Helgarpósturinn - 02.05.1980, Side 8
8
Fostudagur 2. maí 1980 /uj/ry^rjnrSc?// irinn
_____helgar
pósturinn_
Útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi
sem er dótturfyrirtaeki Alþýðublaðs-
ins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf-
steinsson.
Blaöamenn: Guðjón Arngrimsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Árni Stefánsson og Þorgrimur
Gestsson.
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.
Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuidur
Dungal.
Auglýsingar: Elin Harðardóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu-
múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Símar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Áskrift (með Alþýðublaðinu) er kr.
4.500.- á mánuði. Verð í lausasölu er
kr. 300.- eintakið.
Um nokkurt skeið hefur fá-
mennur en harðskeyttur hópur
unnið að þvl ötullega að endur-
vekja áhuga á jazzi meðal lands-
manna. Þessi hópur hefur mynd-
að með sér félagsskapinn Jazz-
vakningu sem á siðustu misser-
um hefur kappkostað að fá hingað
ýmsa fremstu jazzleikara verald-
ar til tónleikahalds, jafnframt þvl
sem reynt hefur verið eftir megni
að hlóa að hinum Islenska jazzi.
Jazzvakning hefur oftast teflt á
tvær hættur hvað snertir fjár-
hagslega útkomu starfscminnar
og raunar lengst af mátt sækja á
br:!ftarn I þeim efnum.
Starf Jazzvakningar hófst hér á
landi um það bil á sama tima og
jazztónlistin erlendis var aö rlsa
úr öskustó nokkurra ára niðurlæg
ingar. 1 sjálfu föðurlandi jazzins
kvað svo rammt að þessari niöur-
lægingu að einn af jazz-mönnum
okkar fullyrðir að þar hafi
einhverjir rokkarar komið með
bll sinn á bensinstöö og uppgötvað
MISMUNUN
að sá sem afgreiddi þá var Duke
Jordan. Það var helst á Norður-
löndum — I Danmörku og
Svfþjóð, að jazzinn dafnaöi sæmi-
lega I þessum harðindum, og þeir
amerisku jazzleikarar sem þar
drógu fram llfiö, eiga nú ekki svo
lltinn þátt I þvi endurreisnar-
timabili jazztónlistarinnar, sem
nú er hafið.
Agætasti fulitrúi hins norræna
jazz er Niels-Henning örsted-
Pedersen og hann hefur ekki átt
lltinn þátt I þvi að bera út orðstl
Norðurlanda sem eins konar
gósenlands jazztónlistar. i Nieis
Henning eiga tslendingar llka
hauk I horni, þvl að hann hefur
veriðólatur að sækja heim jazz-
áhugamenn hér á landi og miðla
þeim af list sinni. Nú slðast var
hann hér á ferð með brasiilsku
jazzsöngkonunni Tania Maria og
húsfyllirinn, sem var á þeim tón-
leikum, vekur þær vonir að jazz-
inn sé á nýjan leik búinn að skjóta
hér rótum.
i Heigarpóstsviðtali I dag gefur
Niels-Henning eftirfarandi lýs-
ingu á list sinni: „Allt hið óvænta
I tilverunni gefur llfinu gildi. Ein-
hverntlmann spurði ég Dexter
(Gordon) hvl I andskotanum hann
gæti aldrei mætt á réttum slma,
og hann svaraði: Það er krydd
tilverunnar. Þannig er það með
þá tónlist sem kemur þér á óvart:
Hún er salt llfsins. An hennar get-
urðu ekki lifaö. Maðurinn verður
að tjá sig á allan mögulegan hátt
og það er geggjun að skynja tón-
list I einum farvegi...”
islensk stjórnvöld hafa verið
undir þá sök seld að „skynja tón-
list I einum farvegi”. Það kemur
fram I þvl að jazzunnendur og
áhangendur léttrar tónlistar verða
að greiöa skemmtanaskatt af tón-
leikum með hljómiist af þvl tag-
inu meðan svokölluð sigild tónlist
er undanþegin slikri skattheimtu.
Svona dilkadráttur er auðvitað I
meira lagi hæpinn, þvi að allir
vita að það er til afleit klasslk á
sama hátt og það er til framsækin
og góð jazz- og popptónlist — tón-
list sem hefur eitthvað að segja
samtið sinni. Helgarpósturinn
telur það vera hreint
réttlætismál, að öll tónlist sé sett
á sama bás I þessu efni, þvi að
eins og Niels-Henning segir:
„Kjarni tónlistarinnar er fegurð-
in — þaö eitt er vlst”. Þá fegurð
má finna I tónlist af öllu tagi.
