Helgarpósturinn - 22.08.1980, Qupperneq 11
n
helgarpósfurinn Föstudagur 22.ágúst 1980
ua :
4V43A í, f/'oAN AuuA HAAQ4NU £, 3, V o j ípi/
eFeevcrzn. vefteme oevejMi Ae v£*A
TD. % *y, j/2 y2 //, y} y2
^eA y2 3/, % j/3 y«/ »/j y2 3/3
Ail-TAe -Aí> AWWAÍT 3/fwr (ECA HIHHUA)
OM i-. - o«s Ei/pA ’A B/puH.
BILAR
STÆRDFRÆÐIRALL
„Ég smi&a&i bátinn bara hérna
i bilskúrnum,” sagöi hann. „Ætli
þa& hafi ekki fariö um 800 klukku-
stundir í þetta og vinnan stóö yfir
i 10 mánu&i, en þetta var mjög
spennandi.”
Þaö hlýtur aö vera, þvi nú hefur
hann hafist handa viö smiöi á nýj-
um bát, þrem fetum lengri og
meö dýpri kili. Teikningarnar aö
þeim bát geröi hann sjálfur meö
hliösjón af fyrri smiöi og reynsl-
unni af þeim bát, sem ber nafnið
„Hafgolan”.
„Ég var ekki ánægöur meö sjó-
hæfnina. Báturinn var miöaöur
viö frekar sléttan sjó, en hér viö
Seltjarnarnesiö er sjaldan alveg
logn. Nýi báturinn á aö þola meiri
sjó. Hann hefur þegar fengið nafn
og þaö er „Særokiö”.”
Þeir feögar, Einar og synir
hans fimm, hafa mikla ánægju af
aö fara til veiöa út á flóann og
hafa þeir aflaö vel. Einar sagöist
einu sinni hafa fengið svo stóra
lúöu á öngulinn, aö hann hafi ekk-
ert ráðiö viö hana og lauk viður-
eigninni meö sigri lúðunnar.
„Ég er alinn upp á Selfossi og
komst því oft I aö veiöa lax. Mér
finnst sjóveiðin ekkert siöur
spennandi en laxinn,” sagöi hann.
1 Snarfara eru nú um 450
skráöir félagar og er félagslífiö
meö miklum blóma. Þeir hafa nú
komiö sér sæmilega vel fyrir i
Elliöavogi. Um tima höföu þeir
góöa von meö aö fá framlag frá
Reykjavikurborg, en af þvi hefur
ekki orðið enn.
Nú i sumar keyptu Snarfara-
félagar gamlan sumarbústað og
komu honum fyrir viö flot-
bryggjuna iElliöavogi. Hann á aö
vera félagsheimili, en fyrsti
stjórnarfundurinn var haldinn
fimm minútum eftir aö húsiö var
komiö á undirstööurnar. Hefur
þaö hlotiö nafniö Elli&anaust.
„Þetta hús breytir miklu fyrir
okkur,” sagði Einar. „Við erum
þakklátir öllum þeim sem hafa
veitt okkur aöstoö á einhvern hátt
meö þvi að gefa efni, tæki, vinnu
og peninga i hússjóöinn. Ég vil
hvetja alla Snarfaramenn til aö
koma á kvöldin og vinna aö bættri
aðstöðu og þeirri uppbyggingu,
sem hafin er á athafnasvæ&i
Snarfara i Elliöaárvogi.”
Meðan þjóövegaralliö mikla
umhverfis landiö stendur yfir og
menn biöa i ofvæni eftir úrslitum
væri ekki úr vegi áð stytta sér
stundir viö litiö en skemmtilegt
spil, sem byggist á þessari geysi-
vinsælu iþrótt. Umuppruna spils-
ins veit ég ekkert, en þaö gengur
undir nafninu„Stæröfræöirall”og
er ekki ósvipað„sjóorrustu”,sem
flestir þekkja frá skólaárum
sinum.
