Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.10.1980, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Qupperneq 24
„MENN HALDA OFT AÐ RITHÖFUNDAR LIFI Á EINHVERJUM LOFTANDA” Gunnar Gunnarsson rit- höfundur er nýkominn heim frá Stokkhólmi, þar sem hann var vió nám f „dramatúrgiu” viö Dramatiska Institutet, en ekki sagóist Gunnar hafa á takteinum neitt islenskt orö yfir þessa fræöi- grein. Þeir sem læra „drama- túrgíu” veröa „dramatúrgar” og þegar Helgarpósturinn hitti Gunnar á dögunum, var hann fyrst spuröur aö þvl, hvaö þetta væri. „Þaö er rétt aö útskýra hvaö þetta er”, sagöi hann, ,,þvi ég held aö margir leikhúsmenn hér skilji þaö ekki, þó þeir segi, aö þaö væri gott aö hafa einn slfkan. Þaö er ákaflega mismunandi hvernig starfssviöiö leggst, og fer þaö eftir stærö ieikhúsanna, en stór leikhús hafa marga „dramatúrga” á sfnum snærum. Þar sitja svona durgar og lesa aökomandi efni og hafa gjarnan samband viö höfunda, sem skrifa fyrir Ieikhúsin. Þeir eru til leiöbeininga og ieggja linuna fyrir leikhúsin i verkefnavali og mynda oft hugmyndabanka fyrir ieikara og leikstjóra aö leita til. SU „dramatúrgia”, sem mér var kennd, litur meira aö rit- tækni. Þetta er ekki flókin bókmenntaanalysa, heldur er veriö aö greina uppbyggingu verkanna og fara ofan i mytologiuna. Maöur lærir vissar aöferöir viöaö dramatlsera prósa og aö skrifa leikrit.” — Er þaö þá m.a. hlutverk „dramatúrgs” aö gera leikgerö af skáldsögum? ,,AÖ minnsta kosti þarf maöur, sem gerir þaö, aö kynna fyrir sér i „dramatúrgiu”. Undir þetta fellur lika handritsgerö fyrir leikhUs og kvikmyndir.” — Hvaö um önnur hlutverk „dramatúrgs”? „í nýju ÞjóöleikhUsslögunum er gert ráö fyrir aö ráöa einn „dramatUrg”, en til þess fæst ekki fjárveiting.Hans hlutverk er aö gera tillögur um verkefnavals pólitik frá ári til árs og jafnframt stuöla aö þvl aö vinnubrögö i leikhUsinu veröi nákvæm og visindaleg, aö þar veröi sem minnst um tilviljanakenndar uppákomur. Hans hlutverk er einnig aö fara yfir handrit og þaö má segja, aö hann sé eins konar textaef tirlitsmaöur.” Ekki fjármálaráöuneytiö eða Framkvæmdastofnun- in Gunnar mun vera eini maöur- inn hérlendis, sem sérstaklega er menntaöur í „dramatúrgiu” og var hann spuröur um ástand og horfur i' leikhúsunum i þvi sambandi. „Ég veit ekki. Ef ég á aö horfa á eigin hagsmuni, þá list mér illa áblikuna. En þvi er ekki aö neita, aö þaö er unniö alveg furöulega þróttmikiö starf I islensku leikhUsunum, og þar eru margir einstaklingar sem vinna alveg fantalega vel, en þaö er leiöinlegt hvaö þaö er tilviljanakennt. Hver maöur er aöstarfa i sínu homi, en þaö stafar af þvihve leikhús, eins og aörar listgreinar á Islandi, eru fjársvelt. Mér finnst, aö stjórnvöld og þeirsem ráöskast meö almanna- fé , ættu aö gera sér grein fyrir þvi, aö þaö eru bókmenntirnar, sem gera okkur aö þjóö, en ekki pólitikin. Þaö er ekki fjármála- ráöuneytiö eöa Framkvæmda- stofnun, sem hefur þýöingu fyrir okkur