BvS
Geng/ð á vrt goöverunnar
Núpi
„Það besta er að gleyma sinum
eigin heimi, bæði þvi sem maður
hefur orðið að þola, og eins hinu,
sem máður þráir, þvi, sem maður
kann að vinna, gleyma sinu eigin
lifi andspænis þeirri fegurð, þar
sem mannlegu lifi sleppir, og
eilifðin tekur við, hið fullkomna,
fegurðin sem efsti dómur.
(Fegurð himinsins, HKL, I
upphafskafla).
Og menn spyrja i hugskoti sinu
hvaða erindi þessi texti eigi
akkúrat hér og þeim er vorkunn,
þvi að textar eru ekki settir einir
og sér, nema þá menn ætli helst
aö leggja út af þeim. Og það er
örðugt aö leggja út af svona texta
og allra sist með daglegum
rökum sem menn nota, kannski
vegur með augans leit gegnum
litanna sjóð eins og Einar kallinn
Ben ofðaði það, liklega skást með
þviaösemja hljómkviðu. En til
þess verða menn að minnsta kosti
að eiga munnhörpu og kunna
hrafl i nótum.
Hér fer að læðast að manni sá
grunur, að kannski sé óviður-
kvæmilegt að skrifa svolitiö til-
brigði við Fegurð himinsins i dálk
:,om heitir jafn ólýrisku nafni og
Vestfjarðapóstur, menn búast við
aflafréttum úr þeirri áttinni.eða
hvort mikið hafi verið um dýrbit.
En það var sem sé á þessum
slóðum sem Olafur Kárason Ljós-
vikingur gleymdi sinum eigin
heimi, bæði þvi sem hann varð að
þola, eins hinu sem hann þráði.
Og ég Imynda mér, að þessi
jökulkimi sem ég á heima I geti
allt eins verið einn af jökulkimum
Ólafs Kárasonar, enda þótt eng-
inn opinber jökull sé lengur á
korti hér I Vestursýslunni.
Ólafur Kárason er talinn eiga
fyrirmynd i Magnúsi Hjaltasyni,
skrifaði sig Magnús Hj. Magnús-
son, og var fæddur að Tröð i
Alftafirði 6. ágúst 1873. Borinn i
skjóðu vestur yfir Hestskarð til
vandalausra að Hesti undir
Hafurshesti i önundarfirði. Varð
fyrir slysi i æsku og sagður til
sveitar og varð honum fjötur um
fót sveitarskuldin fram undir efri
ár. Magnús Hjaltason samsamast
helst Ólafi Kárasyni i alþýðu-
skáldinu og þvi þjóðfélagi sem
báðir lifðu i. Skáldið á Þröm var
auk þess fræðaþulur og króniku-
ritari og bjargaði mörgu frá tor-
timingu er varðaði störf og lifs-
baráttu alþýðu manna við kröpp
kjör. I Landsbókasafninu eru 4000
handskrifaðar siður eftir Magnús
ogeinnig munnmælum ýmsum og
telst ærinn skerfur manns sem
stundaöi það sem til féll til sjós og
lands.
En þrátt fyrir að Magnús
Hjaltason liföi ekki sér vitanlega I
upphafningu kenndri við Lao Tse
og Taó, lifði hann i nánd
alhreinnar goðveru þar sem er sú
umgerð náttúru i vestfirsku
landslagi og engu öðru er lik.
Þar sofna menn með útsýn til
jökuls og vakna við garg gljúfur-
fuglsins. Mig minnir, að „kraft-
birtingarhljómur guðdómsins ”
komi fyrir hjá Magnúsi Hjalta-
syni, en sé ekki siðari tima
digtun, en þetta kann að vera
rangt. Hitt er annað mál að kraft-
birtingarhljómur þessi kemur
ekki fyrst fram i slagtogi við Lao
Tse i islenskum bókmenntum.
