Helgarpósturinn - 02.05.1980, Page 6
6
Föstudagur 2. maí 1980
he/garpásturinn-.
Hvernig er þaö eiginlega meö
krakka ntitildags, eru þeir alveg
hættir aö kunna aö leika sér? -er
ekki óalgeng spurning foreldra
sem sjá ekki börnin sin I kýló.
stórfiskaleik, sto eöa fallinni
spýtu, leikjunum sem voru vin-
sælastir þegar þeir voru ungir.
Þaö er kannski full djúpt i árinni
tekiö aö segja aö börn kunni ekki
aö leika sér lengur, en leikvenjur
barna hafa áreiöanlega breyst
töluvert á siðustu 20 árum eöa
svo — alveg eins og svo margt
annaö i þjóöfélaginu.Sjónvarpiö
hefur eflaust kyrrsett gjörsam-
lega þann hluta krakkanna sem
ekki var leikglaðastur fyrir, og
fullkomin leiktæki hafa tekiö
frumkvæöiö af öörum. Nú eru til
leikföng svo fullkomin aö þaö er
nánast spurning hvor aöilinn er
hvaö, hver stjórnar hverjum.
Dúkkur eru farnár aö tala, boröa
og gera þarfir sinar, og bilar aka
eftir skipunum.
Miðaldir i leikjunum
Menn ættu þó ekki aö örvænta.
Barnaleikir eru lifseigari en svo.
Skollaleikur, sem allir hljóta aö
þekkja var t.d. kallaöur Miagre
Dicitis i Rómaveldi hinu forna,
þar sem hann var vinsæll. Aðrir
leikir eru ennþá eldri. Til er i
Bretlandi söng og látbragösleikur
sem heitir „Oats, Peas, Beans
and Barley Grow” og nýtur ennþá
nokkurra vinsælda. Þessi leikur
er talin leifar af forsögulegum
frjósemisdönsum.
Fallin spýtan er sömuleiöis
annaö og meira en uppfinning Is-
lenskra krakka fyrir fimmtiu ár-
um. Leikurinn er alþjóðlegur og
gengur i stuttu máli útá þaö aö
fela sig fyrir einum aöila. Hann
hefur spýtu á ákveðnum staö, en
meö þvi aö hlaupa til og snerta
spýtuna geta þeir sem fela sig
„unniö”. Þá er þeim borgiö.
Þessi leikur er runninn úr ein-
hverri miöaldatrú þess efnis aö
viss tré séu helg. Huldufólk ku
hafa óttast járn og þvi helgaö sér
einstök tré. Meö þvi aö snerta þau
átti ' mannskepnunni aö vera
borgiö á hættustundum. Þetta
leiöir reyndar hugann aö þeim siö
aö banka á viö og segja „sjö, nlu,
þrettán”. Kannski á hann sér lik-
ar rætur.
Siöastaleikur er sömuleiöis tal-
inn frá miðöldum. Þá voru marg-
ir haldnir illum öndum, og fyrir
vikiö óttalegar persónur. Fólk
nánast ekkert vitaö um. Guörún
Kvaran á Oröabók Háskólans
hefur verið aö viöa aö sér fróöleik
um gamla Islenska leik'i.aöallega
meö viötölum viö gamalt fólk.
Guörún sagöi i samtali viö
Helgarpóstinn að greinilegt væri
aö viö værum nú þegar búin aö
„týna” mörgum leikjum, þ.e. aö
viö vitum aö leikirnir voru til, en
vitum ekkert um þá. Aöra gamla
leiki þekkjum viö og Guörún
nefndi sem dæmi (Jtilegumanna-
leik, Borgarleik, Hafnarleik,
Fuglaleikog allskyns söng og lát-
bragösleiki svo sem „Aö hverju
leitar Lóan?” og Vefaradans.
Auk þess voru ýmsar þrautir og
Gamlir islenskir leikir taka miö
af staöháttum — leiktækin eru fá-
brotin og jafnvel engin, og tals-
veröur munur hefur veriö á leikj-
um til sveita og leikjum viö
sjávarsiöuna. Þaö er ekki fyrr en
á þessari öld, þegar þéttbýlis-
kjarnarnir fara aö myndast, aö
fjöldaleikir eins og boltaleikir
margskonar fara aö veröa áber-
andi. Fótbolti hefur án efa komiö
frá Noröurlöndum og Bretlandi,
en kýló, leikur sem hér á landi er
eingöngu barnaleikur, er ein-
földuö mynd hins ameriska
„Baseball”.
Sverð og skjöldur
Þar komum viö aö ööru ein-
kenni barnaleikja. Barnaleikir
LISTIN AD
LEIKA SÉR
HVAÐ ER MERKILEGT VIÐ FÖLLNU SPÝTUNA?
eftir Gudjón Arngrímsson
Myndir: Friðþjófur
foröaöist þær sem þaö framast
gat. Sama fyrirbrigöi gildir I
siöastaleiknum — einn eÆnn, og
eltist viö alia hina. Um leiö og
hann snertir einhvern, færist and-
inn yfir, og þannig koll af kolli.
Margir leikir týndir
Ekki hafa allir barnaleikir
svona djúpar rætur. En margir
eru til I ýmsum myndum, og und-
ir ýmsum heitum I fjöldamörgum
löndum. Skollaleikur er til dæmis
tilundirýmsum nöfnum um allan
heim, á Italiu heitir hann Mosca
cieca, á Spáni Blind hæna, i
Þýskalandi Blind kýr og svo
framvegis.
