980
3
Kona fyrir og eftir nefaðgerö.
grundvelli má þó ætla, að fjöldi
þeirra, sem leita til lýtalækna á
heilu ári nálgist þriðja þúsundið.
Það ber þó enn að itreka, að þessi
áætlun er heildaráætlun allra
þeirra sem til lýtalækna leita og
alls ekki allir þeirra koma i feg-
urðaraukaskyni, eins og áöur var
lýst.
En við skulum halda okkur við
þær lækningar sem fyrst og
fremst eru til fegurðarauka.
Helgarpósturinn hafði samband
við fjóra aðila, sem leituðu til
lýtalæknis vegna likamslýta, sem
þetta sama fólk taldi sig hafa.
„Of þung og stór"
Fyrst er það 22 ára stúlka úr
Reykjavik, sem lét fyrir tæpum
tveimur árum minnka brjóst sin.
Hún var spurð hvers vegna.
„Astæðan var einfaldlega sú, að
ég hugðist fara út i módelstörf og
fannst brjóst min bæði of þung og
of stór til að geta komist áfram i
þeim bransa. Ég leitaði þvi til
lýtalæknis og hann samþykkti að-
gerð. Ég varð þó að biða i nokk-
urn tima eftir þvi að komast að.
Eftir aö ég var skorin var ég
látin liggja i 5 daga á sjúkrahúsi.
Ég hef þó ekki farið nægilega vel
með mig eftir að ég kom heim af
spitalanum, þvi skurðurinn greri
illa saman, það varð að endur-
taka aðgerðina nokkrum man-
uðum siðar. Þá gekk allt eins og i
sögu og ég er söm og ég var,
nema brjóstin min eru nú minni.
Ég sé alls ekki eftir þvi að hafa
farið út i þessa aðgerð. Bæði var
aðgerðin til fegurðarauka fyrir
sjálfan mig, auk þesss sem
liðanin er mun betri á eftir. Of
stór brjóst geta nefnilega verið
óþægilega þungur baggi að
bera.”
Fæöingarblettur
afskorinn
Næst var talað við 36 ára
gamlan karlmann, sem hafði
stóran fæðingarblett á hálsinum
og fékk hann fjarlægðan. ,,Ég hef
verið með fæðingarblett á háls-
inum i langan tima, en á siðustu
árum tók hann að stækka óeöli-
lega mikið. Var bletturinn, sem
rendar var orðinn að stóru flykki,
farinn að pirra mig svo og skera i
augu minnar heittelskuðu, svo ég
skellti mér til lýtalæknis og hann
skar hnúðinn af. Þetta kostaði
mig samtals 10 þúsund krónur.
Tryggingarnar borguðu restina.”
Stritt á
„skúffukjaftinum"
Maður á fertugsaldri með svo-
kallaða skúffuhöku, þ.e. neðri
tanngarður skagaði framar en
efri tanngarðurinn. Hann var
fæddur svona, en fór i aðgerð, þar
sem kjálkarnir voru teknir i
sundur aftan til og færðir aftur.
Hann sagði I samtali við
Helgarpóstinn: „Þetta útlit mitt
hafði alla ævi verið mér mikill
þyrnir i augum. Mér var stritt
mikið á þessu i æsku og þessi
„skúffukjaftur” minn, eins og
hann var einatt nefndur, var til
mikillar óprýði á andliti minu.
Þetta var töluverð aðgerð og tók
nokkurn tima að jafna sig eftir
hana, en hún tókst vel og ég sé
hreint ekki eftir þvi að hafa
gengist undir hana. Lifið er allt
annað i dag. Nú get ég sýnt mig á
almannafæri án þess að
skammast min fyrir útlit mitt og
án þess að hafa hendurnar sifellt
við munninn til að skýla hökunni -
og munninum.
Það er greinilegt á ofan-
greindum ummælum þriggja
aðila, sem hafa gengist undir
aðgerðir, að aðstæður og ástæður
fólks eru mismunandi. Sumir
þjást fyrir útlit sitt og vilja þess
vegna hjálp, en aðrir jafnvel eru
að „flikka” upp á annars ágætt
útlit,kannski i atvinnuskyni. Við
spurðum Knút Björnsson hvort
hann uppfyllti allar óskir manna.
„Nei, ekki er það nú,” svaraði
hann. „Hins vegar er okkur kennt
að virða óskir fólks og til-
finningar. Virðing okkar fyrir til-
finningum fólks á nánast að vera
takmarkalaus. Við skapnaðar-
læknar erum þjónar fólksins fyrst
og fremst.”
Knútur bætti þvi við, að lýta-
læknar þyrftu á stundum að vera
miklir mannþekkjarar og reyna
að finna bakgrunninn fyrir óskum
fólks. Það kæmi stundum fyrir að
fólk kæmi niðurbrotið vegna ein-
hvers meints likamsgalla. Þessi
galli væri ef til vill lagfærður, en
siðan kæmi á daginn, að sálar-
ástand þessa fólks breyttist ekki
til þess betra. Væri þá þetta fólk
haldið einhverri sálarveilu af
Hvað kostar fegurðaraukinn?
