Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 19
19 __helgarpósfurinrL. Föstudagur 7. nóverriber 1980 ■v Leikarar og kvikmyndagerðarmenn: Náðu samkomulagi Kvikmyndagerðarmenn og at- vinnuleikarar hafa náð sam- komulagi um kjaramál. Sam- kvæmt samningnum fá leikarar 400 þúsund krónur fyrir tiu daga upptöku, en dagkaupið fer lækk- andi eftir þvi sem upptökudagar eru fleiri. Þá náðist samkomu- lag um, að kvikmyndagerðar- menn hafa allan rétt á myndum sinum séu þær sýndar i kvik- myndahúsum, hérlendis eða erlendis, en semja skal sérstak- lega séu þær seldar sjónvarps- stöðvum. Einnig varð samkomu- lag um, að fjórir fimmtu hlutar leikara i leiknum myndum skuli vera félagar i Leikarafélaginu. — Ég held, að þessi taxti sé rýmilegur fyrir kvikmynda- gerðarmenn, en hér er um aö ræða tiu prósent hækkun frá þeim taxta sem við lögðum fram ein- hliða i vor. Hinsvegar er hann lægri en við geröum kröfu um, sé tekiö tillit til verðhækkana siðan sú krafa var sett fram, segir Gisli Alfreðsson formaður Leikara- félgsins við Helgarpóstinn, og sagðist ekki geta verið annað en ánægður með samninginn. — En við litum svo á, að þetta sé framlag okkar til styrktar islenskri kvikmyndagerð, að hafa taxtann ekki hærri. Enda hafa leikarar barist allra listamanna lengst fyrir islenskri kvikmyn'da- gerð, segir Gisli. Sá fyrirvari er hafður við grein- ina um hlutfall atvinnuleikara, að frá þessu megi gera eðlileg frávik telji leikstjóri það nauðsynlegt. En leikarar eru að sjálfsögðu ekki tilneyddir aö skrifa undir samn- ing geti þeir ekki fellt sig viö leik- stjóra. Þá samdist svo, að auka- leikarar, börn og unglingar innan tvitugs og fólk sem leikur sjálft sig i heimildarmyndum hafi ekki áhrif á þetta hlutfall atvinnu- leikara og áhugaleikara. Ekki náðist i neinn af samningamönnum kvikmynda- gerðarmanna til aö fá álit þeirra á samningnum, en þaö skal tekið fram, að þegar þetta er skrifað átti eftir að bera hann undir almenna félagsmenn beggja félaganna. —ÞG LANDI OG SONUM HÆLT Á HVERT REIPI í BANDARÍKJUNUM ,,Það birtist mikil hólgrein um Land og syni í Variety, sem er blað skemmtiiðnaðarins. Kvik- myndagagnrýnandi blaösins er taiinn mjög harður, en hann hældi Agústi Guömundssyni og Sigurði Sverri Pálssyni mjög”, sagöi Knútur Hallsson skrifstofustjóri menntamáiaráöuneytisins og stjórnarformaður Kvikmynda- sjóðs I samtaii við Helgarpóstinn frá Los Angeles, en eins og kemur fram á bls 20 i Helgarpóstinum í dag, stendur nú yfir kynning á skandinaviskum kvikmyndum i Bandarikjunum. Land og synir var sýnd i New York um siðustu helgi Og vakti hún mikla athygli. Húsfyllir var á sýningunni og var höfundi, Agústi Guðmundssyni klappað lof i lófa, og þurfti hann að svara mörgum spurningum áhorfenda eftir sýninguna. Himnahurðin breið? eftir nokkra nemendur Mennta- skólans viö Hamrahlið var sýnd i New York á miðvikudag, en óðal feðranna eftir Hrafn Gunnlaugs- son verður sýnd þar þann 11 nóvember. Óöal feöranna og Land og synir verða svo sýndar i Los Angeles um þessa helgi, en þann 17. verður Land og synir sýnd á veg- um kvikmyndahátiðarinnar i Chi- cago. Hinar myndirnar fara ekki bangað, og Himnahurðin breið? verður eingöngu sýnd i NY MEÐ ÆRSL UM OG ÖLlKINDUM Guðbergur Bergsson: Sagan af Ara Fróöasyni og Hug- borgu konu hans. Skáidsaga (137 bls.) Mál og menning 1980. 