Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 7
7 ___holrjarpncitl irinn Föstudagur 29. ágúst 1980 stendur frammi fyrir miklu vandamáli, þar sem er aukning á farangursþjófnaöi frá ferða- mönnum, sem heimsækja landið. Þjófnaður þessi fer fram á aðal- járnbrautarstööinni og einnig i mörgum hinna stóru hótela, þeg- ar farþegar eru að skrá sig inn. Það er mál manna, að það séu er- lendir þjófahringir sem standa að baki þessum ránum. Það er aðal- lega handfarangurinn, sem hverfur, þvi það er meiri von um að ferðamenn geymi einhver verðmæti i handtöskum sinum. Til þess aö stemma stigu við þessum ófögnuöi hefur lögreglan beint þeim tilmælum til fólks, að það varðveiti peninga og önnur verðmæti á sér og láti aldrei far- angurinn úr augnsýn. Við skulum svo vona, að brátt verði allir vasaþjófar, svo og aörir þjófar komnir á vergang. ©Olvuðum ökumönnum hefur fjölgað mjög i Kaupmannahöfn. Samvæmt upplýsingum lögregl- unnar þar hafa veriö teknir 1423 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur á fyrri hluta þessa árs og er 24% aukning frá sama tima I fyrra. ®Eftir sumarleyfisferð til griska eyjahafsins, er þörf að varpa ljósi á tvöfalt siðgæði Grikkjanna. Við lágum, tvær ungar stúlkur, á strönd, sem nær eingöngu er sótt af ferðamönnum og höfðum varp- að af okkur efri hluta baðfatanna. Hvorug okkar er neitt sérlegt augnayndi á neinn hátt. Fyrst i staö sendu Grikkirnir, sem voru á ströndinni litla drengi til okkar og köstuðu þeir steinum og hræktu. Eftir stutta stund komu tveir ungir menn i ein- kennisbúning og voru grófir og sögðu aö við værum að brjóta þessi og hin grisk lög meö þessu framferði okkar. Og jafnvel þótt við flýttum okkur að setja efri hluta baðfatanna á okkur, töluöu þeir um fangelsi og að þaö væri kominn timi til að ferðamenn höguöu sér skikkanlega. Kaþólskt uppeldi þeirra getur ekki veriö nokkuð sem við hin eigum að lifa eftir, þegar við höfum borgað dýrum dómum ferð suður á bóg- inn til að fá sól á allan kroppinn. (Lesendabréf úr erlendu blaði) HeimiRo -af þeim sem þér þykir vænst um! Það er mikið um fjölbreytni og nýjungar á stórsýningunni „Heimilið ’80“. Sjáðu hér til dæmis. Á sýningunni er tæki sem prentar á boli og tau þær myndir sem þú vilt. Þú getur komið með myndirnar með þér eða setið fyrir sjálf(ur). Hér er fjölbreytnin í fyrirrúmi. Heimilið ’80 er lifandi og skemmtileg sýning. Fræðsla, skemmtun og leikir fyrir alla fjölskylduna. Opiðer kl. 3-10 virka daga og 1-10 laugardaga og sunnudaga. Svæðinu er lokað alla daga kl. 11. FyriróO mínútum var hún glerhart deig í frystikistunni Núskaihún etin upptilaana 5 tegundir. Fást i flestum verzlunum. Brauðgerð Gisla M. Jóhannssonar. Laugavegi 32. Símar 30693 og 22025.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.