Helgarpósturinn - 03.10.1980, Síða 8

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Síða 8
8 —he/gar pásturinn._ utgefandi: Blaöaútgáfan Vitaösgjafi sem er dótturfyrirtaeki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ristjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrimsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund ur Árni Stefánsson og Þorgrimur Gestsson. utlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Drei f ingarst jóri: Sigurður Stein arsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8—10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 5500 á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 500 eintakið. Samkvæmt greinargerð vinnu- hóps sérfræðinga Orkustofnunar um innri og ytri gerð stofnunar- innar er eitt höfuðvandamál Orkustofnunar hve yfirstjórnin er óvirk. Þessi greinargerð sérfræð- inganna er einn hluti stjórn- sýsiuendurskoðunar sem Rikis- endurskoðun hefur unnið á þessu ári. Afangaskýrsla um málið er komin á prent, en flokkast ennþá undir trúnaðarmál. Helgar- pósturinn hefur hins vegar séð þessa skýrslu og birtir hluta hennar i biaðinu i dag. i skýrslunni segja sérfræðingar Orkustofnunar m.a.: Tengsl yfir- stjórnarinnar við almenna starfs- menn eru ákafiega takmörkuð. Starfsmenn fá litlar sem engar upplýsingar frá stjórn stofnunar- innar um ákvarðanir hennar og iðulega er ekki leitað eftir áliti starfsmanna þegar ákvarðanir eru teknar, jafnvel þótt um sé að ræða málefni sem snerta þeirra sérsvið. Kinnig virðist stjórnin illa upplýst um mörg þau störf sem fram fara á stofnuninni. Þetta veldur margsháttar mis- skilningi og stuðlar að röngum ákvörðunartökum stjórnar- innar...— t nefndri áfangaskýrslu er innra og ytra skipulag stofnunar- innar brotið til mergjar og eru niðurstöðu mjög á þann veg, að viða sé pottur brotinn. Ekki aðeins það, að tengsla- leysi sé á milli almennra starfs- manna Orkustofnunar og aftur yfirmanna, heldur og er bent á, að boðskipti milli stofnunarinnar og stjórnvalda og hagsmunaaðila séu mjög þung i vöfum og i meira iagi tilviljanakennd. Þetta verði til þess ,,að i dag fer enginn með- vitaður og skipulagður stefnu- mörkunarferill frám,” hjá Orku- stofnun. i skýrslunni er þó einnig bent á, að ekki sé einungis við Orkustofnun sem slika að sakast i þessum efnum, heldur hafi stjórnvöld og stjórnmálamenn Ríkisstofnun í ógöngum Föstudagur 3. október 1980. hnlrjarpn^ti irinn brugðist hvað varðar mótun lang- timastefnu i orkumálum, sem Orkustofnun geti siðan unnið út frá. Það verður ekki utan af þvi skafið, aö þær niðurstöður sem áfangaskýrsla Ríkisendurskoð- unar gefur til kynna, eru um margt ógnvekjandi. Vandamál Orkustofnunar stærri og smærri, inn á við sem út á við, eru af þeim fjölda að áleitnar spurningar hljóta að vakna. Er almennt stjórnun og skipulag rikisstofn- ana á þann veg, sem lýst er i stjórnsýsluendurskoðun Rikis- endurskoöunar á Orkustofnun, eða er hér um eitt einstakt dæmi að ræða? Vafasamt verður þá að telja að Orkustofnun skeri sig sérstaklega úr i stjórnkerfinu. Til stendur að Rikisendur- skoðun fari i framtiðinni i saunt- ana á stjórnun fleiri rikisstofnana og verður fróðlegt að fylgjast með þvi starfi. Hitt er annað mál, að það eitt er ekki nægilegt aö rann- saka gaumgæfilega innviðina og gagnrýna, heldur verða að fylgja í kjölfarið aðgeröir sem leiðrétta og lagfæra helstu veil- urnar. Það er nauðsynlegt að allir hlutaðeigandi aðilar, stjórnmála- menn, stjórnvöld, starfsmenn viðkontandi