Helgarpósturinn - 22.08.1980, Síða 22

Helgarpósturinn - 22.08.1980, Síða 22
Föstudagur 22.ágúst 1980 —JlBlgSrpÓStUrínrL. Fjalakötturinn: NÝTT BARNABLAÐ Á MARKAÐINN í DAG Nýtt timarit bætist væntanlega I hóp islenskra blaba I dag, ef aö likum lætur. Þarna er um ab ræða blað, sem aðallega er ætlað börn- um frá 4-13 ára. Nafn þess er ABC, barna og tómstundablaöið. Útgefendur eru Frjálst framtak og skátahreyfingin. Að sögn Margrétar Thorlacius, sem er annar tveggja ritstjóra blaðsins, veröa i þvl sögur og viö- töl, leikir og þrautir ætluð fyrir börnin. Einnig verða íþrótta- og fræðsluþættir sérstaklega mat- reiddir fyrir þessa aldurshópa. Það sem sjálfsagt kemur til með aö vekja einna mesta hrifningu meðal yngstu kynslóðarinnar er framlag Guðrilnar Helgadóttur alþingismanns, en hún mun skrifa framhald af sögunum um þá félaga Jón Odd og Jón Bjarna, nokkuð, sem lengi hefur verið beðið eftir. Margrét sagði, að ætlunin væri að blaðiö kæmi út á tveggja mán- aða fresti fram til jóla og síöan yrði séð til, það færi eftir viðtök- unum. Um það hvort þetta blað væri að fara inn á markað þess gamal- gróna blaðs Æskunnar, sagði Margrét að svo væri ekki. Sér fyndist vera heldur fátæklegt að hafa aöeins eitt blað og væri þarna verið að auka úrvalið. „Það er ekki sett til höfuðs Æsk- unni”. sagði hún. Útgefendur hafa látið búa til sérstakan karl, sem kallaöur er Pési og verður hann einhvers konar tákn blaðsins og mun meðal annars prýða forsfðu fyrsta tölublaösins. Auk þess verður hann staddur á heimilis- sýningunni að kynna þaö fyrir gestum. sýningar á vetri komanda Góðar myndir héðan og þaðan Fjalakötturinn, kvikmynda- klúbbur framhaldsskólanna mun senn hefja starfsemi sina eftir sumarleyfi. Helgarpósturinn hafði samband við Sigurð Sig- urðsson, formann klúbbsins og spurði hann hvort meiningin væri að halda áfram þeirri stefnu að kynna sérstaklega myndir frá einu landi, eins og gert hefur verið tvö undanfarin ár. „Nei, við tinum til góöar mynd- ir héðan og þaöan” sagöi Sig- urður. „Við verðum með 34-35 myndir, sem viö fáum flestar frá bresku dreifingarfyrirtæki og háir það okkur við myndavaliö. Viö ætlum að reyna aö ráða bót á þvi meö þvi að afla tengsla við dreifingarfyrirtæki i Bandarikj- unum og komast þannig yfir myndir frá sjálfstæöum kvik- myndamönnunum þar, en þeir eru aö gera mjög athyglisverða hluti og einnig til aö fá myndir frá S-Ameriku. Þá fáum við einn- ig nokkrar myndir frá sendiráð- um Frakklands og Tékkóslóva- Brad Dourif I mynd John Hustons Wise Blood sem er á dagskrá Fjalakattarins i vetur. Kjarvalsstaðir: Fjölbreyttar Kjarvalsstaðir — meðal sýninga I vetur verða yfirlitssýning Braga As- geirssonar, Septemsýning, kinversk málaralist o.fl. kiu.” . Margar myndanna, sem boöiö er upp á á næsta vetri, hafa hlotiö mikiö lof gagnrýnenda um allan heim hin siðari ár. Þar má nefna langmynd Bertoluccis hins italska frá 1974, 1900, en það er ævisaga tveggja bræöra sem fæö- ast aldamótaáriö og er þeim fylgt fram til ársins 1945. Koma inn i myndina helstu stjórnmálaöfl þessa tima, eins og uppgangur kommúnismans og siðar fasism- ans. Franskar kvikmyndir verða nokkrar og þær flestar ekki af verri endanum. Skal þar fyrstan nefna einhvern mesta leikstjóra Frakka, sem er Jean-Luc Godd- ard.Eftirhann verða sýndartvær höfúömyndir, Pierrot le foumeð Jean-Paul Belmondo i aöalhlut- verkinu, þar sem fram koma ýmsar vangaveltur um kvik- myndaformið sem listgrein, og Alphaville, sem er nokkurs konar leynilögreglu-sciencefiction mynd með hinum gamla Eddie Constantine, ööru nafni Lemmy, I aðalhlutverkinu. Aörar franskar myndir eru