Helgarpósturinn - 02.05.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 02.05.1980, Blaðsíða 17
—he/garpósturinrL. Föstudag ur 2. maí 1980 Gaukshreiðrið — fyrir lengra komna Laugarásbió: Á garöinum (Scum). Bresk. Argerð 1979. Leikstjóri: Alan Clarke. Aðalhlutverk: Ray Winston, Mick Ford, Julian Firth. t nútimaþjóðfélagi eru til margar þær stofnanir sem eru eins og lokaður heimur, þaðan sem fáar fréttir og stopular berast, og þær fréttir sem ber- ast eru yfirleitt vondar fréttir sem fólk kýs að skella skolla- eyrum viö. Stofnanir af þessu tagi eru til dæmis geðveikra- hæli, hæli fyrir þroskahefta, fangelsi og jafnvel elliheimili. Mörgum er sjálfsagt i fersku minni myndin „Gauks- hreiðrið”, sem gerðist á geð- veikrahæli, þar sem megi n- áhersla var lögð á að gera vist- mennina „meðfærilega”, venja þáviðlifið innanstofnunarinnar i stað þess að hjálpa þeim til að takast á við lifið utanhennar. Sú mynd fór um heiminn eins og eldur i sinu og gerði ugglaust sitt til að draga athygli fólks að erfiðu vandamáli og auka skiln- ing á þvi. Nú er verið að sýna aðra mynd um annars konar stofnun en svipað vandamál. Það er myndin i Laugarásbiói, sem heitir „A garðinum”. Nafniö er dálitið villandi, þvi fyrst dettur manni i hug, að myndin fjalli um fjör og sprell á stúdenta- garði, en þvi fer fjarri. Mvndin gerist öll i bresku unglingafang- elsi, eða „betrunarheimili” eins og sumir viíja kallaslikar stofn- anir. Það er skemmst frá þvi að segja, að þessi mynd er svo mis- kunnarlaus lýsing á lifinu innan múra slikrar stofnunar, að ótrú- legt er að hún geti látið nokkurn ósnortinn. Hún lýsir ofbeldi, miskunnarleysi og vonleysi á þann hátt, að maður hlýtur aö spyrja margra spurninga eftir að hafa séð hana : Eru „betrunarhæli” af þessu tagi nokkuð annað en háskólar fyrir glæpamenn? Þjóna þau nokkrum tilgangi öðrum en þeim að grafa menn lifandi um lengri eða skemmri tima? Hvað er refsing? Er þjóð- félagið að hefna sin á þeim sem brjóta gegn lögum og reglum? Er þjóðfélagið á miskunnar- lausan hátt að verja sig gegn þeim einstaklingum sem af ein- hverjum ástæðum hafa gerst sekir um lagabrot? Eða er þjóð- félqgið að reyna að leiða slika einstaklinga aftur inn á mjóa veginn, betra þá? Eða er refsing kannski allt þetta? Og hvert svo sem svarið er við þessum spurningum hlýtur maöur að halda áfram að spyrja: Samræmast fangelsi þeim mannúðarsjónarmiðum sem hljóta að vera rikjandi i frjálsum lýðræðisþjóðfélögum? Myndin segir frá nokkrum drengjum sem fluttir eru i unglingafangelsi. Við komuna þangað er þeim gert það ljóst, að fyrir hvert minnsta frávik frá settum reglum veröi refsað grimmilega. Enda kemur það á daginn, að þær kvalir sem biða þeirra i þessu fangelsisviti standa i engu hlutfalli viðþær yfirsjónir sem þeim kunna aö hafa orðið á utan stofn- unarinnar. Sá sterki kúgar þann sem er minnimáttar. Og þegar tveir drengir láta bugast af harðræðinu og fremja sjálfsmorð, þá hefur fangelsis- stjórnin skýringar á reiðum höndum: Slys eiga sér stað úti i þjóðfélaginu — og er þá ekki sjálfsagður hlutur að slys vilji til inni i slikum stofnunum? t lok myndarinnar gera pilt- arnir uppreisn sem auðvitað er bæld niður miskunnarlaust. Þeir sem eru innilokaöir geta ekki vænst neins réttlætis. Sjálfsagt má segja að þessi mynd taki fyrir spurningar sem eiga rétt á sér i miklu viðara samhengi heldur en hvað varðar refsingar og fangelsis- mál. Hún segir sögu af ófögrum félagslegum veruleika sem á sér