sem þjóö, heldur sú menningariökun, sem er framin I landinu.” — Þú sagöir áöan, aö gert væri ráö fyrir „dramatúrg” I nýju Þjóöleikhúslögunum, en ekki hafi fengist fjárveiting. Er þarna eingöngu um aö ræöa skilnings- leysi af hálfu fjárveitingarvalds- ins, eöa veröur einnig vart skiln- ingsleysis hjá leikhúsmönnum sjálfum? „Þetta er h'ka skilningsleysi leikhUsmanna, þvi þeir hafa ekki átt þvi aö venjast aö vinna i fullbúnu leikhúsi.” — Teluröu aö þetta muni breytast á næstunni? „Nei. Þetta er svo flókiö mál, og þaö á ekki bara viö um leikhúsin. Sú umræöa, sem er i gangi er á svo persónulegu plani. Maöur kemur kannski aö hálf- opnum dyrum, en þegar maöur ætlar inn, er skellt á mann, þvi einhver annar, sem hefur komiö sér betur fyrir var á undan. Ég man eftir þvi.aö einu sinni hringdi vinur minn frá Stokkhólmi i Sjónvarpiö. Honum haföi veriö lofaö aö hann fengi aö vinna verkefni fyrir það, en það dróst að hann fengi svar. Það endaöi meö þvi, aö Sjónvarpiö sagöi viö hann f sima, aö ekkert yröi úr þessu, því hann væri ekki heima aö skara eld aö sinni köku. — En hvaöviltu segja um hlut- verk leikhússins? „Almennt sagt, er hlutverk þess aö skemmta og fræða og vekja umræöur. En atvinnu- leikhúsin i Reykjavik eiga aö vinna nákvæmar en áhuga- mannaleikhilsin. Leikhús er ákaflega flókin og erfiö stofnun aö reka og halda saman innan frá. Ég held, aö þrátt fyrir allt mætti fjár- veitingavaldiö athuga, aö leikhúsmenná Islandi hafastaöið sig vel og vanist viö aö vinna viö erfiöar aöstæöur. Þaö eru sjálf- sagt mjög spennandi uppfærslur á hverju ári, en á þessu er ekki neitt tiltekið menningarpólitlskt framhald. Þetta er allt tilviljun- um háö.” — Geturöu skýrt þetta nánar? „Vegna þessarar kröfu um toppaösókn, neyöast þessi ltilu leikhús, sem hér eru, aö hafa i hverjum mánuöi eins breitt verk- efnaval og hugsast getur, til aö ná til sem flestra, og þá beinlinis býöur maöur heim flaustursleg- um vinnubrögöum. Á sama sviöinu er kannski verið aö basla meö eitt nýtt leikrit, eitt hálf klassiskt, eitt klassiskt og eitt bamaleikrit. Og þaö er oft meira og minna sama fólkiö, sem er I þessu öllu saman. Þar meö veröur minna tóm til aö vanda sig.” Marsbúinn og Reykjavik — Ertu kannski þar meö aö halda þvi fram, aö milli leikhúsanna ætti aö vera einhver verkaskipting I verkefnavali, einhvers konar sérhæfing? „Ef maður kæmi semMarsbúi inn á þetta Reykjavikursvæði, myndi maöur kannski stinga upp á þvi, en égheld aöstjórnendum þessara leikhúsa myndi finnast þaö óframkvæmanlegt.” Lesendur muna sjálfsagt margir eftir framhaldsleikritinu Svartur markaöur, sem flutt var i útvarpinu fyrir fáum árum. Gunnar skrifaöi þaö leikrit I sam- vinnu viö Þráinn Bertelsson dag- skrárgeröarmann hjá Sjónvarp- inu, og mun þaö vera eina leikrit- iö eftir Gunnar, sem flutt hefur veriö á Islandi, en eitt barna- leikrit hans hefur veriö sett upp i Sviþjóð. Gunnar var aö þvi spuröur hvort hann ætlaði að halda áfram aö skrifa