Helgarpósturinn - 04.07.1980, Side 20

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Side 20
20 Föstudagur 4. júlí 1980. Jie/garpásturinrL. i i i i i í i i ! i I' 1 i i I i L l I I I I I I I I I ! I „Allir halda aö þaö eigi aö vera pönknafn. En þetta er gamalt færeyskt eftirnafn: þeir sem til- heyröu aksjóngriippu Þránds f Götu báru þaö. Og haföi legiö niöri þartil pabbi tók þaö upp, þannig aö þetta er mitt ættar- nafn.” Helgarpósturinn er sestur innf stofu hjá færeyska neöanjaröar- skáldinu Martin Götuskeggja, sem býr ásamt konu sinni, Guö- rúnu Eddu Káradóttur mynd- listarmanni, og tveimur börnum I vinalegu timburhúsi viö Baldurs- götu hér i bæ. Martin hefur sent frá sér tvær ljóöabækur ðrindi (á færeysku) og Tungl hjól sól allt nema nema staöar, auk þess áttu hann og Guörún Edda stóran þátt I bókinni Heima I héraöi — nýr glæpur, ljóöa og myndasafn sem nokkur neöanjaröarskáld gáfu út siöastliöiö haust. — Og hafandi fengiö ofangreinda útlistun á nafni skáldsins, spyrjutn viöhann aö þvl hvenær leiö hans lá fyrst til Islands: UR HAFA VOPN GEGN MANNI SEM RÆÐST AÐ MÉR „Stateless” I annaö — og tala um þaö sem viö ætluðum ekki að tala um. Heim i héraði varð td til þannig að við komum fjórir saman og ákváðum að gera bók, og gerðum bók. En það voru aldrei nein formlegheit i kringum hana. Þegar hist var og átti að vera útgáfu- og rit- stjdrnarfundur, vorum viö kannski saman heilt kvöld, en þegar við skildum, þá vorum viö ekkert búnir að tala um bókina, heldur allt annað. Bókin var svo seld þannig aö menn voru með hana á sér, nokkur eintök, og seldu þeim sem þeir hittu á rölt- inu. Og ef menn seldu tvær var farið i Rikið og keypt bokka, ef ein þá hamborgari eða kaffi á Mokka, þannigað við sáum aldrei neinn hagnað af þessu. Mesta sem ég sá I einu voru 20 þús krónur, en bókin seldist 11000 ein- tökum.” — Hvernig var bókinni tekiö? „Tekið sem pönk. Flest blöö gerðu varla annaö en að birta fréttatilkynninguna — við ætl- uðum aldrei að fá hana tilkynnta. Jóhann Hjálmarsson á Mogg- anum skrifaði aö vlsu dálitið pósi- tift um hana, en ég held hann sé nú pósitifur á allt. Helga Kress talaði um okkur sem komplexaða unglinga að klæmast I húsa- sundum — sem getur svosem al- veg verið rétt, en ef svo er þá á það llka rétt á sér. Arni Berg- mann hristi bara hausinn.” ,,Þið eruð i rauninni mitt fólk” „Við verðum að tala um 1. maí- gönguna okkar og menningar- fasisma. í göngunni vorum viö með svarta fánann, sem er merki anarkista, en það voru margir sem héldu að við værum fasistar. Lögga sagði við okkur: „Þið eruð i rauninni mitt fólk” — en dags- brUnarfólkiö: „Við héldum að þetta ætti ekki eftir aö koma aftur”. Okkur var ógnað og slóg- umst aöeins við vinstra Ihaldið I landinu. Menningarfasisminn og snobbið 1 kringum hann er td áberandi I StUdentakjallaranum, Sama kvöld og Stjörnumessa Dagblaösins og Vikunnar var á Sögu, báðu strákar Ur Stúdenta- ráði okkur, svokölluð neðan- jarðarskáld, að lesa upp Ur verk- um okkur, — kölluðu það Stór- stjörnumessu. En við áttum ekkert aö fá borgað fyrir, ekki vln I glas eða kaffibolla án þess að borga fyrir það sjálf. Svo settu þeir upp 20 ára aldurstakmark, þannig að margir sem vildu koma, fólk sem hafði áhuga á okkur, td strákurinn sem keyrði okkur á staðinn, komst ekki inn. Þarna safnaðist saman públíkum sem okkur likaði ekki og það skapaði leiðindamóral. Nú hefur StUdentak jallarinn bannað neöanjarðarskáldum að koma þangað. Allir þessirmenn þykjast vera miklir róttæklingar en eru svo menningarfasistar sem ignorera þá sem hafa ekki stú- dentspróf, eru „óæðri”. Það vantar einhvern stað fyrir okkar fólk. Viö erum ekki að biöja um nein formlegheit! Þeir geta átt sina Kjarvalsstaöi, sitt Norræna hús og Stúdentakjallarann, en það eru ekki okkar hagsmunir. Við erum ekki hluti af þessu aka- demlska kúltúrliði. Hitt er svo aftur annað mál að það vantar I rauninniekkert hér á íslandi.Hér er allt fyrir hendi, bara spurning um að notfæra sér það sem við höfum. Margir, listamenn og aörir, tala mikið um að hér vanti bjór og hass — það breytir engu. Þá höfum viö bara bjór og hass til viðbótar öllu hinu.” Fólk i aksjón — ÞU talar um anarkisma og fólk I aksjón, — ertu hlynntur aö- geröum einsog td. Baader-Mein- hof stóðu fyrir? „Vestur-þýska lögreglan drap allt fólk I aksjón. Fólk sem var að svara I sömu mynt. Þaö þýöir litið að velta fyrir sér siðferðilegum spurningum, svosem að til- gangurinn