Helgarpósturinn - 22.08.1980, Page 24

Helgarpósturinn - 22.08.1980, Page 24
24 Helga Gunnarsdóttir: „Almenn- ingur hefur ekki mikla ástæðu til að hoppa hæö sina i loft upp af hamingju’.’ Ernir Snorrason: „Þjóðfélagið er algjöriega sterilt málefnalega séö” Davið Scheving Thorsteinson: „Ég er mesti iukkunnar pamfill á þessari jörð” Föstudagur 22 ágúst 1980 £pg/r]rirpn*stl irínri Ólafur Haukur Simonarson: Ólafur H. Torfason: „islendingar „Þjóðfélagið mætti vera svoiitið geta oröið dálitið öfgasinnaöir”. skynsamlegra að ýmsu leyti!’ Finnst íslendingum gaman að lifa? Eftir Guðlaug Bergmundsson Myndir: Einar Gunnar Efnahagsmál þjóðarinnar hafa um langt árabil verið eitt helsta umræðuefni manna á meðal. Ekki koma menn svo saman, aö ekki sé óðar farið aö bölva verð- bólgunni, þessu mesta meini is- lensks þjóölifs, sem á sök á öllu þvi sem miöur fer. Slæmri stöðu sjávarútvegsins, iönaðarins og annarra atvinnuvega. Hver rikis- stjórnin á fætur annarri hefur haft þaö að höfuðmarkmiði aö vinna bug á þessum óvætti, en hingað til hafa þær ekki haft árangursem erfiði og þess vegna bölva landsmenn þeim lika. „Þaö er sami rassinn undir þeim öllum,” segja menn gjarnan þegar rætt er um stjdrnmála- mennina. Það má þvi ætla, að islendingar væru almennt mjög óánægöir með tilveruna og þjóðfélagið, sem þeir búa I. Helgarpósturinn fór á stúfana og ræddi við nokkra landsmenn um þessi mál. Lukkunnar velstand? Það kemur i ljós, að þrátt fyrir að sffellt sé verið að setja út á þjóöfélagið, eru menn almennt ánægðir meö sina tilveru. „Ég er persónulega áreiöan- lega einhver mesti lukkunnar pamfill á þessari jörð og mér lið- ur ákaflega vel,” sagði Davið Scheving Thorsteinson iðnrek- andi. Ernir Snorrason sálfræð- ingurtók nokkuöi sama streng og sagöist vera ánægður og sáttur viðtilveruna. „Það er ekkert sem kemur mér á óvart,” sagöi hann. Ólafur H. Torfason, kennari i Stykkishólmi, sagöi að ibúar þar væru þaulsetnir á staðnum. Til- færsla á fólki væri litil, fáir flyttu burt af staönum og fáir flyttu þangað. „Þannig að það mætti álykta sem svo, aö fólk væri nokkuð ánægt með sinn hag og þá væntanlega tilveruna,” sagöi hann. Enn aðrir höfðu meiri fyrirvara á þessu, eins og ólafur Haukur Si- monarson rithöfundur, sem sagði: „Erþaöekkibreytilegtfrá degi til dags hjá hinum ýmsu ein- staklingum? Ég er sæmilega ánægður meö mina tilveru, en það eru bæði lægðir og toppar i þvi máli” Jórunn Gunnarsdóttir, verk- stjóri i fiskvinnslustöð Sam- bandsins á Kirkjusandi, sagöi hins vegar stutt og laggott: „Verður maður ekki að sætta sig viö margt?” En þaö eru ekki allir á þvi, að Islendingar séu ánægðir meö til- veruna, eöa það er álit Helgu Gunnarsdóttur félagsráðgjafa: „Ég held, aö almenningur sé ekki ánægður með tilveruna og þjóöfé- lagið, enda tel ég að hann hafi ekki mikla ástæðu til að hoppa hæö sina 1 loft upp af hamingju. Þær yfirlýsingar, sem koma um stöðu þjóöfélagsins, bæði hag- fræðilegar og aörar, gefa ekki til- efni til bjartsýni, eða von um betri tima,” sagði hún. Ernir Snorrason er sammála Helguaö þvi leyti, að hann heldur að islendingar séu mjög ó án ægðir með tilveruna, ,,en ég held hins vegar” sagði hann, ,,að þeir séu ekki djúpt óánægöir meö hana, aö þetta sé á yfirborðinu. Innst inni halda þeir, að þetta sé allt I himnalagi og að þetta sé ágætis þjóðfélag, sem þaö er lika að mörgu leyti,” „Gengið ofan á verka- lýðnum” Það virðist vera greinilegt, að menn eru almennt ánægðir með sina eigin tilveru, en ekki sé vist, aö allir hinir séu það. En hvað segja menn þá um þjóðfélagið? Er það óalandi og óferjandi, eða er allt i lagi með það eins og