Uppruni barnaleika er reyndar
heil fræöigrein, sambland af
þjóöháttafræöi, mannfræöi og
þjóösagnapælingum .Hvernig
þessir leikir komu til Islands er
leikjabrögö mun algengari en
núna.
Frá Noregi og Danmörku
Guörún sagðist halda aö leikir
eins og Fallin spýtan væru ekki
mikiö eldri en 50 ára. „Viö höfum
afar litlar upplýsingar um upp-
runa leikjanna”, sagöi hún. „Þaö
er mér vitanlega enginnsaman-
buröur til á barnaleikjum hér og i
nágrannalöndunum. Þaö má þó
reikna meö aö mikiö af þessum
gömlu ieikjum komi frá Dan-
mörku og Noregi. Hérna voru
norskir sjómenn, og Danir aö
sjálfsögöu útum allt, og þaö má
leiða aö þvi getum aö einhverjir
leikjanna hafi komiö meö þeim’,’
sagöi Guörún.
eru aö verulegu leyti eftiröpun á
athæfi fullorðinna. Þegar full-
orönir taka svo upp nýjar venjur
lifa leikirnir oft á tiöum áfram.
Kýló lifir t.d. hér eingöngu I
barnaleikjum. A stundum má
skyggnast dálitiö inni fortiöina
meö þvi aö skoða barnaleiki.eins
og fram kom hér aö framan. Börn
viröast til dæmis vera talsvert á
eftir timanum i hernaöarleikjum,
sem eru mjög algengir, Skylm-
ingar eru (voru) mjög vinsælar
hundruöum ára eftir aö byssan
tók viö hjá hinum fullorðnu.
Vissulega hafa bækur og bló-
myndir áhrif á barnaleiki, en þær
skýra varla þá staöreynd aö ann-
aö hvort sveinbarn sem fæöst hef-
ur á Islandi á þessari öld hefur
eignast boga, sverö og skjöld, hin
heföbundnu bardagatæki for-
tiöarinnar.
Astæöan fyrir þvi aö barna-
leikir eru svona langllfir er án efa
sú aö foreldrar og aörir uppal-
endur kenna börnum leikina sem
þeir léku á yngri árum. Ragn-
heiður óskarsdóttir, fóstra, sagöi
t.d. aö hún og starfsbræður
hennar kenndu börnunum leikina
sem þau lékju sér I á yngri árum
— jafnframt ýmisskonar þroska
leikjum, sem fósturnar hafa lært
af námsbókum. Leiki sem þjálfa
eiga t.d. sjón og heyrn og auka
hugmyndaflug. Krakkar á dag-
heimilum eru enn of ung til aö
leika sér i flóknari og f jölmennari
leikjum, og þvi er þaö oftast svo
aö fóstrurnar stjórni leikjunum.
Ragnheiöur sagöi ekki óalgengt
aö þegar þær litu af krökkunum I
leik eins og stórfiskaleik, liði ekki
nema örstutt stund þar til leikur-
inn leystist upp.
Inn í samfélagið
Semsagt: Aö baki sakleysis-
legra barnaleikja býr stundum
árþúsundalöng saga, þó börnin
viti þaö ekki. Þau vita ekki heldur
aö þátttaka I barnaleikjunum er
fyrsta þátttaka þeirra (á jafn-
réttisgrundvelli) i mannlegu
samfélagi. Meö þvl aö leika sér
viö aöra stigur barniö fyrsta
skrefiö i átt til siömenningar og
sjálfsstjórnar. Þegar leikirnir
veröa þróaöri lærist aö fara eftir
fyrirfram ákveönum reglum, og
allt sem þvl er samfara. 1 barna-
leikjum læra börnin aö veröa full-
orðin, og þaö skal því engan
undra þótt krakkar taki þá alvar-
lega. Eöa eins og segir I visunni
stórmerkilegu:
Ollen dúllen doff
kikki lani koff.
Koffi lani,
Bikki bani.
(Jllen dúllen doff.
■ Systurnar Hulda og Guörún Ingvarsdætur segjast aöal-
lega fara i teygjó i skóianum, og einnig stundum i snú-snú.
„Svo förum viö lika rtundum i Brennó og Yfir, og strák-
arnir fara i fótbolta”, sögöu þær. Stórfiskaleik sögöust
þær aldrei fara í, enda kannski orönar full gamlar til þess.
Þær mundu ekki eftir öörum leikjum i svipinn og sögöust
aðallega gera „hitt og þetta”.
■ Arnar Olsen Rikharösson, Máni Freysteinsson og Jón
Hannes Karlsson, sem eru ellefu og tóif ára, voru fljótir aö
svara þvi hvernig þeir léku sér. „Viö erum oftast I körfu-
bolta og fótbolta”, sögöu þeir. „Svo förum viö stundum I
brennubolta og einn leik sem heitir Uppfyrir öllum”.
Samkvæmt upplýsingum strákanna er þaö einhverskonar
útgáfa af sto. Fyrir utan þessa boltaleiki sögöust þeir
hjóla og dunda sér á ýmsan hátt, og minntust meira aö
segja á riddaraslag.
■Jón Hjartarson, Halldór Óskar Sivers og Siguröur Sig-
urösson voru I miöju kafi I mjög vinsælum leik, þegar
Helgarpósturinn rakst á þá. Þeir voru aö renna sér á
litlum brettum, og tveir meira aö segja meö hné og oln-
bogahlifar, hjálm og hver veit hvaö. Þeir sögöust vera I
þessu allan daginn og leikurinn aöallega fólginn i þvi aö
taka beygjur, stoppa sig og þessháttar. Þeir sögöu aö
margir ættu svona.