Jónas Hallgrimsson er liklega
efstur á blaði varðandi þetta
þema, svo það vandræðaorð sé
enn notað. „Beljandi foss við
hamrabúann hjalar/ á hengiflugi
undir jökulrótum/ þar sem að
gullið geyma Frosti og Fjalar,
(Gunnarshólmi). Og reyndar
viðar hjá Jónasi og þá birtist
kraftbirtingarhljómurinn all
rækilega i panþeisamnum hjá
Einari Benediktssyni, en kannski
er Taóisminn ekki yfirskil-
vitlegur eins og það sem ég nefndi
á eftir, fremur ráðstöfun hins
sjálfsagðasta og verður samt ekki
skýrt á prenti.
En til að beinbrotna ekki á
niðurleiðinni og forða stóru tjóni
eftir að hafa þrætt brún gljúfurs-
ins með Laó Tse, langar mig að
geta annars minnis, þess, þegar
menn dóu inn i fjöll og hamra og
hittu þar fyrir sveitunga sina og
frændur, sbr. Helgafell og Áfanga
Jóns Helgasonar.
Þess finnst getið til á prenti, að
Jón Rauðseyjaskáld i Breiðafirði
hafi drukknað um miðja 17. öld og
ætti þá að hafa verið nær áttræðu.
Þjóðsagan er þarna á öðru máli
eins og svo oft. Hún segir að fyrir
lát sitt hafi hann mælt svo fyrir,
um meðferð á sér látnum, að áður
en hann væri fluttur til greftrunar
að Skarði (á Skarðströnd) þá
skyldi flytja hann út i Hóley i
Ólafseyjum. Þar átti að koma
kistu hans fyrir um sinn á kletta-
brik nokkurri I Andrahausi. Það
mun vera lengst til suðvesturs i
Hóley.
Allt var þetta gert sem Jón
mælti fyrir um. Svo sögðu þeir
siðan sem likið fluttu, að þegar
þeir tóku kistuna aftur úr Andra-
hausi og fluttu að Skarði, þá var
hún miklu léttari. Var þvi trúað,
að meö þessum hætti hefði Jón
skáld dáið inn i Andrahaus. Og
Játvarður Jökull Júliusson á
Miðjanesi, sem ég hef þetta eftir
bætir við einsog skáidi og rithöf-
undi er hent: Alveg var það eftir
skáldi, að vikja svona óvænt út af
alfaravegi. Hann var fjölvis og
skyggn (Jón Kauöseyjaskáld) og
má vera að þarna hafi hann vitað
þá vætti, sem hann vildi helst
gista. Ungur barst hann til
Breiðafjarðar og I eyjunum hef-
ur hann verið töfrum tekinn.
Þar verður trauðla annar staður
fundinn betur við hæfi en Andra-
haus. Þar fléttast i eitt tign órofa
viðsýnis og töfrar ósnortinnar
náttúru. (Umleikinn ölduföldum
bls. 29).
En allt um það, Jón Guðmunds-
son, Rauðseyjaskáld, og Ólafur
Kárason, alias Magnús Hjaltason
öðluðust lengra lif en öðrum
mönnum varð auðið, þó af ólikum
toga, en gleymdu lika allir sinum
heimi og gengu á vit goðverunnar
óháðir tlma og mannlegu llfi.
_________ HMKARL
Forystuleysi stjórnar-
innar í kjaramálum
Sjaldan eöa aldrei á siðari ár-
um hefur verkalýðshreyfingin
eða réttara sagt launþegahreyf-
ingin i heild verið jafn samtaka
og nú 1. mai. Hvenær hefur það til
dæmis gerst á siöustu árum að
samkomulag hafi náðst um
hátíöahöldin I Reykjavlk 1. mai
þegar fulltrúar allra launþega og
ólikra stjórnmálaskoðana hafa
staðið að hátiðahöldunum. Þetta
er svona eins og þegar erfiðleikar
steðja að fjölskyldu þá þjappar
hún sér saman, og þá venjulega
um þann sem er I fyrirsvari fyrir
fjölskylduna, en núna þjappa
launþegar sér hinsvegar ekki
saman um neinn einn mann, held-
ur kannski á móti þeim manni
sem á að heita aö vera i fyrirsvari
fyrir rfkisstjórninni.