fyrirmyndir langt utan fangelsismúra. En fyrst og fremst er hún stórt og áhrifa- mikið innlegg i þá umræðu sem i alltof miklum kyrrþey á sér stað um vistunarhæli fyrir þá ein- staklinga, sem einhverra hluta vegna kunna ekki fótum sinum forráð úti i þjóöfélaginu. Þetta er mynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hún tekur upp þráöinn þar sem „Gaukshreiðrinu” sleppir. -ÞB. Tryggvi ólafsson viö mynd af konu sinnl, sem aft hans sögn lagði lengi vel meira i kassann en hann. ,,GERi ENGAR KRÖFUR T/L ÞJÓÐFÉLA GS/NS'' „Þaft dýrmætasta af öllu er friftur til aft vinna og hann hef ég nú fengið. Ég geri engar kröfur til þjóðfélagsins meir,” sagfti Tryggvi Ólafsson iistmálari I samtali vift Helgarpóstinn. Tryggvi opnar á laugardaginn sýningu I Listmunahúsi, á mál- verkum sem unnin eru meft acryllitum á striga. 011 málverk- in eru unnin á siftustu tveim til þrem árum i Kaupmannahöfn — þar sem Tryggvi hefur búift I nær 20 ár. Hann fór upphaflega utan til náms, en ilentist i Danmörku. „Og ég býst tæplega við að koma hingaö til að búa i bráð," sagði hann. Framan af vann hann við ýmislegt, sem til féll og málaði meöfram. En nú segist hann vera farinn að hafa efni á að mála eingöngu. „Þetta er vonlaust öðru visi. Ég held að málari, sem getur málað i 12 stundir á dag, sé helmingi fljótari að ná árangri en hinn, sem aöeins hefur 6 stundir á dag til að mála. Aö búa til málverk er 90% vinna.” Tryggvi sagðist ekki sjá það sjálfur að málverk sin hafi breyst mikið siðustu árin. „Ég er enn að endurskoöa þjóð- félagið i nútið, fortlð og framtið. Ég hugsa mér ekki að það sé hægt aö breyta þvi meö málverkum. En það má miöla upplifunum, þannig að fólk skoði hlutina i kringum sig i nýju ljósi. Þetta er ekki pólitik nema aö þvi marki sem allt er pólitik. Dæmiö gengur ekki upp i myndunum. Ég skil eftir spurningarmerkið handa áhorfandanum.” — SJ Vans'kapaðar mengunarvarnir lláskólabió: Ófreskjan (Prophecy). Bandarisk. Árger# 1979. Handrit: David Seltzer. Leikstjórn: John Frankenheim- en. i aftalhlutverkum: Talia Shire og Robert Foxworth. Ekki er öll vitleysan eins. Til dæmis er söguþráðurinn i þesari vitleysu svohljóðandi, ef manni leyfist að vitna beint i sýningarskrá (sem raunar er mun betri dægrastytting en sjálf myndin): „Rob Vern er ungur læknir, sem starfar i fátækrahverfi Washingtonborgar, og kynnist þar mörgu misjöfnu, svo að hann telur ekki rétt að geta börn i heiminn. Maggie kona hans, sem er sellóleikari i hljómsveit þar i borg, er á annarri skoðun, en þorir ekki að segja honum að hún sé orðin ófrisk. Kvikm yndir •Mlr Þráin Bertelsjon Einn vina Robs fær hann til að fara norður til Mainefylkis til að kanna þar aðstæður hjáindiána- ættbálkum, sem hætta er á að verði aldauða. Vinurinn Vic tel- ur Rob hafa gott af þvi að losna úr stórborginni og fara út i ósnortna náttúruna. Verkefniö er að sætta sjónarmið pappirs- verksmiðju og indiánanna, sem telja sig eiga skógarflæmi, sem -verksmiðjan hefur keypt og ætl- :ar að fella i þágu starfseminnar. Þegar Rob kemur á staðinn verður hann þess brátt áskynja, að deilan er meðal annars al- varleg fyrir þær sakir, að indiánarnir eru illa haldnir af einhverjum ókenniiegum sjúk- dómi. Hvitu ibúarnir i grennd og einkum forsvarsmaður verk- smiðjunnar segja að, að þeim ami ekki annað en þeir séu stórhættulegir ofstopamenn, enda séu morð algeng i héraftinu. Rob grunar brátt, að stór- hættulegum efnum, sem eru meðal annars notuð viö geymslu