Helgarpósturinn - 02.05.1980, Qupperneq 9
_he/garpósturinn.
Föstudagur 2. maí 1980
9-
Meiri háttar mál
„Mikið megum viö nú vera málfegrunarmönnum okkar þakklát
fyrir elju þeirra og dugnaö aö halda fslenskri tungu litrfkri og
lifandi”.
Mikiö megum viö nú vera
málfegrunarmönnum okkar
þakklátir fyrir elju þeirra og
dugnað að halda islenskri tungu
flekklausri, litrikri og lifandi.
Þeir hamast aag og nótt, bless-
aðir, við að fegra og prýða
móðurmálið, uppræta orðskripi
og gera önnur, kófsveittir viö
kolann og unna sér engrar
hvildar fyrr en yfir lýkur. Þeir
láta heldur ekki deigan siga, þó
illa gangi á stundum — sigurinn
verður þvi sætari þegar einhver
herferðin tekst vel. Það mætti
alveg ljúga þvi að mér, að ein-
hver i þeim herbúðum fmfi mal-
að af ánægju þegar „alfarið” sló
svona eftirminnilega i gegn.
Kannski voru það einhverjar
sárabætur fyrir „starfskrafts”-
mistökin ógurlegu. — Afleitt
reyndar, að almenningur vand-
ist ekki á að segja „togara-
starfskraftur” og „heimilis-
starfskraftur” fyrir „togara-
sjómaður”og „húsmóðir” (sem
ég hef vist áður fárast yfir, hvað
sé einkennilegt orð). En einsog
áður var getið, gefast þeir ekki
upp málfegrunarmennirnir. Við
fáum bara „togaratækni” og
„hústækni” i staðinn — ekki
„eldhústækni”, þó márgir hall-
ist að þvi — það orð er
einvörðungu nothæft um kokka.
Samfara þessari ,,tækni”bylt-
ingu er önnur herferð i gangi og
sú á þann veg, að heimurinn all-
ur verður fegurri og betri eftir.
Þessi herferð hefur þegar staðið
yfir i nokkur ár — persónulega
rek ég upphaf hennar til þess
tima, þegar fávitarnir hættu að
vera fávitar og urðu þroska-
heftir, en vel getur verið að hún
sé eldri I hettunni. Samt sem
áður held ég áreiðanlega, að um
sama leyti hafi hjúkkurnar
orðið hjúkrunarfræðingar,
sæðingameistararnir frjótækn-
ar, öskukallarnir sorpeyðar og
vitleysingarnir (eða kleppar-
arnir, ef þið kjósið heldur)
geðsjúkir. Rónarnir eru ekki
lengur byttur, heldur eiga þeir
við áfengisvandamál að striða.
Miðaldra menn, sem eltast við
smástráka eða -stelpur heita
núorðið „heimilisfeður með
sérþarfir”, og enginn skilur við
hvað er átt, þegar talað er um
„ógeðslega gamla kalla”.
Ungmennin i gömlu fötunum,
sem hétu „druslur” eða
„sóðar” i minu ungdæmi, hafa
nú allt i einu uppgötvað endur-
notkun og eru meðvituð um
umhverfisvernd og orkusparn-
að. Dópistarnir (sem nú heita
fikniefnaneytendur) eru auðvit-
að eftir sem áður ungmenni á
villigötum en pilluæturnar I
bleiku náttkjólunum (svo
maður steli nú frá þjóðskáldi)
þjást af firringu. Einu sinni átt-
um við kannski glæpamenn með
sótsvarta samvisku — nú eigum
við afbrotamenn, i besta falli
sibrotamenn og siðbjálfa.
Svindlarar, falsarar og þjófar
fremja auðgunarbrot, nauðgar-
ar kynferðisbrot og forhertir
slagsmálahundar, sem lemja
ömmu sina til óbóta, misbeita
valdi. Fyrir þetta allt eru þeir
ekki settir i tugthús heldur
afplána dóm.
Það er ekkert, sem
málfegrunarmönnum er
óviðkomandi. Enginn fer lengur
i gamaldags.fýlu - nú er lagst i
þunglyndi, sem ef til vill leiðir
til þess að sjálfséyðingar-
hvötinni er gefinn laus taumur
og tiskusjúkdómurinn sjálfs-
morð framinn. Það var i eina tið
flokkað undir frekju og óhemju-
skap, að ekki sé nefnt tillitsleysi
við ættingja og vini, að drepa
sig. Og þegar minnst er á
ættingja dettur mér eitt i hug,
sem án efa á eftir að gjörbreyta
öllu minu lifi: Ég er ekki lengur
löt og lauslát. Ég er vinnufælin
og mannblendin, jafnvel félags-
lynd. Haldiði það verði munur
að geta baunað þessu á gömlu
frænkurnar, þegar þær fara að
tala yfir hausamótunum á mér?