La Chambre verte, sem er nýleg mynd eftir Truffaut, Céline og Julie fara I bátsferðeftir Jacques Rivette, Mr. Klein.sem leikstýrö er af Joseph Losey. Gerist mynd- insú á hemámsárum Þjóðverja i Frakklandi og fjallar um gyð- ingaofsóknir. Er þetta mjög góð mynd. Loks skal nefna Hiroshima mon amour eftir Alain Resnais, en þessa mynd ásamt safni af bandariskum tilraunakvikmynd- um hefur kvikmyndasafn Fjala- kattarins keypt til eignar. Tveir Spánverjar verða á dag- skrá og er annar þeirra kvik- myndahúsagestum að góðu kunn- ur siöan á kvikmyndahátiöinni, en það er Carlos Saura. Veröur sýnd ein af eldri myndum hans og heitir hún Los Golfos. Hinn er Luis Bunuel, og mynd hans Cet obscur objet du désir. Af Bandarikjamönnum má nefna John Huston og nýja mynd hans Wiseblood, sem gerist I Suðurrikjunum snemma á þess- ari öld. Hefur sú mynd hlotið mikið lof gagnrýnenda út um allan heim, en mynd þessi var frumsýnd ekki alls fyrir löngu. Hinn Bandarikjamaðurinn er Stanley Kubrick og mynd hans frá 1962 Loiita. Meöal tékknesku myndanna verður mynd eftir Jiri Menzel og heitirhún Those wonderful movie cranks.Ein áströlsk mynd verður einnig sýnd, en þaö er Getting of Wisdomfrá árinu 1979 eftir Bruce Beresford. Loks skal nefnd mynd eftir meistara Kurosawa, Fiflið, eða The Idiot. Þýskar myndir veröa engar að þessu sinni og er þaö vegna þess að fyrirtæki það sem Fjalaköttur- inn hefur verið i sambandi við þar, brást þeim að þessu sinni. Hvað um það, þá virðist þetta ætla að vera alveg ágætt prógram. „Starfsemin gekk mjög vel i fyrra og aðsókn að sýningunum var yfirleitt góð. Þegar fleiri en ein sýning er I húsinu koma þangað ólikir hópar og er það öll- um til góöa,” sagði Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur á Kjarvalsstöðum i samtali við Helgarpóstinn. Þóra sagöi ennfremur, að það væri ætlunin að halda áfram að taka á móti tónlistarfólki, eins og gert var I fyrra eftir þvi sem húsnæði leyföi. Sagði hún, að visu yrði kannski frekar litiö um það fyrir áramót, en þá ætti að rætast úr þvi. Væri það vegna þess, að þá yröi Vestursalnum einungis ráö- stafaö. Sýningar i húsinu hafa þegar verið ákveðnar fram að áramót- um og kennir þar margra grasa. 1 lok ágúst opnar Björn Birnir myndlistarsýningu I Vestursaln- um og stendur hún til 8. september. Á hæla hans fylgir Vilhjálmur Bergsson, þann 13.-23., en nokkuð mun vera um liðið siðan hann var með einka- sýningu hér siöast. Haustsýning FIM verður siðan opnuö i lok september. Bragi Asgeirsson opnar stóra yfirlitssýningu á verkum sinum um miðjan október og stendur hún fram til 2. nóvember. Næstur til að sýna 1 Vestursalnum er Kjartan Guð- jónsson og verður hann frá 8.-18. nóvember. Þá tekur við Guö- mundur Björgvinsson frá 22. nóvember til 2. desember. A veg- um kinverska sendiráðsins i Reykjavik veröur siðan sýning á kinverskri málaralist frá 6.-11. desember. 1 Kjarvalssalnum verða einnig nokkrar sýningar til áramóta og skal þar fyrst nefna hina árvissu sýningu Septem hópsins. Hefst sú sýning þann 6. september og lýk- ur 21. sama mánaöar. Félag fri- merkjasafnara veröur með sýn- ingu á frimerkjum i tilefni 20 ára afmælis Dags frimerkisins og stendur sú sýning frá 5.-12. nóvember. Ljósmyndasýning verður frá 15.