stofnana og almenn- ingur allur leggist á eitt um það, aö rikisstofnanir verði ekki lok- aöir steinkumbaldar, þar sem þróun stjórnunar og starfssem- innar standi i stað árum saman. Niðurstööur skýrslunnar um Orkustofnun hljóta að vekja menn til umhugsunar um stöðu þessara mála i hinum ýmsu þátt- um rikiskerfisins. VONDIR OG GÓÐIR SKÓLAMENN Það er af sem áður var að um- ræður um skólamál þóttu eitthvert hvimleiðasta umræðu- efni sem fólk almennt tók til umfjöllunar. Helst voru það þá kennarar og aðrir sérvitningar sem ræddu þau mál á faglegan hátt. En upp á siðkastið hefur heldur betur oröið breyting á. Nú opnar maður tæpast orðiðDagblaðiö aö ekki sé getiö um skandalamál i skólakerfinu hér og þar út um landsbyggðina. Hér i eina tiö var þaö fundið Eyiapóstur frá Sigurgeiri Jónssyni. maöur til shkra starfa. Svo útvegaði ráöherra Grindviking- um nýjan mann i skólastjóra- starfiö en þá kom i ljós aö meirihluti kennara taldi þann mann vondan og neituðu að vinna með honum. Varð þá sá að vikja og var þriðji aðili ráðinn til starfans. Likast til er það ekki vondur maöur þvi hann starfar enn. En fleiri finnast vondir menn en skólastjórar við skólann i Grinda- vik. Og nú var komiö aö foreldrum að sýna skólamálum Grindvikingum mjög til foráttu hversu litið menningin blómstraði i þvi sjávarplássi. Var meira að segja gerö um þaö kvik- mynd og sýnd i sjónvarpi ef Eyja- póstur man rétt. Og nú hafa Grindvikingar heldur betur rekið af sér slyðru- oröiö. Þeir fundu þaö út að til að öflugt menningarlif fái þrifist er nauðsynlegt að vanda vel valið á skólamönnum, Lætin upphófust i fyrra þegar ráöherra vildi aöstoða Grindvikinga i þessum málum og fann það út að skóla- stjóri grunnskólans væri vondur áhuga. í ljós kom aö foreldrar töldu einn mann i kennaraliðinu vondan og litt til þess hæfan að sjá um andlega velferð barna sinna. Aldrei fékkst þaðuppgefið þrátt fyrir öll blaöaskrif, hvaö þessi vondi kennari hafði til saka unniö og hefur ekki enn veriö upplýst þegar þetta er skrifað. Raunar blönduðust önnur mál nokkuö inn i þetta og sýnir að Grindvikingar geta haft fleiri en eitt járn i eldin- um þegar svo ber undir. Um svip- að leyti og mestu lætin stóðu um nefnda kennara, tóku sig nokkrir Grindvikingar saman og kveiktu i svinastiu. Bar raunar ekki öllum fréttariturum Dagblaðsins saman um hvort svinin heföu verið inni þegar kveikt var i. Enda var það ekki meginmálið, heldur fundu rannsóknarblaða- menn það út aö eigandi svínanna var bróðir kennarans margnefnda og vöknuðu þá eðli- lega spurningar um það hvort hér væri um skipulagðar ofsóknir aö ræöa á hendur ættinni enda var um sama leyti nýlokið sýningum og umræðum um ofsóknir og brennur á Gyðingum. Ýmsir fleiri atburðir urðu og i Grindavik til að vekja upp áleitn- ar spurningar, til að mynda þegar svinaeigandinn tók á móti heilbrigðisfulltrúa staðarins og iamdi hann utan undir með dauðri rottu. Það þóttu skrifara Eyjapósts einkar hressilegar að- farir við að bjóða embættismenn velkomna og spurning hvort þessi siður verði tekinn upp viðar um landsbyggðina þegar heilbrigðis- fulltrúar koma i heimsókn. En viöar gerast ævintýrin en i Grindavik og vikur nú sögunni vestur á Snæfellsnes þar sem eitt sinn var sagt að byggi vont fólk. Alla vega þótti kennurum I Grundarfirði sem skólastjórinn þar væri vondur maður að starfa meö enda var hann búinn að vera i frii i eitt ár. Töldu þeir þann sem leysti skólastjórann af i þetta eina ár mun betri mann til starfans (og er það út