trjábola til að verja þau ágangi þörungs, muni hins vegar um að kenna. Fær hann svo loks Isely, starfsmann verksmiðj- unnar til að játa að þetta sé gert, svo kvikasilfurssamband, sem hefur mengaö jarðveg og vatn, hefur komist i lax og ann- an fisk á svæðinu og gert hann stórhættulegan, svo að dýr sem éti hann, ali af sér skrimsli eða óargadýr. Þetta veldur Maggie konu Robs miklum kviða, og hún segir honum loks að hún sé ófrisk. Þau lenda siðan i bardaga viö skrimslið mikla, en sleppa naumlega og vona þá, að Maggie hafi ekki orðið meint af að eta mengaðan fisk úr vatn- inu.” Máliö er sem sé þaö að búa til hrollvekju með mengunarvarn- ir að aöalinntaki. Þaö er vita- skuld fallega meint að vilja halda uppi mengunarvörnum og hóta sóðum með voöalegum skrimslum, en þvi miöur fer þetta allt i handaskolum hjá John Frankenheimer, sem stjórnar þessum samsetningi. Tæknilega séö er myndin huggulega gerð i panavision og með miklum tilkostnaði. En myndin er gersamlega mis- heppnuð, bæði sem hrollvekja og sem ádeila á mengun. Lofoglast um þýddar barna- og ungiingabækur A siðasta ári komu út i kringum 120 barnabækur. Að visu getur verið erfitt aö skil- greina hvaö er barnabók og hvað ekki, en venjulega er átt viö bækur sem sérstaklega eru samdar meö börn i huga sem kaupendur og lesendur. Af þessum fjölda eru aöeins 13 frumsamdar Islenskar bækur og nokkrar eru endurútgáfur á eldri islenskum verkum. Það sem eftir er eöa um 100 bækur eru þá þýddar barna og ung- lingabækur. Þar af eru rúmlega 60 fjölþjóöaútgáfur en um 30 „venjulegar” þýddar bækur. Hér sýnist mér vera um svipaðan f jölda aö ræöa og áriö á undan, ivið fleiri ef nokkuö er. Það er sem sagt framhald á þeirri þróun sem verið hefur að eiga sér staö undanfarin ár aö hlutfallið á milli Islenskra og þýddra bóka verður sifellt óhagstæöara þeim islensku. Þro'un síðustu ára Fyrir um það bil fimmtán árum og reyndar mestallan áratuginn milli 1960 og 1970 þá er hlutfallið milli islenskra og þýddra bóka 1:2-3. Þá eru flestar þýddu bækurnar „hefð- bundnar” bækur, þ.e.a.s. bækur sem eru að öllu leyti fram- leiddar hér á landi. Uppúr 1970 fer að bera á fjölþjóðaútgáfum á markaði hér og á örskömmum tima verða þær stærsti hluti útgefinna barnabóka. Arið 1974 var hlutfalliö milli þýddra og Islenskra bóka 1:4-5 en núna er þetta hlutfall 1:5-6. Þessi þróun á sér bæöi jákvæðar og neikvæðar hliöar. arnar. í fyrsta lagi þá hafa komið á markað margar góðar og fallegar myndabækur fyrir ungsta neytendahópinn, börn undir lesaldri. Fyrir þennan hóp voru bókstaflega engar bækur til áður vegna þess hve dýrar þær eru I framleiöslu fyrir eins litinn markað og hér er. 1 ööru lagi þá hefur komið út mikið af alþjóðlegum fróöleiks og fræöslubókum, sem útilokað er að gefnar hefðu verið út á islensku ef fjölþjóðaprentiö heföi ekki komiö til. Þegar maður hugsar um sjálfan sig á grúskaldrinum sem allir krakkar ganga i gegnum og litur yfir þann bókakost sem nú er völ á um hin ýmsu fræði, þá liggur við að mann langi að bakka aftur til tiu ára aldurs og byrja uppá nýtt. Á þessu sviöi hefur átt sér staö gjörbylting .. 