— Það eru fleiri, sembyrja nýtt
lif um þessar mundir. Frama-
streðararnir (sem einhver kall-
aði iðna og metorðagjarna fyrir
ekki ýkja löngu) þjást nú af
vinnusýki og streitu og fá
meðhöndlun i samræmi við það
á sérlegum hjúkrunarstofnun-
um, þá aðallega taugahælum,
sem áður nefndust vitlausca'
spitalar. Þumbararnir eru
orðnir innhverfir og feimna
fólkið hlédrægt, eða skóla-
krakkarnir (=grunnskóla-
nemendurnir) sem krota á
klósettveggina (afsakið, veggi
snyrtiklefans) fá ekki eðlilega
útrás fyrir tjáningarþörf sina.
Að þvi er yngri systkini þeirra
varðar, þá þeytist maður ekki
lengur með þau út um hvippinn
og hvappinn og fleygir þeim i
Pétur og Pál (þá ágætu menn),
hvað þá að vesalings sakleys-
ingjarnir séu vanræktir á
barnaheimilum myrkranna á
milli einsog hver annar illa
gerður hlutur. Nei, langt i frá.
Nú á dögum tekur maður tillit
til þarfa barnanna og sinnir
sjálfsögðum réttindum þeirra
með þvi að innrita þau á dag-
vistunarstofnanir. Og ef
samviskubitið segir samt sem
áður til sin hjá einhverjum, þá
heitir það sektarkennd og stafar
af þjóðfélagslegum þrýstingi,
svona ef það hefur farið
framhjá þeim hinum sama. Já,
manni léttir óneitanlega að vita
þetta, þegar maður dregur
krakkagarmana uppúr grautar-
diskunum fjórða kvöldið þá vik-
una og plantar þeim i rúmið án
þess að hafa sagt mikið meira
við þau en „Ekki henda úlpunni
á gólfið” siðan siðasta sunnu-
dag. — Og þannig má telja
áfram endalaust, eða allt að þvi.
Þessi ágæta málþróun er
auðvitað meiri háttar mál, sem
aftur leiðir hugann að öðru, þó
það mál komi eftilvill þessu ekki
beinlinis við. Þetta er máliö,
sem allir eru i meira eða minna
nú sem stendur. I blöðum getur
að lita auglýsingar um að
lántaka og sparnaður (annað
hvort eða bæði) séu málið. Þar
eru lika yfirlýsingar frá ýmsum
þess efnis að þeir séu ekki i mál-
inu eða að þetta eða hitt sé ekki
þeirra mál. Almenningur er
ýmist i málinu eða ekki i
málinu, bæði i rituðu orði og töl-
uðu. Og sjálf er ég vist komin i
málið þessa dagana, það er að
segja nema ég sé i einhverju
öðru máli — allavega er ég i
nýju máli. Það er málið. Mitt
mál. Aðrir eru i einhverju öðru
máli — það er þeirra mál. Það
er málið. — Það sem ég er að
reyna að segja er þetta: Sumir
hjakka alltaf i sama gamla mál-
inu, aðrir eru i einhverju Öðru
máli, enn aðrir komnir i nýtt
mál og svo er auðvitað til fólk,
sem er ekkert i málinu. En þetta
er ekkert mál. Það er málið —
Þarf ég annars að segja meira
um þetta mál?
Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson - AAagnea J. AAatthías-
dóttir — Páll Heiöar Jónsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson
Hringborðið
( dag skrifar AAagnea j. AAatthiasdóttir
Endataust kropp
i ekki neitt
Meöan pólitfkusarnir berjast um krónurnar.I Kristjánsborg nýtur fólk
vorblfðunnar I Kongens Have.
Árósum
Ekki þarf maður að vera lengi I
Danmörku til þess að verða var
við aö hér rikir kreppa. Á árs-
fjóröungsfresti eða svo leggur
rikisstjórnin fram kreppuráðstaf-
anir þar sem kveðið er á um
sparnað, niðurskurð og aðrar þær
aðferðir sem taldar eru vænlegar
til árangurs i baráttunni viö
kreppuófétið.
