Helgarpósturinn - 29.08.1980, Blaðsíða 44
16 ÍSLENSKUR IÐNAÐUR Föstudagur 29. ágúst 1980
þjóðfélagslegu breytingar sem i
vændum gætu veriö. Sem dæmi
má nefna, að I þrjú ár hefur 20
manna nefnd stórra fyrirtækja i
Bandarikjunum komiö reglu-
lega saman til þess að ræða
hvort nútima fjarskiptatækni
leiði til þess að vinnustaöir fólks
flytjist heim á heimilin og hvaða
afleiöingar það muni hafa.
Ein af lyftistöngum ullariðn-
aðarins voru viðhorfsbreyt-
ingar, sem hófust skömmu eftir
árið 1970, þegar umhverfis-
verndarsjónarmið komu upp.
Fólk vildi hverfa aftur til
náttúrunnar, leitaði aö vörum
úr náttúrulegum efnum og þar
urðu ullarvörur eðlilega þarfa-
fullnæging. Siðar kom oliu-
kreppan, sem gerði ullina sam-
keppnishæfari gagnvart gervi-
efnum.Hversu lengi gætir þess-
arar náttúrutilhneigingar og
koma til aðrar þjóðfélagsbreyt-
ingar, sem virka náttúrulegum
skinnum og ull i óhag?
Ef gera á tilraun til þess að
spá um framtið ullar-og skinna-
iðnaðarins má skipta þeirri spá
i tvennt, framtið framleiðenda
og útflytjenda sútaðra skinna og
bands og framtið fataframleið-
enda.
Framtið framleiöenda sút-
aðra skinna og bands tel ég mun
tryggari en fataframleiðenda.
Mun auöveldara er að koma við
sjálfvirkni i sútun og spuna en
fatagerö. Þessar greinar verða
þvi minna háðar óstöðugu efna-
hagslifi. Siitunarverksmiðjur
munu komast yfir tæknierfið-
leika sina með timanum, auka
framleiðni og verða sam-
keppnisf ærari. Útflutningur
prjónabands verður með tim-
anum gefinn frjáls, því að annað
hvort verður innlendur ullar-
fataiðnaður gerður sam-
keppnisfær við erlendra keppi-
nauta eða hann lognast út af.
Framtið fataiönaðarins er
heldur óvissari. Til þess að
skinnafatnaðurinn nái veruleg-
um árangri verður hann að leita
markaða utan Skandinaviu, þar
sem gamaigróin íramleiðslu-
fyrirtæki ráða markaðnum. En
til þess að hægt verði að ná
markaðslegri fótfestu, þarf að
fara fram kynningarstarfsemi,
sem e.t.v. tekur allt að 10 árum,
til þess að vinna markað vöru-
heitinu „islenzkt skinn”, svo
það verði jafnt þekkt og islenzk
ull.
Islenzkur ullarfataiðnaður
stendur nú á timamótum. Að
minum dómi standa honum
þrjár dyr opnar:
a. Aðhafast ekkert.
b. Algjör enduiskipuiagning.
c. Flytjast úr landi.
a. Það er mörgum að verða
ljóst, að þungur ætlar róðurinn
að verða til sóknar jafnréttis
iðnaðinum til handa. Undan-
farið stóriðjutal eykur ekki þá
bjartsýni. Ef ekkert verður að-
hafst mun það ieiða til sjálf-
virkrar uppgjafar ullarfataiðn-
aðarins.
b. Ef lagt yrði út i það stór-
virki að endurskipuleggja ullar-
fataframleiðsluna, þá hefði iön-
greinin i þaö minnsta von um
lifsmöguleika.
Ullarfataiðnaðurinn hefur að-
eins möguleika til þess aö lifa,
að hér verði framleiddar dýrar
gæðavörur.þar sem verð skiptir
tiltölulega litlu máli i kaupá-
kvörðun neytandans. Þá er það
lika aimenn regla, að fyrirtæki,
sem vinna dýra gæðavöru, eru
venjulega smærri en framleiö-
endur ódýrari fjöldafram-
leiðsluvara. Einnig hafa smærri
fyrirtæki mun meiri aðlögunar-
hæfileika gagnvart breytilegum
aðstæðum.
