Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 02.05.1980, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 02.05.1980, Qupperneq 24
I _he/garpósturinnFöstudagur 2 maí 1980 stöðvar sem dregur nafn af þvi að hún var staðsett á efri hæð húss eins á Brekkunni svokölluðu, en hins vegar mun það hafa þótt til- hlýðilegt að stöðva þessa grimmu samkeppni við rikisútvarpið i heimabæ menntamálaráð- herrans,yfirmanns þess... # í lok júnimánaðar er ráögert aö frumsýna þriðju islensku bió- myndina á þessu ári, Óðal feöranna, og hafa Háskólabió og Laugarásbió verið nefnd sem sýningarstaðir. Tónlistina við myndina semja tvö okkar fremstu popptónskáld, Gunnar Þórðarsonog Magnús Eiriksson. Nú er i bfgerö útgáfa tveggja laga plötu með músik úr myndinni. Þar syngur Björgvin Halldórs- son. Reyndar gerir Björgvin meira en aö syngja i myndinni. Hann leikur sjálfan sig, þar eð fyrirbærið Bjöggi poppgoð flétt- ast inn f söguþráðinn. Fleiri þjóö- frægar persónur koma fram I óðali feöranna I eigin nafni, og til dæmis fer GuðnL rektor Guðmundsson I M.R. með hlut- verk sjálfs sin i myndinni... # önnur kvikmynd, stórvirki sjónvarpsins um Snorra Sturlu- son, er nú i burðarliðnum og undirbúningur i fullum gangi. Og auðvitað á að verða músik i myndinni. Heyrst hefur að Karl Sighvatsson, Þursaflokksmaður með meiru sé i sigtinu sem höf- undur tónlistar við „Snorra Sturluson” og verður þvi ekki annað sagt en svokallaðir alþýðu- tónlistarmenn séu eftirsóttir sem kvikmyndatónskdld... @ Verndarar laga og réttar á Akureyri tóku sig til um siðustu helgi og skrúfuðu fyrir helstu afþreyingu bæjarbúa að undan- förnu, — nefnilega leyniútvarps- stöðina tJtvarp Efri hæð. Þessi útvarpsstöö, sem sendi daglega út poppmúsik og brandara fram undir og stundum yfir miðnætti, hefur trúlega slegið íslandsmet i langlifi slikra stöðva þvi hún hefur fengiö að starfa óáreitt i allt að þrjá mánuði. Lögregluyfirvöld hafa verið treg til að gefa upp aðstandendur þessarar útvarps- @ Nú mun ljóst að hagur frétta- stofu sjónvarpsins, sem verið hefur illa haldin af mannfæð frá upphafi, mun ekki vænkast bráð- lega þrátt fyrir að grænt ljós er formlega komið á að fjölga fréttamönnum um tvo. Það er afráðið að auglýsa þessar stöður ekki fyrr en I haust, hvað sem veldur... # Einn af Hringborðsskrifurum Helgarpóstsins, Hrafn Gunnlaugsson varpaði fram þeirri hugmynd á þeim vettvangi ekki alls fyrir löngu að nýta ætti Hljómskálagarðinn betur fyrir mannfagnaði af ýmsu tagi og væri til dæmis tilvalið að setja þar upp tivoli. Þessi hugmynd fékk siðan jákvæðar undirtektir oddvita bæði minni- og meirihluta i borgarstjórn, þótt ekki hafi verið búist við framkvæmdum úr þeirri átt. Nú virðist hins vegar sem hljómgrunnur fyrir þessari hugmynd sé allviða. Frést hefur að einkaaðilar renni hýru auga til Hljómskálagarðsins sem hentugs svæöis fyrir starfsemi af fyrr- nefndu tagi. Þannig munú Gestur Ólafssonog Kristinn Ragnarsson, aðalsprauturnar á bak við hinn ágæta útimarkaö á Lækjartorgi, hafa áhuga á að fá að setja upp i garðinum þjóðhátiðartjaldið stóra i sumar og hafa þar böll og uppákomur, og jafnframt eru uppi hugmyndir um að reisa þarna kúluhús af Buckminster Fullerættinni semEinar Þorsteinn Asgeirsson, arkitekt, hefur kynnt hér manna mest, 'og hafa þar tivolistarfsemi af einhverju tagi. Nú er að sjá hvort orðum fylgja gerðir og borgaryfirvöld heimili þessum framtakssömu mönnumað fjörga svolitið sumar- stemninguna i Reykjavik... # Félagsleg þjónusta er yfir- leitt einhver stærsti útgjaldaliður hins opinbera, bæði rfkis og sveitarfélaga, og trúlega dettur ISLENZKT „ OSTAVAL!