Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 24
24
Föstudagur 29. ágúst 1980
eftir Guðlaug Bergmundsson
helgarpósturinri
myndir: Valdís Óskarsdóttir
Þannig var m.a. fariö meö gyöinga
á timum ofsóknanna.
Myndín er úr Holocaust.
sjónvarpinu i næstu viku:
Helgarpósturinn ræðir við
íslenska gyðinga
„Það er allt vanheilagt, sem
okkur er heiiagt, hins vegar er
leyfilegt hjá þeim allt þaö sem
okkur finnst hrylliiegt.”
Þessi orð voru á sinum tima
skrifuö um gyöinga og koma þau
ekki frá einhverjum æösta manni
Þriöja rikis nazista I Þýskalandi,
heidur frá latneska rithöfundin-
um Tacitus, sem uppi var
skömmu eftir Kristburö.
Gyöingar hafa frá fyrstu timum
veriö ofsóttir af samtíöarmönn-
um sinum og þeim fundiö alit til
foráttu. Andúö á þeim átti sér
bæöi trúarlegar og efnahagslegar
rætur. Ofsóknir á hendur þeim
náöu þó hámarki i Þýskalandi
nazismans, þar sem taliö er aö
um sex milljónir manna, kvenna
og barna hafi verið myrt á hinn
hroðaiegasta hátt.
Bandarisk sjónvarpsstöö hefur
eins og kunnugt er látiö gera,
framhaidsmyndafiokk um þessar
hörmungar og er þaö mynda-
fiokkurinn Hoiocaust, en sýning-
ar á honum hefjast i islenska
sjónvarpinu þann 2. september.
Af þessu tilefni fór Helgarpóst-
urinn á stúfana og ræddi viö þrjá
islenska gyöinga, sem allir eru af
erlendu bergi brotnir, og rætt var
viö þá um það aö vera gyöingur á
tslandi og aimennt.
„Ef gyðingar eru
ofsóttir einhvers
staðar, finn ég
til með þeim’'
,,Ég er fædd i Miö-Rússlandi,
rétt viö Moskvu. Móöir min var
frá gyðingaþorpi rétt viö pólsku
landamærin og var yiddiska móö-
urmál hennar. Faöir minn var
pólskur gyöingur og kunni hann
aðeins fyrir sér i yiddisku, en þau
töluöu ekki saman á þvi máli,
nema þegar þaö var eitthvaö,
sem börnin máttu ekki vita.
Rússneska var móöurmál okkar,
og þeirra menning og saga voru
okkar eign, eöa það héldum viö,”
sagði Lena Bergmann meina-
tæknir. Lena er eiginkona Arna
Bergmann ritstjóra og flutti hún
til tslands áriö 1963.
„Þeir sem fæddir eru I Rúss-
landi eftir byltinguna voru alls
ekki aldir upp sem gyðingar.
Gyöingar höföu þjáöst undir keis-
aranum. Þeir voru réttindalausir
og máttu ekki búa i stóru borgun-
um nema þeir væru meö háskóla-
próf, ásamt stærstu kaupmönn-
unum. Mestur fjöldi gyöinga bjó i
Vestur-Úkraniu og Hvita-
Rússlandi. Þeir máttu ekki vera
bændur og það skapaði ákveönar
lifsvenjur. Þeir máttu stunda
smáverslun, skósmiöi, klæð-
skerastörf, eöa einhverja aöra
iðn. 1 gegnum aldirnar hefur
þetta skapað ákveöna hópa, og
þar sem fólki er oft illa við kaup-
menn, hefur þetta skapað andúð
og þá hjátrú, aö gyðingar gætu
ekki gert annað en aö selja og
plata.
Fólk reyndi þvi eins og það gat
aö mennta börnin sin svo þau
kæmust burt frá þessu ömurlega
lifi. 1 menntaskólum og háskólum
fyrir byltinguna máttu gyöingar
aðeins vera 2% af nemendum.
Þeir sem voru bestir voru samt
teknir þótt það færi yfir þessa
tölu. Þaö geröi það aö verkum, aö
þeir reyndu alltaf aö vera betri en
hinir.
Rússneskir gyöingar tóku mik-
inn þátt i byltingunni og þeir aö-
löguöust þjóöfélaginu ansi hratt
og þeir voru fáir sem reyndu að
ala börnin sin upp i gyðingatrú.
Snemma eftir byltinguna voru
engar gyöingaofsóknir, og ég
heföi ekki vitað aö ég væri gyð-
ingur, nema af þvi að ég var
minnt á þaö.”
— Hvernig komstu að þvi að þú
varst gyöingur?
„Það stendur i passanum. Þar
er nafn, fæöingardagur og þjóö-
erni, og þar áttum viö aö skrifa
„gyðingur”. Þegar þjóöir, sem
hafa sitt lýöveldi i Sovétrikjun-
um, skrifa sitt þjóðerni i passann,
er þaö skiljanlegt, en það er alveg
sama hvar gyðingar eru búsettir i
Sovétrikjunum, þeir eru alltaf
gyðingar.
Þegar maður fór aö heyra um
fjöldamoröin, sem höföu veriö
framin i striðinu og þegar Stalin
byrjaöi áróður sinn á móti gyö-
ingum áriö 1948, fór maður aö
velta þvi fyrir sér hvaö það væri
aö vera gyöingur, grúska dálitiö i
sögunni og reyna aö skilja þaö
sem var aö gerast. I ótal skipti
rakst maður á andúö og svivirö-
ingar hjá fólki, sem maöur átti
ekki von á aö væri meö slikt. Ég
hitti t.d. einu sinni konu upp i
sveit, og hún sagði, aö allt væri
gyöingum aö kenna, þeir væru
ógeöslegir og þaö væri hvitlauks-
lykt af þeim. Ég spuröi hana þá
hvort hún heföi þekkt marga gyö-
inga, en hún svaraöi aö sem betur
færi heföi hún engan þekkt. Ég
spurði hana þá af hverju hún væri
svo viss i sinni sök og sagöi hún þá
að þaö vissu þetta ailir. Upp úr
1950 var þaö svo slæmt, aö þaö aö
segja „gyöingur” upphátt, var aö
segja ljótt orö.”