1 sögunni af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans er Guð- bergur Bergsson horfinn úr þeirri veröld sem flestar bækur hans undanfarin ár hafa gerst i að undantekinni Sögunni um er að leika við Ola. Þeir fá sér að borða á Kartöflukjörbarnum og fara siðan heim. Þar eru Hugborg og Helgi á fyllirii i bil- skúrnum og teppa hann fyrir Nonna Arasyni sem er poppari og haföi fengið leyfi til að æfa i skúrnum. Það hefst mikil orr- usta milli poppara, rokkara, bitla og pönkara i götunni og að henni lokinni drifa Ari og Inga sig i biltúr með strákana og ætla að renna fyrir lax. Guðbergur Bergsson — bráð- skemmtileg lesning og aðgengi- legri fyrir fleiri en sumar fyrri bækur hans, segir Gunnlaugur m.a. i umsögn sinni. lokið sér af á leiðinni á stöðina, ef hún er þá bara ekki að þykj- ast verpa til að villa um fyrir okkur. ...Ja, hænan getur aldrei verið jafn . hættuleg og maður, tuldruðu lögregluþjónarnir en hlýddu samt”. (bls. 36—37). t köflunum þar sem lýst er átökum poppara, rokkara, bitla og pönkara fær poppheimurinn heldur betur á baukinn og það má mikið vera ef ekki má yfir- færa lýsinguna, og um leið háðið beint á stjórnmálabaráttuna i landinu. Þannig mætti lengi telja hvernig Guðbergur fléttar mörg fyrirbæri þjóölifsins saman við sögu sina, ýmist beint eða með táknum og hálfkveðnum visum. Sagan af Ara Fróöasyni er satira (háðsádeila) þar sem is- lenskt nútimaþjóðfélag er tekið ærlega til bæna. Still sögunnar er ákaflega fjörlegur og fullur af margs- konar skemmtilegheitum og óvæntum uppákomum. Ég ætla að taka sem dæmi upphaf sög- unnar: ,,óli hafði brunað á reið- hjólinu sinu á leikvöllinn og var búinn að dunda þar dálitla stund, þegar stór og brjálaður bill hemlaði framan við hliðið á vellinum, með svo ógurlegu iskri og löngun til að láta bera á sér, að Óla lannst að skerandi hljóðið hlyti að skera eyrum af krökkunum. Hann leit meira að segja upp og langaði til að sjá, hvernig rauð, hvit eða blá eyrun þyrluðust likt og lauf á haustin um allan völlinn”. (bls. 5). Guðbergur virðist nú hafa gert upp þá veröld sem fyrri bækur hans gerast i og það er engu likara en að hann sé svo feginn að hann fyllist ærslum og óhemjuskap, að minnsta kosti er þessi saga full af lifsfjöri og kimni sem mátulega oft jaðrar við að vera illkvittin. Þessi bók er bráðskemmtileg lesning og ég held að hún sé að- gengilegri fyrir fleiri en sumar fyrri bækur Guöbergs. — G.Ast. Auður Haralds í LÆKNIS Auður Haralds: Læknamaflan Litil pen bók (178 bls.) Iðunn 1980 Af heitinu á bdk Auðar Haralds má ráða aö þar sé á ferö stórfelld afhjúpun á siðspilltri læknastétt. Við lestur bókarinnar kemur þó I ljós, að svo er ekki. Hún er einfaldlega lifsreynslusaga einstæðrar móður, sem veröur illilega fyrir barðinu á sérfræðingaveldi islenskra sjúkrahúsa. Segir söguhöfundurinn — vafalftið annað ég höfundar — frá viður- eign sinni við fulltrúa þessa veldis án þess að hafa i frammi nokkra tilburði til rannsóknar- blaðamennsku gegn stéttinni i heild. Hefði höfundur ætlað sér að svipta hulunni ofan af ljós- fælnum hagsmunum og sam- tryggingarpólitik, hefði heiti bókarinnar e.t.v átt betur við, en sem frásögn af krankleik og spitalavist kafnar hún undir nafni. En þó aö Auður Haralds setji hlutina ekki 1 stærra samhengi er frásögn hennar út af fyrir sig nógu fróöleg. Segi hún satt og rétt frá skiptum sfnum við það stofnanabákn, sem á að vernda lif og heilsu okkar allra, er bók hennar hörð ákæra gegn þessu bákni og þeim sem þvi halda