En ekkert viröist bíta á þennan
fjanda. Atvinnuleysið minnkar
ekkert og erlendu skuldirnar
hrannast upp. Með reglulegu
millibili berast syo skýrslur frá
hinum ýmsu hagskýrslustofnunum
og efnahagsvitringum og með
hverri nýrri skýrslu verður á-
standið svartara.
Allir eru i oröi kveðnu sammála
um að eitthvað stórt þurfi að gera
I málinu. En að vanda treystir
enginn sér til að axla þá pólitísku
byrði sem sllkar aögerðir hafa i
för með sér. tJtkoman er þvi
alltaf sú sama: þaö er kroppaö
hér og þar og að þvi er virðist
handahófskennt. Aö þremur
mánuðum liönum eru ávinningar
kroppsins, ef einhverjir voru,
uppétnir og menn byrja að makka
um hvar skuli kroppað næst.
Kannski kemur þetta íslending-
um kunnuglega fyrir sjónir. Er
það ekki þetta stöðuga nudd og
nag um ekki neitt, þessi þráláti
stormur i vatnsglasi, sem er að
rýra atvinnupólitikusa öllu áliti
fólks og gera það sfðarnefnda
vonlaust og bölsýnt á allt og alla,
svo á Islandi sem i Danmörku?
En þótt likindi séu með ráð- og
dáðlausum þingmönnum hér og
þar, þá er það nú svo að vanda-
málin sem Danir þurfa að glima
við eru öllu hrikalegri en þau
sem þeir eru að gamna sér viö i
diskóteki þjóðarinnar við Austur-
völl.
Það sem fyrst og fremst skilur
á milli er hið geigvænlega at-
vinnuleysi sem hér rikir, og sem
engin brögð virðast bita á. I nýj-
ustu „svörtu skýrslunni” er þvi
meira að segja slegið föstu aö
engin ráð séu til sem bita á þvi.
Og það sem meira er: allar aö-
gerðir sem beinast að þvi aö
draga úr erlenda skuldahalanum
og bæta alþjóölega samkeppnis-
aðstöðu danskra iðnfyrirtækja
munu óhjákvæmilega hafa I för
með sér aukið atvinnuleysi. Sam-
kvæmt skýrslunni verða stjórn-
völd þvi að velja á milli öskunnar
og eldsins, aðrir kostir eru ekki i
sjónmáli.
Nú teljast atvinnuleysingjar
vera uþb. 150 þúsund. Þeir sem
fylgjast með danskrí pólitlk munu
etv. undrast það hve lág þessi tala
þó er — var hún ekki komin yfif
200 þúsund fyrir nokkrum misser-
um? Það er rétt til getið, en segir
þó ekki annað en þaö að hægt er
aö leika sér með tölur um at-
vinnuleysi eins og aðrar tölur.
Þannig liggur I málinu að fyrir
rúmu ári datt ráðamönnum það
snjallræði i hug aö gefa mönnum
kost á að fara á eftirlaun viö 60
ára aldur I stað 67 áður. Og til
þess að gylla þetta tilboð geta
menn notið atvinnuleysisbóta I
hálft þriðja ár áður en þeir fara á
venjulegan ellilifeyri sem er mun
lægri. Þessu boði hafa tugþús-
undir manna tekið og rýmt þann-
ig fyrir öðrum á vinnumarkaði.
En eins og hver maður sér i hendi
sér er þetta ekkert annað en til-
raun stjórnvalda til að dulbúa
vandann. Og þetta er ekki eina
tilraunin sem gerö er. Aðrar aö-
feröir eru mun óhuggulegri, svo
sem að svipta einstæðar
mæöur réttitil atvinnuleysisbóta
ef þær eiga I örðugleikum með aö
fá gæslu fyrir börn sin.
En hvernig birtist þetta at-
vinnuleysi þeim einstaklingum
sem það bitnar á? Það er vita-
skuld æöi misjafnt. En flestir
upplifa þó eflaust þá sjálfsfyrir-
litningu og auðmýkingu sem
skapast af tilfinningunni fyrir þvi
að vera óþarfir þjóðfélaginu og
einungis öðrum til byrði. Verst
hlýtur sá vandi að bitna á unga
fólkinu sem kemur út úr skólun-
um og sér ekkert annaö fram-
undan en iöjuleysiö.