öfugt við hiö raunverulega rall
er spiliö ákaflega ódýrt og hand-
hægt, en krefst þó talsverörar
umhugsunar, útsjónarsemi og út-
reikninga^þar af nafniö. Það eina
sem til þarf er rúöustrikaöur
pappir og penni, gjarnan tveir, af
sitthvorum lit (e&a jafn margir og
keppen.dur, sem geta veriö
fleiri).
Keppnisbrautin er rissuö upp
líkt og sýnt er á meöfylgjandi
mynd, og geta keppendur komiö
sér saman um högun hennar og
ýmiss íkonar hindranir hverju
sinni. Spiliö felst siöan i þvi, aö
keppendur skiptast á um aö
marka feril imyndaöra bila á
brautina. 1 upphafi nær ferillinn
aðeins yfir eina rtíöu, en hraðinn
er aukinn meö því aö bæta viö
rúðum, þ.e. að láta ferilinn næst
ná yfir tvær rúöur, þarnæst þrjár,
o.s.frv. Þegar kemur a& beygju
eöa hindrunþarf að sjálfsögöu aö
draga úr feröinni, og þaö er þá
gert á sama hátt, þ.e. dregiö Ur
feröinni um eina rúðu i senn.
Ef ekki á aö fara illa þurfa
keppendur aö vera vel vakandi,
sjá út hvaö þeim er óhætt aö auka
hraöann mikið, eöa hvað þeir
veröa aö draga mikiö úr honum
núeöahvortþeirgeta haldiöstöð-
ugum hraöa um stund. Og kúnstin
er ekki bara aö ná beygjunum og
forðast hindranimar, heldur lika
velja stystu leiöina og koma
þannig fyrstur i mark. Þegar
leiðin i mark fer aö styttast
kemur ein þrautin enn, semsé aö
stoppa nákvæmlega á endalin-
unni. Til þess þarf aö byrja nógu
snemma aö „telja niður”.
Sá sigrar, sem fyrstur kemur
heilu og höldnu á endalinuna. En
jafnskjótt og einhver veröur fýrir
þvi aö draga linuna, eöa feril
„bils” sins út af brautinni, eða
yfir hindrun, er hann Ur leik.
Meöfylgjandi spil er a&eins
dæmi um þaö hvernig spiliö getur
litiö út, og til glöggvunar er ferill
„bila” tveggja keppenda dreginn
á hana.
Góöa skemmtun.
____________________RÆKTUN
„Byrjaði vegna
misskilnings”
Snæbjörn Jónasson vegamálastjóri
hefur sérhæft sig í ræktun alparósa
„Ég hef haft áhuga fyrir gróöri
siðan ég var i skóla og langaöi
jafnvel til að læra eitthvað i
tengslum við hann. En þaö fór nú
ööru visi og ég er ánægður meö að
hafa þetta sem hobbý.”
Sá, sem þetta segir, er þekktari
fyrir annað en ræktun. Nafn hans
tengist mikiu frekar malbiki og
möl, þvi hér er á ferðinni vega-
málastjóri, Snæbjörn Jónasson.
Snæbjörn er sérfræöingur i
ræktun alparósar. Siöustu 12-14
árin hefur hann lagt sérstaka
rækt við þá jurtategund, þótt
hann hafi jafnhliöa komiö upp
ótöldum trjátegundum og öörum
blómum.
Við heimili hans i Laugarásn-
um má sjá fjöldann allan af blóm-
um og trjám i pottum og krúsum,
bæði i gróöurhúsinu og garöinum.
Þegar plönturnar hafa náö nægi-
legum styrkleika flytur hann þær
hins vegar i gróðurreit, sem hann
hefur komiö sér upp í Kjósinni.
Þar byrjaöi hann aö rækta fyrir
14 árum og nú eru hæstu trén orö-
in 2-3 metrar á hæö.
Snæbjörn ræktar flestar slnar
jurtir frá fræjum, sem hann hefur
fengið viös vegar frá. Þarna má
sjá birki frá Nepal, risafuru frá
Kaliforniu, ameriskan reyni, þini
og þallir frá Japan og svo mætti
lengi telja.