Stækkuð brjóst: 49.080
Minnkuð brjóst: 77.710
Sköpulagsaðgerð á nefi v. brots: 40.900
Nefskel tekin öll eða að hluta
eða þorn tekið: 8.180
Hallinkjammaaðgerð (skúffukjaftur): 18.814
Sköpulagsaðgerðáandliti, minniháttar: 65.440
Sköpulagsaðgerð á andliti, meiriháttar: 77.710
Sköpulagsaðgerð á andliti, mesta: 102.250
Sköpulagsaðgerð á miðeyra: 122.700
Skinnflutningur minniháttar: 13.088
Skinnflutningur meiriháttar: 32.720
Skinnflutningur, mesti: 77.710
Aðgerð á sympathicus i brjóst- eða lenda-
svæði: 10.250
Tryggingarnar greiða þessa aðgerðir að
langmestu leyti.
öðrum orsökum. „Af þessum
sökum verðum við að kanna
gaumgæfilega ástæður þess að
fólk biður um hjálp okkar. Ef mér
þykir sýnt að viðkomandi sjúk-
lingur þjáist ekki tilfinningalega
fyrst og fremst vegna einhvers
likamslýtis, þá visa ég honum á
geðlækni. Slik tilvik hafa komi
upp.
„Framleiöa ekki
fegurðargyöjur"
„Við lýtalæknar erum ekki að
framleiða einhverjar fegurðar-
gyðjur. Það er ekki okkar verks-
svið,” sagði ^Arni Björnsson
læknir. „Við erum að hjálpa fólki
með likamslýti, sem það liður
fyrir. Ég tek alls ekki að mér öll
þau verkefni, sem óskað er eftir.
Það fer allt eftir þvi sem liggur á
bak við óskir fólks.”
Að sögn mun það nokkuð vera
eftir eðli fegurðaraukaaðgerð-
anna, á hvaða aldri sjúklingar
eru. Þannig munu þaö vera konur
um eða yfir miðjan aldur, sem
vilja andlitslyftingu. Þó hafa
konur allt niður i 35 ára aldur
farið i slika aðgerð. Hvað varðar
brjóstaðgerðir, þá eru það konur
á öllum aldri, sem biðja um slikt,
allt frá 17—18 ára upp i 65 ára.
Aðrar likamslýtaaðgerðir eru
framkvæmdar á fólki á öllum
aldri. Það má vera ljóst af þvi
sem hér hefur verið sagt, að það
erkvenfólkað miklum meirihluta
til, sem leitar til lýta-
lækna.
Að sögn Knúts Björnssonar og
Arna Björnssonar hafa feimni og
fordómar gagnvart lýta-
lækningum verið á hröðu undan-
haldi siðustu árin. „Þetta er
orðinn sjálfsagður hlutur I okkar
nútimaþjóðfélagi og þjónusta,
sem fólk nýtir sér kinnroða-
laust,” sagði Kútur Björnsson
læknir.
Aðspurðir sögðu þeir Knútur og
Árni, að það væri öllu jöfnu ekki
fólk úr neinum sérstökum starf-
stéttum sem til þeirra leitaði.
„Það er jafnt láglaunafólk, sem
fólk með hærrilaun, sem til okkar
kemur,” sagði Knútur Björnsson.
„Orsök þess er sú, að trygg-
ingarnar hjálpa til með að fjár-
magna aðgerðirnar. Ef hins
vegar þær væru ekki til staðar, þá
væri hætta á þvi að aögerðir sem
þessar væru einkamál þeirra,
sem meira mættu sin peninga-
lega. Þannig hefur það t.d. veriö i
Bandarikjunum, enda eru lýtaað-
gerðir þar mjög dýrar. Full
skipulagsaðgerð á andliti þar
mun kosta um 5 þúsund dollara.
Hér heima myndi andlitslyfting
samkvæmt taxta kosta um 100
þúsund krónur og sú upphæð er
greidd af tryggingunum.”
eftir Gudmund Arna Stefánsson myndir: Friöþjófur
PIATT
Ntl ER
ÞITT
TÆKIH
til að eignast 20“
Philips litsjónvarp á
ótrúlega hagstæðu verði.
Staðgreiðsluverð
Kr. 583.650.00
Philips 20“ C 011 littækin hafa:
PHILIPS
★ ln-line myndlampa.
★ 8 rásir.
★ Sjálfvirka myndstillingu.
★ Spennujafnara, sem þolir frá 160—260 volt.
★ Hátalara 4“x6“.
★ Viðarkassa með hnotulíki (betri hljómur).
★ Málin eru 40x41x48 cm (bxhxd).
★ Að sjálfsögðu Philips mynd og litgæði.