uppi. Söguhöfundurinn má i bágindum sinum þola svo niöur- lægjandí meðferö af hálfu alls kyns lækna, allt frá vaktalækn- um upp i sérfræöinga, að hverj- um lesanda hlýtur aðofbjóða. A köflum verða lýsingar hennar á þvi virðingarleysi, sem lækna- veldið getur sýnt einum sjúkl- ingi, allt að þvi hrollvekjandi og hnippa óþægilega viö þeim, sem hingað til hefur þóst nokkuð óhultur fyrir þessari stofnun. Það er ekki uppörvandi til- hugsun aö geta átt eftir að standa i sömu sporum og sögu- höfundur hefur gert gagnvart heilsugæslunni. t Læknamafiunni er drepið á margt ljótt, en alvarlegust er þó sú sjálfsupphafning, sem lækn- ar leyfa sér i krafti sérfræði- þekkingar og valds gagnvart sjúklingnum. Söguhöfundurinn veröur fyrir þvi að veikjast svo hastarlega, að hún gerist allsendis ófær um að sinna börnum sínum, sem öll eru á ungum aldri.og verður aö leita á náöir ættingja og vina, sem flestir hafa öðru aö sinna. Eftir að hafa kynnt sér liffærafræði Encyclopedia Britannica sannfærist hún um að hún sé meö gallsteina, en hver læknir- inn á fætur öðrum visar þeirri sjúkdómsgreiningu á bug með mestu fyrirlitningu og þegar lengst gengur, fær hún framan i sig að ekkert sé að henni nema móöursýki. Hún er lögö mn á sjúkrahús eftir mikiö þjark, en færsama ogekkert að vita sjálf um niðurstöður rannsóknanna og er að lokum send heim án þess aö hafa veriö skorin upp. HENDI Ekki veröa raunir hennar rakt- ar hér i smáatriöum, en á end- anum kemur svo á daginn, að læknum hefur missýnst gróf- lega um sjúkleika hennar og er henni þá bjargað upp á skurðar- boröið á slöustu stundu. Verður ekki séð af frásögn Auðar, að annaö stjórni hegðan þeirra en fáránlegt stéttarstolt og þörf til að láta sjúklinginn finna fyrir valdi sfnu. Ekki fer millum mála að Auöi Haralds svellur móður og aö hún hyggst ná sér rækilega niðri á læknamafiunni með þessari bók. Er illt ef slik sárindi ná aö setja of mikinn svip á frásögu og breytir engu, hversu réttmæt þau kunna að vera. Auður Haralds er allt of gjörn aö misnota sér góövild lesandans til þess aö skeyta skapi sinu á læknastéttinni og viðast hvar eru læknalýsingar hennar ansi einlitaðar. Það bætir þó nokkuö úr skák, að hún gerir sér far um að segja frá i gamansömum tón og beinir þá einnig húmornum gegn sjálfri sér, eöa fyrstu persónu bókar- innar. En kómlsk stilbrögð hennar eru yfirleitt heldur hrossaleg og viða fólgin i lang- sóttum Hkingum, sem hún hleður upp af miklu kappi, en litilliforsjá. Er hætt við að flest- ir lesendur fái sig fljótt fullsadda á svo tilgangslausri sýningu á oröaforða höfundar. Auöur Haralds nær bestum árangri, þegar hún slakar á og segir frá á einfaldan og tilgerðarlausan hátt, en þaö gerist of sjaldan. Þrátt fyrir stilgalla bókarinn- ar, leynir sér ekki að höfundur hennar er nokkuð útsmoginn sögumaöur, sem tekst að gæöa frásögn sina talsverðri spennu oghalda lesandanum þannigvið efnið til loka. Smám saman gerist maöur forvitin um, hvernig þessari glimu við gallblööru og læknamafiu lykt- ar, en gegn þessum hræöilegu andstæðingum stendur óbugandi lifsvilji sjúklingsins, sem lætur aldrei hugfallast. 