megi ekki helga með- aliö, einsog ástandið er I heimin- um núna. Ég vil sjálfur hafa vopn gegn manni sem ræðst að mér með vopn. Mér finnst Baader- Meinhof, PLO, Rauðu her- deildirnar og IRA eiga rétt á sér. Mér finnst glslatakan I íran eiga rétt á sér. Þetta er fólk I vörn, það finnur fyrir átroðningi auðvalds- ins, og ég ber mikla virðingu fyrir þvl. Anarkistinn trúir á það góða I manninum. Inntak anark- ismans er að það er engin þjóð frjáls fyrren hver einasti einstak- lingur er frjáls. Takmark anark- istans er að vera hann sjálfur — og þess vegna eiga anarkistar kannski svona erfitt meö aö stofna og vinna 1 sam- tökum — en þegar kringum- stæður krefjast gera þeir sitt. Styrkur hreyfingarinnar liggur I þvl að þaö eru þúsundir manna með stööugar aðgerðir I gangi til að rugla kerfi valdhafanna á ein- hvern hátt, ss með þvl að borga ekki sektir, gera göt á póstkort, skrifa á reiti sem eru fyrir tölvur osfrv. Það er mesti misskilningur að þetta sé fólgiðiþvi að hlaupa Utá götu með hrlðskotabyssur og drita niður saklaust fólk.” — Eitthvað að lokum Martin? „Ég legg til að Sævari Ciesielski veröi sleppt. Ég lit á það mál sem dóm yfir ákveðnum þjóöfélagshóp, óréttmætan dóm”. SPJALL VIÐ MARTIN GÖTUSKEGGJA NEÐANJARÐARSKÁLD „ÉG VIL SJÁLF- „Ég flyt fjögurra ára gamalltil Islands, siöan 12 ára aftur til Færeyja, 19 ára aftur til íslands, og er hér ennþá og hef ekki hug- mynd um hvað ég er gamall. Ég hef hvergi fest rætur, einsog ég tek fram aftaná Tungl hjól sól... Alveg frá þvl ég man eftir mér hef ég verið útlendingur — sama hvar ég er — og það kemur I rauninni sjaldan fyrir að ég hugsi um hvar ég sé staddur. Kosturinn við að vera á lslandi er hvaö landiö er stórt og að maður er aö mestu laus við að hlusta á að allir séu að rífast um meistara Krist og hvað hann sagði, sem er eitt aöalumræðuefniö I Færeyjum. Afturámóti er margt gott við Færeyjar sem er persónulegra. Þar hefur maður tilfinningu fyrir að fara niðrávið, til rótanna, en hér upp og útávið. Jú, ég er dansk- færeyskur rikisborgari, en mér er sama um allt slikt. Ég er „stateless” I huganum og finnst jikisfang ekki skipta máli.” — NU heyrir maður oft talað um aö það sé miklu betra að lifa I Færey ju m en hér. Hvað finnst þér um það? „Færeyingar eru einsog maöur sem hefur fengið stóra vinninginn I happdrætti og er á fullu við að eyöa honum, llkt og tslendingar voru á sinum tlma. En þessi rómantfk um að allt sé betra þar er tóm della. Lifsgæðakapp- hlaupiö er slst minna þar en hér, nema slður væri. Þar þrælar fólkiö myrkr- anna á milli. Ég held að fangamir á Litla Hrauni hafi betri lífs- skilyrði, en þeir sem fara I fimm mánaða útilegu á tog- ara á saltfisk- veiðar.Vinnan er líka glfurleg á llnubátunum, oftast 18 tlmar á sólarhring. Það væri ekki hægt aö bjóöa Islendingum uppá slikt. Þetta er ekki sagt til þess að þagga niöur I Islenskum verka- mönnum — einsog það er ekki hægt að neyöa börn til aö borða mat sem þau vilja ekki með þvi að benda á „svöngu-börnin-I- Biafra.” Orgasmus — ÞU tilheyrir félagsskap sem kallarsig Orgasmus. Hverskonar félag er það? „Orgasmus er aksjóngrúppa. Viö erum tveir I henni, égogÞorri Jóhannsson, og þorum ekki að fjölga meðlimum fyrren betra samkomulag næst innan hennar. Við erum nefnilega aldrei sam- mála. Orgasmus er nú að fara til Kaupmannahafnar ásamt miklu fylgdarliöi — við leyfum grúpp- ís — til að hugsa málið. Meðal þess sem við hyggjumst gera er að fara og taka upp raggaeúl- trapönkplötu I tveggjarása stúdíói I Lýblu. Skáldiö Bragi Bergsteinsson fer á undan okkur austur og ætlar að skipuleggja hljómleikaferð um Lýbiu, Afgan- istan og lran (ef við fáum vega- bréfsáritun). Það er einnig hug- myndin aö dressa sig upp I þessari ferð, —okkur þykir vesturheimskur klæðnaður svo ógeðslegur. En I Kaupmannahöfn ætlum við aö þýða Heima I héraði yfir á dönsku og gefa Ut. Það er eina bókin sem kom út á slðasta ári og virkilega var varið I. Viö brutum múrinn með henni. Ef til eru myndskreyttar bækur þá er þessi hljóðskreytt. Þetta er bók sem hægt er að gripa til án þess að þurfa aö sökkva sér niöur I hana, eða langa til þess. Við erum þama alltaf. Að þvl leyti finnst mér þetta merkisbók — þó svo aö ljóð okkar séu kannski svona upp og niður að ööru leyti. Tvær—bokka ein — kaffiá Mokka „Ég get sagt þér, af þvi þú ert blaðamaöur, að við erum fræg fyrir að vera alltaf að fara Ur einu

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.