^' lœplega 40 ostategundir eru framleiddar á íslandi nú. Hejuróu bragðaó Gouda ? fáum 1 hug að unnt sé að græða á slikri þjónustu. Nú heyrir Helgar- pósturinn hins vegar um eitt slikt dæmi: Elliheimilið i Borgarnesi er sagt hafa verið rekiö með um 27milljón króna hagnaöi á siðasta ári!!! #Skyldu ekki öll kurl enn vera komin ; til grafar varðandi forsetaframboðin? I það minnsta hafa menn orðið varir við áskor- unarlista núna slðustu daga, þar sem hart er lagt að dr. Sturla Friðrikssyniað gefa kost á sér til forsetaframboðs... .SAFNIÐ GXskápar, Stórkostleg verðlækkun á þessum glæsilegum vegghúsgögnum Glæsileg íslensk vegghusgögn HUSGAGNA- \GNA-I VSLl SMIÐJUVEGI 30 SÍMI 72870 Á # Við skýrðum frá þvl hér i siðasta Helgarpósti að sænsku skoplistarmennirnir Hasse og Tagehefðu áhuga á aö gera söng- leik eftir skáldsögu Halldórs Lax- ness, Atómstöðinni. Það leiðir hugann að þvi að fyrir nokkrum árum, nánar tiltekiö 1976 voru sýndir f sænska sjónvarpinu 12 grfnþættir þeirra félaga sem hétu „Svenska Ordssaga”. Þættir þessir þóttu hinir skemmtileg- ustu, og ekki spillti, að félagi morgunpóstur, Sigmar B. Hauksson, lék i þeim eitt aðal- hlutverkanna. Sigmar var við nám i Sviþjóð á þessum árum og tók þá þátt i skólareviu nokkurri, sem siðar var útvikkuð og teygð og flutt I útvarpi. í henni lék Sig- mar hægrisinnaða og nöldur- gjarna finnska skúringakonu með slikum bravör að þeir Hasse og Tage fengu hann tii liös viö sig i grinþáttunum. Þar lék Sigmar safnvörð f orðasafni nokkru, þar sem helstu atburöir þáttanna áttu sér stað. A myndinni hérna eru Hasse og Tage og félagi Sigmar framan við uppdrátt af orðasafn- inu... • Þegar þátturinn frá Eurovision-keppninni kom hingað til lands s.l. föstudagskvöld, kvöldið áður en átti að sýna ihann. kom babb i bátinn. Við kynningu skemmtikraftanna, háföi vériö tekinn upp sá háttur, að nota tungumál viðkomandi þjóðar. Þar með þurfti að þýða um það bil 15 tungumál. Sá sem hafði tekið að sér að þýða myndina stóð á gati gagnvart þessum mikla málafjölda sem vonlegt var. 1 skyndingu var kallaður út Jón Gunnarsson, kennari i saman- burðaimálfræði viö Háskólann.og leysti hann það af hendi þá um nóttina. Sjálfur lætur hann litið yfir þessu afreki og segist hafa það sem hobbý að skoða tungu- mál... # Við undirbúning Listahátiðar i Reykjavik kom upp sú hugmynd, að setja sérstakan hátiðarblæ á Skólavörðustiginn. Ætlunin var að nota Breiðfirð- ingarbúð sem sýningarsal, loka Skólavörðustlgnum og hafa þar göngugötu og skreyta fram- hliðar allra húsa við götuna. Myndlistarnemar vildu taka verkefnið að sér og var búiö að vinna að undirbúningi þess I 6 mánuði. Þá tóku kaupmenn við götuna til sinna ráða og báðu borgarráö um að hafna tilmælum um lokun götunnar. Munu þeir hafa óttast að lokunin stæði leng- ur en Listahátiðin... # Ekki mun vera bjart yfir mönnum I bankakerfinu um þessar mundir. Framámenn I bönkunum staðhæfa að þegar eftir að kunngerð var sú ákvörðun aðláta vexti ekki fylgja veröbólg- unni, hafi dregið úr sparifjár- myndun I bönkunum og standi þeir nú illa. Meira að segja hið mikla bankaveldi, Landsbankbn, er sagt vera i 5 milljarða skuld við Seðlabankann um hver mánaðamót. En verst mun þó bessi þróun koma við Ctvegs- bankannsem um langt skeið hef- ur skaöið hvað höllustum fæti allra bankanna og er hann nú sagður eiga allt sitt undir rikinu. tJr viðskiptallfinu herma fréttir, að bankinn hafi veriö að segja upp nokkrum fyrirtækjum viö- skiptum en Landsbankinn neiti ,siðan að taka við þeim...

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.