1 rauninni er þessi lifsvilji miklu eftirminnilegri þáttur bókarinn- ar en hávaðasöm ádeila hennar á heilbrigðisþjónustuna og hans vegna er óhætt a6 mæla met henni sem ráði við sjálfsvorkun og spitalaþunglyndi. jyj Bókmenntir eftir Jón Vidar Jónsson og Gunnlaug Ástgelrsson manninn sem fékk flugu 1 höfuðiðsem kom út i fyrra. Um- hverfi þessarar sögu er Reykja- vik og persónurnar eru mið- stéttarfólk. Ari Fróðason er forstjóri fyrir smáfyrirtæki og litur á sjálfan sig sem einn af máttarstólpum þjóðfélagsins. Hann er digur með afbrigðum og átvagl hið mesta og gengst upp i að vera hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kemur þó það gangi erfið- lega stundum. Hann heldur við Ingu sem leigir á neðri hæðinni hjá honum en hún er gift Helga verkamanni sem er alltaf á fyllirii út i bilskúr með Hug- borgu konu Ara. „Hún var af einhverri bestu og mest virtu ætt landsins, um það var hún sannfærð, og íramkoma hennar vitnaði um sannfæringuna. Hugborg var einnig sannfærð um að hún væri á alrangri hillu i lifinu og hefði gifst niður fyrir allar hellur og væri fram úr hófi óhamingjusöm”...,,! giftingar- veislunni hét Hugborg sjálfri sér þvi að eignast þrjú börn. Eftir að þau væru kominn á legg hugðist hún hætta að elska og elda, en demba i sig og drabba i staðinn”. (Bls. 58). Einnig koma við sögu synir þeirra hjóna Ari Arason og Oli Helgason sem enn eru á barns- aldri. Þeir eru býsna glúrnir og taka uppá ýmsu sérkennilegu en annars er hlutverk þeirra fyrst og fremst að taka eftir þvi sem gerist i kringum þá. Ari Fróðason er sú persóna sem mest er áberandi i sögunni. Hann er skopfærsla á dæmi- gerðum vel megandi Islendingi sem hefur neysluna að aðal- markmiði, sem kemur fram i gegndarlausu áti Ara, og reynir að bjargast sem best gengur hverju sinni án þess að hafa áhyggjur af þvi hvaða aðferðum hann beitir. Sagan gerist á einum degi og er sjálfur söguþráöurinn næsta einfaldur: Ari Fróðason sækir son sinn á róluvöll þar sem hann En þó að þessi atburðarás sé einföld þá er hlaðið utanum hana mörgum atburðum sem iðulega eru á mörkum raun- veruleika og ævintýrs og notar Guðbergur þá óspart til þess að skjóta lausum og föstum skot- um i allar áttir. í bQtúrnum verður skruggu- kerra Ara bensinlaus en hjá þeim stoppar trabant og út stigur kona: ,,Hún var svo einarðleg á svip að það fór ekki fram hjá honum að fólk þetta hlyti að vera i Alþýðubandalag- inu. Liklega var fólkið á leið til að vera við opnun fjölþjóða- fyrirtækisins innar i firðinum. Verksmiðjuna átti að taka formlega i notkun og hefja framleiðslu eftir siðdegiskaffið. I aftursæti bilsins sátu þrir ný- feitir menn með bros á vör, i sæluvimu og likt og i leiðslu yfir að loks rættist draumur hins visindalega sósialisma um þungaiðnað i námulausu landi. Eins og á nýfeitum mönnum voru holdin á hugsjónamönnun- um fremur hvap en hold”. (bls. 110). Siðar i sama kafla segir Ari eftir að halda þvi fram að flokki þeirra hafi hnignað: ,,1 flokk ykkar hafa gengiö of margjr angurgapar. Fratið úr fram- sókn og hratiö hefur hrannast i flokkinn og þeytir nú froðu”. (bls. 112). 1 kostulegum kafla þar sem Óli lendir I eltingaleik við lögg- una og stingur hana af, situr löggan uppi með þrjár hænur: „Rétt i þessu ruddist griðarstór lögregluþjónn úr iögreglubiln- um. Hann var svo rassmikill aö hann liktist yfirvaröstjóra, og lætin i honum voru I algjöru samræmi við ofvöxtinn. Og lög- regluþjónninn sagöi skipandi: Takið þessar helvitis hænur fastar úr þvi aö enginn kona vill kannast við þær eöa þykist eiga : .... Verið ekki meö neinn tepru- skap, piltar: hrópaði yfir- maðurinn. Inn með allar pút- urnar i bilinn. Hænan getur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.