„Ég má helst-aldrei sjá plöntur,
svo ég reyni ekki aö ná i fræ af
þeim” sagöi hann. „Þetta eru
eins konar minjagripir frá þeim
stööum, sem ég hef komið till’
Auk þess fær hann fræ frá
Alparósirnar byrja feril sinn I
gróðurhúsinu, en eru svo færðar
út I garðinn. Hér er Snæbjörn meö
nokkrar af þeim þúsundum
plantna, sem hann er að koma
upp.
grasagöröum og áhugamanna-
félögum erlendis. Siöan athugar
hann hvort þær þola loftslagiö
hér. Fjölbreytilegastar eru alpa-
rósirnar, en tegundir þeirra
skipta tugum i gró&urhúsinu og
innan um kletta, steina og tré i
Kjósinni, fyrir utan kynbættu
plönturnar.
„Ég fór aö rækta skóginn til aö
skapa skjól fyrir alparósirnar,”
sagöi Snæbjörn. „Þær byrjaði ég
ég aö rækta fyrir asnaskap. Ég sá
þær svo fallegar i Skotlandi, þótti
veöur oft lei&inlegt þar og fannst
a& fyrst þær blómstruöu svona
þarna, ætti aö vera hægt að rækta
þær hér. En þaö var misskiln-
ingur. Það eru miklu færri teg-
undir sem þola loftslagiö hér.
En þegar vel tekst til, geta
alparósir oröið mjög fallegar og
stórar. Þær geta oröiö fleiri
metrar á hæö og blómstra óskap-
lega mikið fyrri part sumars.
Þetta er aö byrja aö skila sér hjá
mér núna. Þaö tekur 5-10 ár frá
þvi sáö er og þar til plönturnar
fara aö blómstra. Fyrr veit
maöur ekkert hvernig þær
veröa,”
En hvaö er það sem er svona
heillandi vib ræktun, a& menn
ey&a öllum sinum fristundum i
hana?
„Þetta er alltaf jafn skemmti-
legtj’ sagöi Snæbjörn, „enda
margt sem gleöur mann. Gróður-
inn skapar skjól og fuglalif meö
tilheyrandi fulglasöng og
fegurðin i plöntum og blómum
veitir ánægju. Og ánægjulegast er
aö fylgjast með plöntunni frá fræi
til blómgunar”.
_________________________HJÓLREIDAR
Hjólin renna út eins
og heitar lummur
— Langir biðlistar eftir dýrustu hjólunum
„Þaö má segja aö viö höfum
selt allt sem viö höfum komið
höndum yfir að flytja inn,” sagöi
Páll Bragason hjá Fálkanum,
þegarHP spurðist fyrir um sölu á
reiðhjólum i sumar.
t Erninum hafði Sigurbjörg
Bjarnadóttir sömu sögu a& segja.
1 báöum þessum helstu reiðhjóla-
verslunum borgarinnar erulangir
biölistar eftir 10 gira hjólunum.
Þau koma aldrei fram i verslan-
irnar, þvi þau eru öll seld áður en
þau koma til landsins. t fyrra
seldust svona hjól varla hérna.
En hver er ástæöan?
„Þetta er tiska,” sagði Páll.
„Þessi hjól hafa verið mjög i
tlsku i Bandarikjunum siöustu 2-3
árin og núna lika I Evrópu. Svo er
þaö hækkandi orkuverð og áróöur
fyrir útiveru og hreyfingu. Reið-
hjól eru auövitaö gráupplögð i
þaö. Entollabreytinginhefur lika
sitt aö segja. Reiöhjól lækkuðu i
fyrra um 45% og þá kom greini-
legur hvellur.”
Sigurbjörg sagði, a& þau i Ern-
inum heföu séö fyrir þessa aukn-
ingu, og heföu því pantaö rúm-
lega helmingi meira en þaö sem
selt var I fyrra. En hjólaverk-
smiðjurnar anna ekki eftirspurn-
inni og allar pantanir eru skornar
niöur um helming.