það er? Hvort sem menn lýstu sig ánægöa með þaö, eöa ekki, voru þóallir sammála um að ýmislegt mætti betur fara. „Ég er ánægður með tilveruna, en ég er ekki ánægður með þjóð- félagsmálin, og þá sérstaklega atvinnumálin,” sagði Eggert Kristinsson, útlærður gullsmiöur, en starfar við það að gljábóna bila. Hann tók sem dæmi sæl- gætis- og húsgagnaiðnaðinn. Það væri greinilegt, að menn vildu frekar flytja þessar vörur inn, þar sem kostnaður við rekstur þessara iðngreina væri mikill. „Og þannig er þetta i sambandi við allan iðnaö,” sagði hann. Jórunn Gunnarsdóttir, verk- stjóri á Kirkjusandi, sagði einnig að hún væri óánægö með þjóöfé- lagið, eins og það væri i dag. „Mér finnst vera svo gengiö ofan á verkalýðnum og ég tala nú ekki um húsmæðurnar. Við byrjum hér fyrir klukkan átta á morgn- ana og stöndum jafnvel tiu tima. Siöan þegar heim kemur, þá biöa húsverkin eftir okkur. Mér finnst ekki nógu metiö það sem hús- mæðurnargera i dag,” sagði hún. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son var spuröur aö þvi hvort hann yröi var við þaö i gegnum sitt starf, hvort fólk væri almennt óánægt. „Ekki mundi ég segja það” sagöi hann. „Ég held, aö það sé mikill meirihluti, sem er ánægður, en sá ánægði kemur yfirleitt ekki til að segja frá þvi. Það er mikið frekar, að maður rekist á þann sem er að kvarta,” Ernir Snorrason sálfræðingur sagði, aö það væri margt mjög gott við islenskt þjóðfélag, og nefndi sem dæmi samhjálpina, sem hann telur vera ómetanlega. Olafur H. Torfason sagði, að hann væri ekki óánægður með Is- lenska þjóðfélagið. Viö gætum verið ákaflega ánægðir með okkur meðal þjóðanna. Það væri langt þvi frá, að við hefðum við sömu vandamál aö glima og næstu nágrannaþjóðir okkar, eins ogt.d. atvinnuleysi, sem væri eitt mesta böl hvers þjóðfélags. „Ég held að við Islendingar stöndum okkur ákaflega vel, þvi við höfum svo góða yfirsýn yfir okkar þjóöfélag, á hverju við lif- um og hvað við þurfum, hvað það kostar að vera Islendingur, að vera maður. Þetta er fólkoft ekki með á tilfinningunni úti I löndum. Þar er þaö bara tannhjól 1 ein- hverri vél og hugsar ákaflega þröngt. Menn hugsa miklu viðar hér. Ég er mjög ánægður með marga eðlisþætti Islendinga og hvaö þeir eru úthaldsgóöir viö erfið skilyrði. Ég held að þeir eigi þá lika að geta brugðist á þrosk- andi hátt við alls konar vandræð- um.” Svava Ingólfsdóttir, 17 ára Verslunarskólamær, sem vinnur i fiski á Kirkjusandi, sagði aö sér fyndist allt i lagi með þjóöfélagið, en var sammála öðrum, að mörgu mætti breyta og margt mætti betur fara. Verðbólgan ekki nei- kvæðust „Það sem mér finnst kannski neikvæöast I þjóðfélaginu, er ekki endilega verðbólgan eða einhver slik fyrirbæri, sem koma fram i efnahagskerfinu eða atvinnumál- unum” sagði ólafur H. Torfason, „heldur finnst mér skorta visst frjálslyndi, aö þvi leyti, að menn þyrðu að hafa augun opin fyrir alls konar möguleikum. Til dæmis, að menn sem eru áhang- endur einhverra stjórnmála- stefna eða heimsskoðana, leyfðu sér það stundum að hugsa um að það fælist eitthvað rétt I þvi sem aðrir segja. Mér finnst menn stundum veröa dálitið forstokk- aðir og ofstækisfullir. Þeir eru fljótir að ákveða sig og berjast þá með oddi og egg fyrir sinu máli, án þess að hugsa mikið um rök- semdirnar. Þetta tel ég mikinn ókost á Islendingum, að þeir geta orðið dálitiö öfgasinnaðir. Þá vantar það að vera opnari fyrir mörgum möguleikum.” Ernir Snorrason var á svipuðu máli, og sagði, að það væri eitt áberandi, sem mætti betur fara i Svava lngólfsdóttir: „Allt i lagi meö þjóðfélagiö.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.