Islenzkur ullarfataiðnaður
getur vissulega tekið á sig
endurskipulagningu, en það
liggur við, aö menn innan iðn-
aöarins séu feimnir að bera
slikar skoðanir á torg. Tilhneig-
ing stjórnvalda virðist vera sú,
þegar vandamál þessa iðnaðar
eru rædd, að segja mönnum að
lækna mein sin sjálfir með
framleiðniaukningu. Vissulega
er hægt að ná framleiöniaukn-
ingu en hún skeður ekki nema á
löngum tima. Til þess að ná
framleiðniaukningu þarf sam-
hæfingu margra þátta, sem
ýmist eru á valdi fyrirtækjanna
sjálfra eða opinberra stjórn-
valda.
Annar þáttur tengdur fram-
leiðniþættinum sem kemur til
með að hafa mikil áhrif á fram-
tið ullarfataiðnaðarins er stærð
framleiðslueininganna. Hvort
sem mönnum likar betur eða
ver, þá er litil framtið fyrir þær
smáu framleiðslueiningar, sem
hafa verið að risa út um sveitir,
nema þær annaö tveggja sætti
sigviðlægra kaupgjaldeða taki
að sér afmarkaðan þátt fram-
leiðslunnar gegn stykkja-
greiðslum. Kapphlaupið um
framleiðniaukninguna kemur
ekki aöeins til með að standa við
sjávarútveginn, heldur einnig
milli einstakra fyrirtækja og
mun fyrirtækjum fækka áður en
lýkur, en framleiðslan aukast.
Ég hef t.d. trú á því, að þegar
Iðnaðardeild S.Í.S. hefur komist
yfir þá erfiöu breytingu, sem er
þvi samfara að byggja upp
markaðskerfi á vestrænum
mörkuðum og losna undan
Rússa-viöskiptum, þá verði þar
stór og öflug framleiðsluaukn-
ing, sem mun hafa afgerandi
áhrif á afkomu annarra fata-
framleiðenda fyrir útflutning.
c. Um þriðja kostinn vil ég
ekki verða langorður, þ.e. að
flytja framleiðsluna úr landi.
Það er einkennileg staðreynd
að þvi minna sem afurðir i ullar-
ogskinnaiðnaðieru unnar, þeim
mun meiri möguleiki viröist
vera að framleiöslan standi
undir sér. Það er vert aö gefa
gaum að þvi, hvort ekki skuli
feta i fótspor frystiiönaðarins og
hefja fullvinnslu ullarvara inn-
an tollmúra annarra landa.
Hittfinnst mér alveg augljóst,
aðef ekki næst samkomulagum
niðurjöfnun kostnaðarhækkana
milli framleiðslustiga i ullar- og
skinnaiönaði, þannig að það
veröi ekki siðasti framleiðslu-
liðurinn fyrir útflutning, sem
brennur inni, þá hljóta leikar að
fara svo, að siðari framleiðslu-
þættirnir flytjist Ur landi. Eðli-
legast væri, að um leið og út-
flutningsverð er ákveðiö, þá
verði samið um fast verð i
erlendri mynt á mokkaskinn-
um, voð og bandi og að uilar-
verksmiðjum væri tryggt
heimsmarkaðsverð á ull, eöa að
verðá ull og skinnum verði fast-
bundið i erlendri mynt.
SVOMEIGA
HlJSBYGGJEMHjR
að imm sér
i sýningarsölum okkar að Suðurveri
v/Háaleitisbraut og Glerárgötu 26
Akureyri, eru margar óiíkar uppsett-
ar eldhúsinnréttingar. Þær gefa ykk-
ur góða hugmynd um hvernig hægt er
að hafa hlutina.
Komiðspyrjið okkur út úr um mögu-
leikana sem bjóðast — verð, afhend-
ingartíma, greiðsluskilmála og yfir-
leitt hvað sem ykkur dettur í hug.
Við tökum mál, skipuleggjum og
teiknum ykkur að kostnaðarlausu og
gerum tilboð án skuldbindinga af
okkar hálfu.
Eldhúsinnréttingar frá okkur henta
þeim er gera kröfur um gæði.
Verslunin Glerárgötu 26
Akureyri
Sími (96) 21507
HAGI r
Suðurveri v/Háaieitisbraut
Reykjavík
Sími (91) 84585