Og eins og til að efla þessa til-
finningu og halda mönnum iðju-
Iausum kveða lög um atvinnu-
leysi á um þaö að maður sem nýt-
ur atvinnuleysisbóta megi ekki
gegna neinum ólaunuðum störf-
um á sinu starfssviði. Sértu tré-
smiður máttu ekki laga dyra-
karm fyrir kunningja þinn. Nei,
þú átt að sitja við simann og biða
þess að kalliö komi frá vinnu-
markaðnum. Þú mátt heldur ekki
bregða þér aö heiman i nokkra
daga, þvi ef hringt er frá atvinnu-
miðluninni og þú ert ekki heima
ertu einfaldlega tekin af skrá sem
„atvinnuleitandi”. Og til að fylgi-
ast með þvi að þú sért I raun og
veru I vinnuleit eru lögboðin við-
töl við vinnumiðlunina öðru
hvoru.
Þessi lög hafa gert allt and-
rúmsloft á vinnumarkaði lævi
blandiö. Allir eru með augu og
eyru upp á gátt að fylgjast með
þvi hvort einhver bannsettur at-
vinnuleysinginn sé að stela frá
þeim hugsanlegri vinnu. Múrar
milli starfsgreina verða ógnarhá-
ir og klögumál milli starfsstétta
endalaus .
Eitt dæmi: ég kannast við at-
vinnulausan trésmiö sem á börn á
LEIÐRÉTTING
Rangt var fariö með i smáfrétt
á baksiöu siöasta Helgarpósts,
þegar staðhæft var aö seiðin i
fiskeldisstöðinni I Grindavik, þar
sem kýlapest hefur komið upp,
væru einungis komin úr Kolla-
fjarðarstööinni og þess vegna léki
grunur á að sjúkdómurinn væri
upprunninnþar. Helgarpósturinn
hefur nú fengiö upplýsingar um
að Kollafjarðarstööin seldi engin
seiði til Grindavikurstöðvarinnar
heldur Usótthreinsuð ný klakin
hrogn til stöðvar I Vik I Mýrdal
skóladagheimili hér i hverfinu.
Eitt sinn bað starfsfólk heimilis-
ins hann að dytta aö girðingunni
utan um heimilið og varð hann viö
þeirri bón. Þá vildi svo til að
kollega hans átti leið hjá og sá
hann að störfum Þessi kollega
vissi að hann var atvinnulaus og
var þvi ekki lengi aö tilkynna at-
vinnumiðluninni um verknaðinn.
Afleiðingin var sú aö trésmiður-
inn missti bæturnar I tvo daga.
Hann mun lika vara sig á þvi i
framtiðinni að taka ekki að sér
slik verk.
Annaö dæmi: eitt sinn sat ég i
rútubil fullum af fólki sem var að
koma af helgarnámskeiöi
skammt utan við Arósa. I út-
hverfi Arósa gengur kona ein
frammi og biöur bilstjórann að
hleypa sér út. Bilstjórinn sagðist
þvi miöur ekki geta þaö þvi hann
ætti yfir höfði sér fjársekt fyrir
siikt tiltæki. Rútan væri leigö til
að aka á milli tveggja tiltekinna
staða og þeirra á millum mátti
hann engum hleypa út. Hann
bætti þvi við að leigubilstjórar
væru skæðastir með aö tilkynna
lögreglunni um bilstjóra sem
brytu þessa reglu.
Þaö er eins með trésmiði og
leigubilstjóra: þeir eiga sjálfir
atvinnumissinnyfir höfði og neyta
þvi allra bragða til að halda i
vinnuna. Svona er þetta alls stað-
ar i dönsku atvinnullfi og kemur
ráðamönnum einkar vel. Þvi svo
lengi sem hægt er að halda verka-
fólki uppteknu við að rifast hvort I
öðru er engin hætta á að það fari
að rifast I þeim sem bera ábyrgð
á þessu mannfjandsamlega kerfi
sem þvi er gert að lifa i. A meöan
geta þingmenn haldið áfram sinu
kroppi.
sem s'eldi áfram seiði til Grinda-
vikurstöðvarinnar. Auk þess fékk
Grindavikurstöðin seiði frá stöð
Skúla Pálssonar á Laxalóni, og
þessum seiðum var blandað sam-
an i stöðinni. Af þeim sökum telja
sérfróðir menn að örðugt muni
reynast að komast að þvi hvar
sjúkdómurinn eigi upptök. Verið
er að rannsaka málið en niður-
stöðu hennar mun vart aö vænta
fyrr en eftir nokkra daga, að þvi
er Helgarpóstinum var tjáö.
Blaðið biðst velvirðingar á þessu
ranghermi, og mun gera nánari
grein fyrir niöurstöðum rann-
sóknarinnar.