— Er gyðinglegur uppruni þinn
þér hugleikinn?
„Ég legg ekki mikið upp úr þvi,
vegna þess að þetta er bara i
blóðinu. Ég fékk ekki gyöinglegt
uppeldi, þvi miður, en ég finn aö
ég tilheyri þessari þjóð, og ef gyö-
ingar eru ofsóttir einhvers staöar,
finn ég til með þeim.”
— Lenti fjölskylda þin i ofsókn-
um nazistatimabilsins?
„Nei, ekki okkar fjölskylda, þvi
viö bjuggum þaö austarlega, en
fjölskylda föður mins var öll myrt
i Ghettoinu i Varsjá.”
— En hvað með ofsóknir á Stal-
instimabillinu?
„Faðir minn var rekinn úr
kommúnistaflokknum, og var
forsenda þess sú, aö hann átti
fjölskyldu erlendis, en þau voru
öll látin. Bróöir minn, sem varö
stúdent áriö 1948, meö góöar ein-
kunnir, ætlaði i háskóla, en fékk
ekki inngöngu. Sú ástæöa var
fundin til, að þaö væri ekki pláss
fyrir hann á stúdentaheimilinu.
Sjálf hef ég endalaust lent i vand-
ræðum. Ég komst i háskóla i
Moskvu áriö 1953, eftir aö Stalin
var dauöur, vegna þess aö þeir
vissu ekki alveg hvernig þeir ættu
að haga sér. En þegar ég lauk
námi 1958, varö þaö strax vanda-
mál aö fá vinnu i Moskvu.
Gyöingar i Sovétrikjunum voru
' eins og óskilgetin börn, sem eng-
inn vill kannast viö.”
— Finnst þér þú vera ööruvisi
en aörir Islendingar af þvi aö þú
ert gyöingaættar?
„Ég er ööruvisi en lslendingar,
en ekki af þvi aö ég er gyöingur
heldur af þvi að ég er öðruvfsi al-
in upp eins og allir útlendingar.”
— Hvernig er þá aö vera gyö-
ingur á Islandi?
„Þaö er mjög þægilegt. Ég
hugsa aö þetta sé besta land i
heimi hvaö það snertir. Viöbrögö
fólks eru mjög jákvæö. Ég hef
aldrei oröið vör viö neikvæö viö-
brögö á þessum 17 árum, sem ég
hef veriö hér. Mér finnst það vera
það versta sem menn gera aö
dæma einhverja manneskju út
frá þvi sjónarmiöi hvaöan hún
er.”
— En hvað um skammaryrði,
sem menn nota um gyöinga?
„Ég hef heyrt „júöi” hér, en ég
tek þaö ekki alvarlega. Ég trúi
þvi ekki aö fólk leggi einhverja
meiningu i þaö. Ég trúi þvi ekki
aö þessi gyöingaandúö sé til á ís-
landi og ég vona að svo veröi á-
fram.”
„Hef ekki orðið
var við fordóma
gagnvart
gyðingum”
„Ég er fæddur I Freiburg I
Þýskalandi áriö 1931, og sleit þar
barnsskónum. Faöir minn hét Dr.
Heinz Edeistein og var tónvis-
indamaöur og sellóleikari. Móöir
min heitir Charlotte Edeistein, og
var meö háskólagráöu I hag-
fræöi” sagöi Stefán Edelstein,
skólastjóri Tónmenntaskóla
Reykjavikur.
— Fékkstu trúarlegt uppeldi?
,JJei, á engan hátt. Faöir minn
var algerlega aölagaöur gyöingur
og ekki trúaöur gyöingur i hefö-
bundnum skilningi og ekki fjöl-
skylda hans, og reyndar ekki
heldur afi minn og amma i móö-
urætt. Ég man ekki eftir neinum
gyöinglegum hátiöisdögum, sem
haldiö var upp á. Það var dálitiö
sérstakt, þvi mööir min snerist til
kaþólskrar tniar um þaö leyti
sem nazistar tóku völdin, og viö
bræöur vorum aldir upp af henni
á kaþólska visu, en faöir minn
haföi ekkert meö þetta aö gera.
Ég iðka ekki mina kaþólsku trú
og ég hef fjarlægst kaþólsku
kirkjuna, þó ég hafi ekki gengiö
úr henni.”
— Hvort litur þú þá á þig sem
kaþólikka eöa gyöing?
„Sannarlega ekki sem
kaþólikka, enda er ég ósammála
afar mörgu, sem kemur frá Róm.
Eftir þvi sem hefur saxast meira
á ævi mina, lit ég meira á mig
sem gyöing, en ekki i trúarlegum
skilningi, heldur hvaö varðar ætt-
emi. Þaö er mjög margt mér
framandi I gyöingdómnum. Ég
hef lesiö töluvert, en ég veit litiö
um hina heföbundnu siöi og dag-
legt lif trúaöra gyöinga, en hins
vegar veit ég þvi meira um hina
yngstu fortlð, nazismann og holo-
caust, og þaö er kannski vegna
þeirra óskapa aö ég samsama
mig gyöingum.”
— Hvaö er aö vera gyöingur?
„Gyöingar i Sovétríkjunum voru eins og ó-skilgetin börn, sem enginn
vili kannast viö”