Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 26
Fostudagur 7, nóvember 1980 holrj^rpn^tl irinn „Textar mínir eru ckki pólitískir og fjalla ekki um blómin og býflugurnar” „Hann komst aö þvl, aö ég gat spilaö á pianó, svo liann bauö mér vinnu” „Áhrif íslands meiri en áhrif íslenskra tónlistarmanna” segir Joan Mackenzie frá Nýja-Sjálandi, sem nú er við upptökur i Hljóðrita „Ég er frá borginni Dunedin á suöur Nýja-Sjálandi og haföi unn- iö I eitt ár sem sviösstjóri hjá sjónvarpinu eftir aö ég lauk háskólanámi I ensku og trúar- brögöum”, sagöi Joan Mac- kenzie, scm undanfarin tvö og hálft ár hefur búiö á Seyöisfiröi ásamt eigimanni sinum, þar sem hún hefur aö undanförnu starfaö sem tónlistarkennari. Joan var spurö aö þvi hvenær þau hafi ákveöiö aö yfirgefa Nýja-Sjáland. „Þaö var I desember 1977. Maöurinn minn starfaöi þá sem kennari, en viö vorum bæöi hálf leiö á þvi aö búa á Nýja-Sjálandi. Dag nokkurn ákváöum viö þvi aö fara. Viö áttum aöeins um tuttugu og fimm dollara á banka, svo viö settum auglýsingu I biaö og seld- um allt, sem viö áttum, bflinn minn, mótorhjóliö hans og annaö. Meö þessu móti eignuöumst viö nóga peninga til aö kaupa far- miöa aöra ieiöina til Evrópu og áttum um tvö hundruö og fimmtiu þúsund krónur hvort. Viö lentum I Zurich og feröuö- umst um Austurriki, Italiu og Frakkland næstu vikur. Þegar viö uröum blönk, fórum viö til London, því Nýsjálendingar og Astralir geta auöveldlega fengiö vinnu þar, vegna þess aö þeir til- heyra breska samveldinu, og þaö er algengt aö þeir geri þaö. Þetta hefur veriö um miöjan febrúar.” — Hvernig gekk ykkur aö finna vinnu þar, þvi nú rikir mikiö at- vinnuleysi i Bretlandi? „Þaö gekk mjög auöveldlega. Atvinnuleysi er mikiö en ef þú ert reiöubúinn aö gera hvaö sem er, er hægt aö fá vinnu. Blööin eru full af áugýsingum um vinnu i pöbbunum. Þaö er erfiö vinna, sem enginn vill, og þar unnum viö i þrjá mánuöi. Þá var þaö eitt kvöld, aö viö vorum aö ræöa viö viöskiptavini sem sögöu aö þeir hafi veriö á Islandi. Ég varö mjög forvitin og hringdi á skrifstofu SH i London og þar var mér sagt, aö þeir þyrftu á mannskap aö halda viku siöar. Viö fórum þvi i viötal, skrifuöum undir pappira, og var sagt aö koma nokkrum dögum siöar. Til Islands Viö fórum þvi til Seyöisfjaröar og unnum i Noröursild. Atvinnu- rekandinn borgar fyrir þig flug- fariö fram og til baka, en þaö er háö þvi, aö þú vinnir ákveöinn tima. Okkar samningstimi var sex mánuöir. Viö unnum mjög mikiö fyrstu vikurnar og stundum til klukkan ellefu á kvöldin, en viö kunnum mjög vel viö okkar.” — Höföuð þiö kynnst þetta erfiöri og mikilli vinnu áöur? „Maöurinn minn haföi unniö I áburöarverksmiöju tveim árum áöur þar sem vaktir voru tólf timar og vinnutiminn á pubbun- um er einnig mjög langur, frá klukkan 9.30—23.30, svo þessi langi vinnudagur kom okkur ekki mjög á óvart.” — Bjugguö þiö i verbúö á þess- um tima? ,,Já, ráöningarsamningurinn gerði ráö fyrir þvi aö atvinnuveit- andinn skaffaöi húsnæöi.” — Nú hefur veriö mikiö rætt um aöbúnaö verkafólks i fiskvinnslu, hvernig var það hjá ykkur? „Við vorum mjög heppin og at- vinnurekandi okkar var mjög góöur. Þétta var ekki neitt lúxus- hótel en þaö var gott og hlýtt. Viö höföum allt, sem við þörfnuö- umst, en þarna var margt fólk og maöur heyröi allt, sem fram fór 1 næstu herbergjum.” — Hvernig gekk aö kynnast fólki? „Þetta var dálitiö undarlegt fyrir okkur I byrjun þvi viö þekkt- um aðeins hvort annaö og rædd- um aöeins viö hitt fólklö i vinn- unni, en hittumst ekki þar fyrir utan. Viö fórum þó smám saman aö fara út, á dansleiki og hittum fólk.” — Voru margir útlendingar þarna? „Viö vorum tólf, sem komum þangaö samtimis, fólk frá Nýja- Sjálandi, Astraliu, Frakklandi og Suöur-Afriku.” — Hvernig kom þessu fólki saman? „Þvi kom yfirleitt vel saman, en þaö geta nátturlega komiö upp vandamál, þegar svona margt fólk býr saman á svo litlu svæöi, en fólk myndaöi nokkra vina- hópa.” — Hvernig gekk svo aö kynnast íslendingum? „Þaö tók dálitinn tima. Strák- arnir I bænum komu stundum til að líta á okkur, allar þessar út- lendu stelpur, en þegar viö fórum aö fara út um helgar, hittum viö þá. /,Hef alltaf samið