af fyrir sig gleðilegt Kjöt og mjólkurframleidslu á að skipuleggja eftir landshlutum Sláturtiöin stendur nú sem hæst og meðaltalsdilkajarmið i Ot- varpinu gefur ótvirætt til kynna að hagur bænda ætti að vænkast i haust, eftir lélega dilka i fyrra. Sérstaklega á þetta þó við um Norö-austurland, þar sem harð- indin höfðu nær gert út af við marga bændur. Ef þá heföi veriö komin pappirsverksmiöja á Húsavik eöa álver i Eyjafjörð er áreiðanlegt að margir bændur heföu flúið þangað, þótt konurnar hefðu kannski mátt sitja heima með rolluskjáturnar. Karlarnir hefðu þó alltaf komið heim um fengitimann til að fylgjast meö hrútunum. Sumarið i fyrra var einstakt haröindasumar og vonandi kemur annað eins ekki I bráö. Sannleikurinn er nefnilega sá að mun meiri rækt ætti að leggja við sauöfjárrækt á Norð-austurlandi, heldur en á ofbeittum afréttum á Suðuriandi. Ef húsmæöui á höfuöborgarsvæöinu almennt gerðu sér grein fyrir þvi hversu miklu betri kaup eru i dilkum aö norðan, mættu sunnlenskir, fjár- eigendur fara að vara sig. Einn góðan veðurdag ris þó upp spá- maður meðal húsmæðrakennara i landinu og predikar fyrir þjóðinni gæöi kjötsins að noröan. Ef hús- mæðrakennarar gera þetta ekki er þarna tilvalið verkefni fyrir áhugamatreiðslumenn, en af þeim virðist vera nóg um þessar mundir, og það meira að segja svo, að efnt er til sérstakra ferða til útlanda fyrir þessa áhugamat- reiðslumenn. Þeir sem hafa kynnst virkilega finni matreiðslu myndu þó aldrei hafa lagt til að fara i slika ferö til Bretlandseyja og alls ekki trlands, heldur i matarkúltúrinn i Frakklandi eða önnur lönd þar i kring. En þetta var nú útúrdúr. Þegar sem mest var talaö um feita islenska lambakjötið hér á árunum, inn- prentaðist það einhvern veginn inn i margan manninn aö þvi minni sem skrokkarnir væru, þvi betri væru þeir. betta er hins- vegar reginmisskilningur. Marg- umtalað útflutningskjöt, sem við um þessar mundir greiöum aöal- lega meö ofani Dani, er yfirleitt 13 til 14 kflógrammaskrokkar. Hér stendur fólk hinsvegar i röð- um i kjötheildsölum og biður um tiu kilóaskrokka og brúnin á þvi lyftist mjög þegar afgreiðslu- maðurinn spyr, eftir að hafa handfjallað skrokk og lagt á vigt- ina, hvort hann megi ekki vera aöeins tæplega. Þetta kjöt kaliast á mannamáli horkjöt, ekkert annað en horkjöt, og ætti helst ekki að vera á markaði, eða alla- vega töluvert ódýrara en veru- lega góðir skrokkar frá 14 og upp i 18 kiló. Kjötframleiöslu norður og mjólkurframleiösluna suður Kjöt i þessum þyngdarflokki er auðvelt að ná fyrir norðan, og það er þá ekki af dilkum sem beitt hefur verið á fóöurkál svo og svo lengi fyrir slátrun, heldur af dilk- um sem koma svo til beint af fjalli og i sláturhúsiö. Hérna fyrir sunnan ætti hins- vegar að leggja mun meir áherslu á mjólkurframleiðsluna, þvi hér falla landgæði best að þeirri bú- grein. Það.er sárgrætilegt að aka fram hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, vitandi þaö að öll mjólkurvinnsla er svo til niður- lögö i þessu einu sinni langstærsta aö góðir menn skuli fyrirfinnast i skolastjórastéttinni). En svo var sest á rökstóla og reynt að finna lausn á málinu og það finnst skrifara Eyjapósts einhver fyndnasta lausn sem nokkru sinni hefur verið fundin á nokkru máli. Skólastjórinn (sá óhæfi) var endurráðinn til starfa með þvi skilyrði aö kona hans kæmi hvergi nærri stjórn skóla- mála i Grundarfirði. Þetta hefði einhvern tima verið kallað að hengja bakara fyrir smiö og spurning hvað jafnréttisráö