Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 45

Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 45
ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Föstudagur 29. ágúst 1980 17 Islenzkur fatnaður gengur betur í landann en áður Á síðastliðnu ári flutti Álafoss hf. út islenskar ullarvörur fyrir rúmlega 5,2 milljarða. Er það um 38% af öllum ullarvöruút- flutningi okkar það ár. Álafoss hf. er brautryðj- andi i útflutningi og islenskum ullarvörum, en hann hófst fyrir alvöru fyrir um það bil 10 árum síðan. Að sögn Péturs Eiriks- sonar, forstjóra Álafoss hf. er stefnt að 6—7 milljarða króna útflutn- ingi á þessu ári. Stærsti markaður Álafoss hefur verið Þýzkaland, en einn- ig er mikið flutt út til Bandaríkjanna, Kanada og Vestur- og Norður- Evrópu. Álafoss er stærsti aðili hérlendis á Vesturlandamarkaði, með um það bil 40% af öllum útflutningi. Alafoss er næstelsta iönfyrir- tæki á landinu, stofnaö áriö 1890 af Jóni Þorlákssyni. Þar starfa nú hátt í 300 manns, viö fram- leiöslu á væröarvoöum, gólf- teppum og fatnaöi ýmiss konar, sem væntanlega þarf ekki aö kynna Islendingum. Svo lengi hefur Álafossfatnaöur veriö þekktur. Viö inntum Pétur Eiríksson forstjóra, hvort Alafossfatnaöur væri vinsæll af landanum, en eins og fyrr segir er mikiö af framleiöslu Alafoss hannaö til útflutningsmarkaöar. „Þaö hefur breyst svolitiö á siðustu 2—3 árum. Þá fór fólk aö ganga meira i fatnaöi okkar. Aöur fyrr er eins og þetta hafi ekki átt upp á pallborðiö hjá landanum. Það leit þannig út lengi að Islendingar gengju ekki i fatnaöi nema hann væri inn- fluttur, en eins og ég sagöi er þetta mikið aö breytast” sagöi Pétur. Hefur Alafoss tök á aö fylgjast meö tískunni aö einhverju marki? „Viö reynum að aölaga fatnaö okkar tiskunni eins og hún er hverju sinni. En viö hlaupum auövitaö ekki eftir hverri nýrri tiskubylgju sem kemur fram. En þetta er lika betra nú en var áöur, nú eru ekki eins miklar tiskusveiflur og voru fyrir nokkrum árum, öfgarnar eru ekki eins miklar. Við höfum lagt aðaláherslu á einskonar sport- fatnaö, sportleg sniö, og viö breytum yfirleitt um sniö ár- lega, þó alltaf sé eitthvaö innan- um sem er óbreytt ár eftir ár, svo sem Álafossúlpurnar svo- kölluöu, sem hafa gengiö óbreyttar i mörg ár. Viö fórum út i aö framleiöa vorfatnað i fyrra, léttari fatnaö en viö höf- um verið með, og þaö hefur gef- ist mjög vel. Hvernig hefur gengiö aö koma útflutningnum af staö, nú er komin 10 ára reynsla á hann? „Aöalvandamál okkar i út- flutningi er efnahagsvandi þjóö- arinnar almennt. Viö veröum aö ákveöa verö eitt ár fram i tim- ann, og þaö getur oft veriö erfitt. Annars er óhætt aö segja aö þaö hefur gengið furöanlega aö koma útflutningnum af staö. Þaö var mikiö af barnasjúk- dómum i byrjun og mörg ljón á veginum, en það viröist aö mestu liöin tiö. Gæöi og hönnun hafa batnaö mjög á þessum 10 árum, sem liöin eru frá þvi út- flutningur hófst. Þegar litiö er yfir þennan tima, sést að ástandiö hefur fariö mjög skán- andi stórt á litiö. Núna eigum viö helst i vandræöum meö aö hafa undan. En þaö er óhætt aö fullyröa aö viö erum engan veg- inn undir iönvæöingu búin, hvorki hugarfarslega né ööru- visi” sagöi Pétur Eiriksson, forstjóri Alafoss hf. —AB Hér er veriö aö sauma værðarvoöir og trefla til útflutnings hjá Ala- foss. AKUREYRINGAR - FERÐAFÓLK Filmur iflestar geröir myndavéla. Framköllun ar þjónusta á öllum filmum svart-hvitum og lit Pedromyndir Hafnarstræti 98 I Simi 2 35 20 GPediomyndir‘ SÆLGÆTI - KÁ LANDSÞEKKT GÆÐAVARA Sælgætisgerð Kristins Árnasonar Lindargötu 12 — Sími 85675 Álafoss vœrðarvoðir hlýjar og notalegar Álafoss uærðaruoðimar eru í senn hlýjar og notalegar. Tilualin gjöf uið flest tæki- | færi gjöf sem geymist. . . og gleymist seint. Nú eigum uiðlíka til ué\~ prjónaðar og ýfðar uærðaruoðir litlar og snotrar, sérstaklega skemmtilegar böm og unglinga.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.