lög" Viö unnum svo bæöi i frystihús- inu i niu mánuöi. Þá hitti ég Gylfa Gunnarsson tónlistarkennara. Hann haföi unniö einn við kennsl- una, sem var of mikil, en haföi ekki tekist aö fá neinn meö sér. Hann komst aö þvi, aö ég gat spil- aö á pianó, svo hann bauð mér vinnu. Ég hef þvi kennt tónlist á Seyöisfiröi i næstum tvö ár, pianóleik, og i fyrsta skipti i vetur hef ég kennt á gitar og kennt söng.” — Hafðiröu einhverja reynslu á þessu sviöi? „Ég haföi stjórnaö kór rheðan ég var i skóla og kennt örlitiö á gítar, en ég haföi leikiö á pianóiö i fjölda mörg ár.” Joan Mackenzie er nú stödd hér fyrir sunnan til aö leika inn á prufuspólur i Hljóörita. Sá sem stjórnar upptökunni er banda- rískur upptökumaöur, Henry Lewy, sem geröi sér sérstaka ferö hingaö til lands, eins og sagt var frá i siöasta Helgarpósti. öll lögin eru eftir Joan sjálfa, og var hun spurö út i lagasmiðar sinar. „Ég hef alltaf spilaö á gitar og samiö lög, en aöeins fyrir sjálfa mig. Hér var ég dálitiö einangr- uö, þvi ég haföi engan til aö spila meö og ég tapaöi neistanum. Gylfi hringdi þá i Ingólf Steinsson og sagöi honum að á Seyöisfiröi væri stúlka, sem semdi lög og langaöi til aö spila meö einhverj- um. Þetta var i mai, þegar skól- um var lokiö og Ingólfur stakk upp á þvi, aö ég heimsækti hann. Það varð þvi úr, aö ég fór til Holts i önundarfiröi, þar sem hann býr. Ég dvaldi þar i viku og við lékum mikiö saman. Þá fórum viö til Reykjavikur og Ingólfur baö vin sinn, ólaf Þóröarson, sem átti fjögurra rása upptökutæki aö taka upp nokkur lög sem ég ætlaði aöeins að eiga fyrir mig. Við eyddum viku i aö leika nokkur lög inn á segulband og ég fór siðan aftur til Seyöis- fjaröar. Ef við erum heppin... Mig haföi lengi langaö aö fara eitthvaö i sumarfriinu og dag nokkurn ákvaö ég að fara til Bandarikjanna, þvi þangaö hafði ég aldrei komiö. Ég hringdi i Ingólf og sagöi honum frá þvi. Hann sagði mér, aö hann ætti vin þar, Sigurjón Sighvatsson og haföi samband viö hann um aö út- vega mér dvalarstað. Sigurjón varmjög, elskulegur og sagöi, aö hann ætti vin, sem byggi i stóru húsi og ég gæti áreiöanlega fengið aö dvelja þar. Þaö varö þvi úr, aö ég fór. Móöir min frétti af þessu og baö mig aö koma heim til Nýja-Sjálands. Ég var þar þvi I ellefu daga, en tvær vikur i Los Angeles. Þar haföi ég samband við klúbba, þar sem hver sem er getur komið og spilaö, en þaö kom ekkert út úr þvi Þá var þaö dag nokkurn, að ég hringdi i Jakob Magnússon og sagöi honum, að ég væri frá Islandi og hvort ég mætti koma til hans aö tala um tón- listarlifiö i Los Angeles. Hann tók mér mjög vel og ég fór heim til hans og spilaöi spóluna fyrir hann. Honum leist vel á tónlistina og sagöi, aö Henry Lewy upp- tökustjórinn á plötu hans, Special Treatment, væri mjög hjálplegur og gæti gefiö mér góö ráö. Henry fékk spóluna og næsta dag sagöi hann mér, aö honum likaöi tón- listin mjög vel, og að hann myndi koma til tslands til þess aö gera betri upptökur af þessum lögum. Viö hefðum getaö gert þáö hvar sem er, en hann var mjög hrifinn af leik Ingólfs, og vildi aö viö spiluöum saman.” — Um hvaö fjalla textar þinir? „Þeir eru ekki pólitiskir, og fjalla ekki um blómin og býflug- urnar. Þeir fjalia aöeinsum það, sem ég þekki, um fólk og sam- skipti þess. Ég myndi segja, að þeir væru rómantiskir og persónulegir.” — Ertu undir áhrifum af íslandi og islenskri tónlist? „Ég hef orðiö fyrir miklum áhrifum af landinu. Ég hlusta mikið á islenska tönlist, en það er erfitt aö segja til um það hvort ég hef orðiö fyrir áhrifum frá hinum eöa þessum. Ahrif Islands eru meiri en áhrif islenskra tónlistar- manna.” — Hvaöa vonir bindur þú viö þessar upptökur? „Ég veit það ekki. Henry fer meö þær til Bandarikjanna og leikur þær fyrir fólk, sem hann þekkir, og ef viö erum heppin, veröur kannski plata úr þvi.” — Ertu þegar farin aö hugsa um þig sem poppstjörnu i fram- tiöinni? „Nei, það geri ég ekki. Ég er enn undrandi á aö þetta hafi gerst. Ég spilaöi ekki mikið á Seyöisfiröi og mér hafði aldrei dottiö I hug aö setja tónlist mina á markaö, en ég er auövitaö mjög ánægð.” viðtal: Guðlaugur Bergmundsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.