fyrir leikhús. „Ég ætla aö reyna aö halda eitthvaö áfram aö basla i þvi, og þá kemur maöur sjálfkrafa inn i stööu höfunda viö leikhúsin, sem er engin staöa, og ekki bara viö leikhúsin, heldur einnig viö bóka- útgáfumar. Leikarar og margir sem vinna viö leikhús, hafa fengiö réttarbót á sinni stööu, en staöa höfunda er enn eins og á timum Moliere, þannig aöþaö er erfitt aö tala um framtiö I þvi samhengi.” — Hvernig hefur þá sambúðin milli rithöfundarins og„ drama- túrgsins” gengiö hjá þér? „Þaö hefur hjálpaö mér geysi- lega mikiö í sambandi viö eigin skriftir. Menn halda oft, aö rit- höfundar lifi á einhverjum loftanda eöa guömóöi, og aö þeir þurfi ekkert aö kunna. En þeir veröa aö kunna sitt verk. Ég var aö athuga meö ameríska höfunda, sem skrifa fyrir leikhús eöa filmu, og þeir hafa flestir veriöieinhverjum skóla, þar sem þeir hafa lært einhvern anga af „dramatúrgiu”.” — Getur þessi menntun ekki oröið einhvers konar haft á sköp- unina? „Hún getur oröiö þaö. Eg hef a.m.k. oröið seinvirkari og vand- virkari.” — Nú var Svartur markaöur sakamálaleikrit, haföiröu fengist eitthvaö viö þá tegund bókmennta áöur? „Nei, en ég hef lengi haft áhuga á aö skrifa um krimineila hluti, eöa athuga samhengi þjóðfélags og glæps, þvi þaö er svo undarlegt, aö þaö er eins og þjóöfélagiö geri ráö fyrir glæp- um, þvi það hefur refsinguna. Og meö refsingunni fær maöur syndakvittunina.” Algengur qlæpur — Þú sendir frá þér bókina Gátan leyst í fyrra, þar sem kem- ur fram á sjónarsviðið rannsóknarlögreglumaðurinn Margeir, og nú i haust kemur önnur bók um sama mann, sem heitir Margeir og spaugarinn. Attu þér einhverjar fyrirmyndir i þessum glæpasöguskrifum þin- um? „Já, þaö eru ótal margir höfundar, sem maöur lærir af. Þaö eru til nokkrir mjög vandaöir höfundar.sem skrifa um glæpi og eru ekki beinlinis flokkaðir sem skemmtihöfundar. Einn mikill meistari á þessu sviöi, sem mér finnst vera, er danskur og heitir Paul örum, og svo er Simenon. Þá eru ýmsir hráir glæpa- sagnahöfundar, sem kunna vel til verka og skrifa bækur sem loga af spennu, en eru af einhverjum ástæöum ekki flokkaöir undir fagurbókmenntir, eins og Ed McBain.” ' — Hvernig gengur aö koma heimi glæpasagna yfir á Islensk- an raunveruleika? „Ég hef þá trú, aö þaö muni takastbærilega og ég held að mér _hafi ekki mistekist alveg sá angi af vinnunni i þeirri bók, sem kom út ifyrra, og ég held aö mér takist öllu betur núna.” — Veröur enn framhald af Margeiri? „Já, vegna þess aö ég hef áhuga á aö þróa þennan karakter áfram og teygja hann á alla kanta. Þaö sem blasir viö mér núna, er aö halda þvi áfram og gefa honum aukna möguleika.” — í fyrra fór Margeir suður á bóginn, hvar heldur hann sig núna? „Hann er bara á suðvestur- kjálkanum og ég hugsa aö veru- leikatengslin séu mun raunsærri i þessari bók, og glæpurinn eitthvað sem gerist hvaö eftir annaö.” eftir Guðlaug Bergmundsson myndir: Valdís Óskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.