-25. nóvember og sýna þar tveir ungir menn, Finn- ur Fróðason og Emil Þór Sigurös- son. Loks veröur Jón E. Guö- mundsson með sýningu á leik- brúðum og hlutum þeim viðkom- andi og mun hann meöal annars bjóða upp á brúðuleiksýningar á meðan á sýningunni stendur. A göngum Kjarvalsstaöa verða einnig sýningar.enekkihefur enn veriö að fullu ákveðið hvaða sýn- ingar þaö verða, eða hvenær, en meöal þeirra sem þar munu verða, er Heimilisiðnaðarfélag Islands. Fjölskyldan á glaðlegu augnabliki i mánudagsmynd Háskólabfós. Sumar, sól og sálarflækjur * Kvikm yndir eltlr Arna Þðrarinsson Háskólabió, mánudagsmynd: Paradisarhúsið (Paradistorg) Sænsk. Argerð 1976. Handrit: Gunnel Lindblom og Ulla Isaks- son eftir skáidsögu Isakssons. Leikstjóri: Gunnel Lindblom. Aðalhlutverk: Birgitta Valberg, Sif Ruud, Margaretha Byström, Agneta Ekmanner. Þetta er kvikmynd um sænska fjölskyldu „i gleði og sorg”, svo vitnaö sé til sigildra orða um nýlega islenska kvik- mynd og sem fyrr vilja sorg- irnar veröa meira áberandi en gleðin. Sálarflækjur svokall- aðar, ekki sist ef þær eru sænsk- ar, fara dálitiö fyrir brjóstiö á sumum. Og ekki bætir úr skák ef reynt er að sýna fram á að sllkar flækjur geta haft félags- legar rætur. 1 Paradisarhúsinu er semsagt ýmislegt sem margir láta fara I taugarnar á sér: myndin er sænsk, fjallar um sálarflækjur, er „þjóöfé- lagslega meðvituð” og siðast en ekki sist — hún snýst um- fram allt um konur. Allt eru þetta alkunn einkenni ásænskum kvikmyndum. Sviar, sem af ðkunnum ástæöum virö- ast hafa tekiö við þvi hlutverki sem Danir gegndu á Islandi til skamms tima, eru þó langt I frá einir um þessi einkenni. Sænskir kvikmyndageröarmenn kunna sér að visu stundum litið hóf i „þjóðfélagssálarfræöilegum” vangaveltum sinum. Þeir virð- ast stundum haldnir hrútleiðin- legri þráhyggju. En stundum gera þeir lika þessum viðfangs- efnum afburöagóð skil. Þess vegna duga hér engar alhæf- ingar á Svia. A vissum punktum i þessari kvikmynder engu líkara en allir slikir hefðbundnir Sviafor- dómar ætli aö sannast á Para- disarhúsinu. En á næsta augna- bliki kemur finlega orðað sam- taleöa næmlega formuö sena og fordómar gufa upp og kvik- myndin tekur völdin. 1 sjálfu sér kemur margt kunnuglega fyrir sjónir i efni, efnismeöferð og uppbyggingu þessarar fyrstu myndar leikar- ans og leiksviðsleikstjórans Gunnel Lindblom. Til dæmis hefur Ingmar Bergman komið viö þetta allt, einkum I sumum eldri mynda sinna, þar sem Lindblom hefur einatt veriö I stórum hlutverkum sjálf. Og undir hans verndarvæng er þessi kvikmynd gerð, þvi hann er skráður framleiðandi hennar. Fyrir minn smekk er Paradisarhúsið aftur á móti talsvert áhrifameiri mynd en t.d. Haustsónatan. Þær Ulla Isaksson og Gunnel Lindblom skoða i Paradisarhús- inu sænskt þjóöfélag i ljósi einnar fjölskyldu — fjögurra kynslóða sem koma saman til venjubundins si'marfris i sveitasæiu þess húss sem mynd- in heitir eftir. Viö kynnumst með mjúklegum senuskiptum innri og ytri vandamáium sem stafa að þessu fólki — hverju fyrir sig og sameiginlega — jafnframt þvi sem við sjáum þaö kætast og njóta lifsins. Einkum eru það tvær gesta- komur um miðbik myndar- innar, sem raska friðsemd og þeirri fölsku ró og jafnvægi, sem flestir i fjölskyldunni hafa, aðmatihöfunda, komið sérupp. Ahugi myndarinnar beinist þó fyrst og fremst aö konunum og börnunum f fjölskyldunni og er þarflest skarplega athugað. Að- eins hliðarsporið um sálsjúka ráðskonu fellur dautt. Seinni hluti Paradisarhússins verður ansi átakamikill og jaörar ein- staka sinnum við melódrama, en sleppur einhvem veginn fyrir horn vegna undirliggjandi húmors og hlýju. Lokamyndin veröur þrátt fyrir tviræöa böl- sýni eftirminnileg. Þar er litil von um aö Paradisarhúsiö komi nokkurn tima til með aö standa undir nafni. Þetta er til skiptis skemmti- legog þunglyndisleg kvikmynd. Hún er bæði fallega tekin og leikin. Og þegar upp er staöiö kemur hún manni við.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.