Hvaö kosta nú svona kjör-
gripir?
örninn flytur inn dönsk hjól,
SCO og siöast þegar þau komu
kostuðu þau 206-247 þúsund
krónur. Næst koma þau seinni
partinn i ágúst og hafa þá
væntanlega eitthvaö hækkaö I
ver&i.
Fálkinn flytur inn DBS, sem
eru norsk hjól, og Raleigh, ensk
hjól. Af þessum hjólum má fá
góöar útgáfur fyrir um 200 þús-
und krónur, en finasta hjólið frá
DBS og jafnframt þaö eftirsótt-
asta, veröur sennilega á um 250
þúsund krónur þegar þaö kemur
næst i haust.
Eftirspurnaraukningin hefur
oröiö mest i' dýrustu hjólunum og
kvenhjólum. Jafnframt hefur
selst gifurlega mikiö af barna-
stólum á hjól. Fulloröna fólkiö er
auösjáanlega búiö aö uppgötva
hjóliö.
LAND
HtfOL
Ef þú ætlar að leggja land
undir hjól þá er ráölegt aö
njóta góörar leiðsagnar.
Vegahandbókin eftir Stein-
dór Steindórsson vísar þér til
vegar um allt land, jafnt í
byggðum sem óbyggöum.
Hún byggir á hinu nýja
númerakerfi Vegageröarinnar
og þaö er auövelt aö rata eftir
henni, ef þú kynnir þér leið-
beiningar um notkun hennar
áður en þú leggur af stað.
Þeim, sem ætla aö aka Þing-
vallahringinn, ráöleggjum viö
aö kynna sér þá nýjung aö
njóta lifandi leiðsagnar á
snældum (kassettum). Fyrsta
slíka leiösögnin er einmitt um
Þingvallahringinn og Þing-
velli. Þingvallahringinn samdi
Tómas Einarsson en sjálfa
Þingvallalýsinguna geröi Jón
Hnefill Aöalsteinsson. Hjörtur
Pálsson er lesari á báöum
snældunum. Og hvernig notar
þú svo þessar lýsingar? Þaö
er mjög auðvelt, eins og aö
drekka vatn. Þú setur snæld-
una í tækiö, bara venjulegt
kassettutæki, þaö þarf alls
ekki aö vera innbyggt í bílinn,
og ekur af staö. Leiösögnin er
meö þeim hætti aö þú líður
yfir landiö og nýtur breiðrar
frásagnar, sem gerir ekki
kröfur til þess aö þú snúir þig
af og til úr hálsliðnum til þess
aö missa nú ekki af neinu.
Þegar þú kemur til Þingvalla
skiptir þú um snældu, setur
Leiðsögn um Þingvelli í tækiö
og gengur um vellina meö
tækiö í hendinni, sagan
streymir aö þér, atburðir sög-
unnar hrannast upp, koma og
hverfa. Að Þingvallagöngunni
lokinni, stígur þú aftur inn í
bílinn og ekur enn af staö, og
nú tekur fyrri snældan viö,
þar sem frá var horfið.
Ef þú vilt ekki hlusta á
leiösögnina um stund, þá
lækkar þú bara í tækinu og
hækkar svo aftur þegar hent-
ar, og þá er leiðsögnin aö
öllum líkindum á réttum stað.
En sé svo ekki, þá er auðvelt
á öllum kassettutækjum að
spóla fram og til baka eftir
því sem þörf krefur.
Að lokinni ferð, þegar heim er
komið, er ekki amalegt að
hafa bókina okkar Útigrill og
glóðarsteikur í þýöingu Ib
Wessmanns viö hendina þeg-
ar þú tekur til viö undirbúning
kvöldmatarins, hvort sem þú
grillar úti eða ínni.
Njóttu vel ferðarinnar — já
og matarins þegar heim er
komið.
ÍÍ ÖRLYCUR
SÍÐUMÚLA 11, SÍMI 84866
SGS