1 þriðja lagi heíur mynd- skreyting bóka vaxið mjög sem gerir margar bækur fallegar og aölaöandi og börn og unglingar eiga miklu greiöari aögang að myndefni en áður var. Hins- vegar er ég ekki viss um að skólakerfiö hafi mætt þessum breyttu aöstæðum með aukinni kennsluiað lesa myndmál og aö athuga samband myndar og texta. Mikilvægasta neikvæöa atriðið er það aö margar þessar fjölþjóðiegu bóka eru úthugs- aður iðnaðarvarningur sem miðast við að gerast allstaðar og hvergi og þvi er umhverfi að aðstæður sneytt öllum sér- kennum sem gefa þeim ákveöinn stað og stund. Innræt- ingin er venjulega smáborgara- leg ogihaidssöm, miðuö við að viöhalda heföbundnum gildum kapitalisks neyslusamfélags. Aróðursherferöir eru farnar þar sem notaðar eru hljómplötur, kvikmyndir, leikföng, föt osfrv. til að efla söluna hvaö á öðru. Annað neikvætt atriði er offramboö á myndefni eða öllu heldur myndasögum meö innfelldum texta. Þessar sögur geta sumar hverjar verið ágætar útaf fyrir sig, svo sem Goðheimar, Ástrikur gallvaski o.fl. sem bæði eru fróölegar og skemmtilegar, þó aðrar séu hinsvegar hundlélegar og ekki mönnum bjóðandi. Það versta er aö þessar bækur eru svo yfir- þyrmandi á markaðnum að hætt er við að mörg börn lesi litiö annaö og þá er fariö að stefna lesþroska i voöa. Þriðja neikvæöa atriðið er svo áhrif fjölþjóðaprentsins á islenska bókagerö. Sá hluti Islenskra útgáfubóka sem fram- leiddur er erlendis vex sifellt og er þaö áhyggjuefni bókageröar- mönnum, en hvað á að gera þegar islenskur iönaður er ekki samkeppnisfær? Ég hef þó miklu meiri áhyggjur af þvi að frumsömdum Islenskum bókum fækkar sífellt. Ekki aðeins aö hlutfali þeirra af útgáfunni stór- lækki heldur verður titlaf jöldinn sifellt minni. Hverjum að kenna Ég held að bókaútgefendurséu sökudólgar númer eitt. Það er einfaldlega gróðavænlegra að gefa út fjöiþjóðaprent en aðrar bækur fyrir börn og unglinga. Tækniþróun undanfarinna ára ýtir undir þetta. En við þurfum einnig að eiga almennilega höfunda sem skrifa fyrir börn og unglinga og þar er ekki um sérlega auöugan garð að gresja. Og ástæöan fyrir þvi að fólk með hæfileika sækir ekki i þessa vinnu er liklega sú sama og um aðra vinnu: launin eru alls ekki eftirsóknarverð. Og hvað veldur þvi, ekki bara niska forleggj- ara, heldur lika smæð markaöarins og að barnabækur verða aö vera ódýrar til aö seljast og af þeim verða þvi minni tekjur. Aðalatriðiö er þó að viö áttum okkur á þvi að hér er á góöri leiö aö gerast stórslys i Islenskri menningu og að viö sem menn- ingarþjóð höfum rænu á aö bregöast við eins og menn og forðum þvi aö fslensk barna- bókagerð leggist af með öllu. Aðrar þýddar bækur Þaö kom fram hér I upphafi að „venjulegar” þýddar bækur voru um 30. I útgáfu þessara bóka hefur átt sér stað nokkuð ánægjuleg þróun siöustu ár. Fáránlegum unglingareyfurum hefur heldur fækkað og afþrey- ingarefni er heldur skára en var lengi. Mest er þó vert um þaö að tvö bókaforlög, Iðunn og Mál og menning, hafa beinlfnis sett á stefnuskrá að gefa út vandaðar bækur fyrir börn og unglinga. Sýnist mér hafa orðið veruleg aukning á útgáfu vandaðra þýddra barna og unglingabóka. Frá siðasta ári má nefna bækur Astrid Lindgren Ný skammastrik Emils I Kattholti og A Saltkráku, sem ég held að sé ein besta þýdda bók siöasta árs ekki sist vegna vandaörar þýðingar Silju Aðalsteinsdóttur. Einnig má nefna bók Gunnel Beckman Vorið þegar mest gekk á og ævintýri Tolkiens um Gvend bónda á Svfnafelli. Og ekki má gleyma bókum Marie Gripe um Elvis og um Nátt- pabba. Lýstræninginn gaf einnig út fallega og hárómantiska unglingaástarsögu, sem ein- hverjir fáráðlingar hafa verið að skrifa um i blöðin að væri klámbók. Fleiri bækur mætti telja upp en ég læt hér staöar numið. HP-mynd: FriðþioíuT

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.