segir við svona hlutum. Alla vega þótti einni kennslu- konunni sem kennir með mér þetta ekkert fyndið og hló ekkert þegar ég las Dagblaðið fyrir hana. En svona bjarga þeir sem sagt málunum i Grundarfirði. Og nú hefur þvi heyrst fleygt að skólastjórar almennt þori ekki fyrir sitt litla lif að taka sér árs leyfi frá störfum og láti þeim hver sem vill og eiginkonum þeirra. og fullkomnasta mjólkurbúi landsins. Fregnir að austan herma að þar sé urgur i mörgum vegna þess aö i fyrsta lagi hefur mjólkurinnleggið minnkað hröð- um skrefum i sumar, og afleið- ingin er sú að þar er nú svo til engin vinnsla. Varla aö fæst dropi i camembert ostinn, sem aöeins er framleiddur i Flóabúinu. A sama tima og Flóabúið hefur verið gert verkefnalaust á undan- förnum árum, hefur verið spýtt milljörðum króna i byggingu mjólkursamlagsins á Akureyri. Þarereinkum gert ráð fyrir osta- gerð, þvf neyslum jólkur- markaöurinn á Akureyri er ekki svo mikill, eða aðeins litiö brot, af Næsta uppákoma varð i Garða- bæ þar sem vondur maöur var ráðinn sem skólastjóri að nýjum skóla en gengiö fram hjá góöum manni að mati þeirra sem sendu fréttir i blöðin. Sennilega hefur þó skólastjórinn ekki verið alvondur aö allra dómi þvi ekkert hefur um málið heyrst siðan. Og nýjasta skandalasagan kemur vestan af fjörðum. Þar virðist sem Bolvikingar vilji ekki vera minni menn en Grindvik- ingar og Grundfirðingar þvi þeir vilja fyrir hvern mun losna við núverandi skólastjóra (ekki fylgir sögunni hvort eiginkonan kemur nokkuð við sögu) og telja hann óalandi og óferjandi. bessi áhugasemi manna almennt i skólamálum virðist breiðast nokkuð jafnt og þétt um landiö og nú bíðum við sem höf- um lifsviðurfæri okkar hér i Vestmannaeyjum af þessum störfum milli vonar og ótta hvort næsta tilfelli verði hér og þá hver verði tekinn fyrir. Ef málin eru skoðuö stærö- fræðilega, kemur i ljós að á þessum tima sem hér hefur verið rætt um, hafa fimm skólastjórar verið teknir fyrir en aðeins einn kennari og segir það sig þvi sjálft að mun meiri uggs gætir meðal skólastjóra en kennara um afdrif sin. En enginn getur verið fyllilega öruggur um sig á þessum timum eins og dæmin sýna ekki einu sinni eiginkonurnar og nánustu ættingjar. Og er þá nema von að mannskapurinn sé stressaður? HÁKARL markaönum á höfúöborgarsvæð- inu. Gamla mjólkursamlagið á Akureyri gæti hæglega annaö neyslumjólkurmarkaðnum, en hinsvegar hafa eyfirskir bændur stækkað svo búin á undanförnum árum og lagt mikinn kraft i stækkun mjólkurbúanna, að þar er hálfpartinn komið i óefni. Forystumenn bænda spyrja hver annan: Hvað á að gera við alla þessa mjólk i Eyjafirði? Þar hafa hlaöist upp ostabirgðir á undanförnum mánuðum, sem litið sem ekkert fæst fyrir i út- flutningi, og á sama tima bölsót- ast Eyfirðingar út i fóðurbætis- skatt og takmörkun bústærðar. Þeim viröist hafa verið talin trú um að osturinn sem hlaöist hefur upp i geymslunum nyröra, yrði einn daginn gulls i gildi, en svo er þvi miður ekki. Það er i mesta lagi aö fyrir kilóið af ostinum fá- ist nokkrir skitnir hundraðkallar, eða nokkrar krónur eftir árámót- in, þegar nýkrónan er orðinn gjaldmiðill okkar Islendinga. Niðurstaðan af þessum iand- búnaðarhugleiðingum er þvi sú að fyrir noröan beri að leggja áherslu á sauðfjárrækt, en hér syðra, þar sem markaðurinn er, á aö efla kúabúskapinn. Vonandi hefur fóðurbætisskattur Pálma landbúnaðarráðherra opnað augu einhverra fyrir þessum stað- reyndum. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.