Nú er tækifærið
Rikisstjórnin hefur nú tækifæri
til aö visa veginn I kjaramálun-
um, en þess I stað virðist litið
annað gert á stjórnarheimilinu en
ákveða nýja og hærri skatta. For-
sætisráöherra kom I sjónvarp á
dögunum og lýsti áformum rikis-
stjórnarinnar til að greiða fyrir
lausn kjarasamninga en hins-
vegar minntist hann aldrei á
lausnarorðið I þessum málum en
þaö er lækkun skattbyrði. Auö-
vitaö þarf rikisstjórnin aö hafa
fyrir þeim útgjöldum sem hún
hefur skuldbundið sig til, en á
maöur að trúa því að nýsamþykkt
fjárlög hafi veriö miöuö við
skattahækkun. Að vísu eru þessi
skattalög öll svo óljós nú vegna ,
nýju skattalaganna sem flokks-
bróöir forsætisráðherrans og
samráðherra I rfkisstjórn i fjögur
ár, hafði forystu um að sam-
þykkja. Þessi maöur er Matthlas
A. Matthiesen. Hann hefur litið
haft sig í frammi i skattaumræð-
unni að undanförnu, enda kannski
erfitt fyrir hann að segja mikið,
þvi reynslan ein mun skera úr um
hvernig þessi skattalög koma út
fyrir hvern og einn skattborgara
þessa lands.
Félagslegar ibúöabyggingar
eru góðar út af fyrir sig, en þýða
þær ekki bara hærri skatta? Auk
þess ná umbætur i þeim málum
ekki til þeirra sem borga hlut-
fallslega mesta skatta. Fram til
þessa hefur láglaunafók gengið
fyrir um félagslegar ibúðir, og
það er lika fólkið sem borgar
minnsta skatta. Hinir, þessir sem
hafa meðallaun, eru I föstu starfi
hjá rlki, sveitarfélögum eöa
stórum fyrirtækjum, þar sem allt
er gefið upp, verða að gjöra svo
vel og borga brúsann af þessum
félagslegu ibúöarhúsabygging-
um, svo ekki koma sllkir hlutir
þeim til góða.
Spádómur dr. Gunnars
Forsætisráðherra vor hikaði
ekki við það i sjónvarpinu að
segja aö útreikningar Þjóöhags-
stofnunar varðandi veröbólguna I
ár, sem Lárus Jónsson þing-
maöur skýröi frá I Útvarpsum-
ræðunum á þriðjudag, væru
rangir. Upphaf þessa máls er
það, að fjárveitinganefnd Al-
þingis óskaði eftir þessum út-
reikningum frá Þjóöhagsstofnun,
sem er ofur eölilegt. Lárus skýröi
frá þessum útreikningum Jóns
Sigurðss. og starfsmanna hans i
Þjóöhagsstofnun og greindi/ frá
því hvernig verðbólgan myndi
magnast i áföngum i 55 prósent á
árinu. Þorsteinn Pálsson hjá
Vinnuveitendasambandinu sagði
svo að verðbólgan myndi verða i
kring um 77 prósent á árinu, en
doktor Gunnars Thoroddsen full-
yrti svo frammi fyrir alþjóö að
hún yrði um 40 prósent, kannski
45 I hæsta lagi. Nú er það spurn-
ingin: Hver er reiknimeistari
doktor Gunnars. Hann hefur að
vfsu látiö ráða sérstakan fulltrúa
sinn að Framkvæmdastofnun
rikisins: Benedikt Bogason verk-
fræöing, en hann var einmitt einn
af þeim sem aöstoðuðu doktor
Gunnar við stjórnarmyndunina I
vetur. Það er næst að álykta að
þessir veröbólguútreikningar séu
komnir frá Benedikt Bogasyni
sérstökum „kommisar’ Gunnars
Thoroddsen í Framkvæmdastofn-
un, þótt sú stofnun eigi ekkert aö
fjalla um veröbólguspár og alls
ekki sú deild sem verkfræöingur
Gunnars starfar i.
VSÍ og VMSÍ
Nú þegar bæöi Vinnuveitenda-
sambandiö og Verkamannasam-
bandið hafa gefiö rikisstjórninni
opinberlega færi á aö hafa veru-
leg áhrif á gang mála viö kjara-
samninga, ætti hún að grípa tæki-
færiö á stundinni áður en allt fer
I hnút. Það þarf nefnilega ekki
mikið að gerast til þess að hvert
félagið af öðru fari að boða verk-
föll. Félagar I mörgum
verkalýðsfélögum eru orðnir
mjög svo órólegir meö gangleysi
samningaviðræðna, og hætta á að
þolinmæði bresti þá og þegar.
Hákarl